Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 28
[Hlutabréf] Peningaskápurinn ...
Gengi hlutabréfa í finnska
tryggingafélaginu Sampo lækk-
aði um 1,6 prósent í gær, en
félagið kynnti þá afkomu sína á
þriðja ársfjórðungi. Sampo skil-
aði sem nemur 16,4 milljarða
króna hagnaði eftir skatta á
tímabilinu, sem er fjórðungi
minna en á sama tíma í fyrra.
Frá áramótum hefur hagnað-
ur félagsins hins vegar marg-
faldast frá fyrra ári, eða um 360
prósent, samkvæmt Morgun-
korni Glitnis í gær. Exista á tut-
tugu prósenta hlut í félaginu.
Greining Glitnis segir afkom-
una í heild í takt við væntingar.
Greiningardeild Landsbankans
segir hins vegar hagnaðinn hafa
verið níu prósentum undir
meðalspá greinenda.
Í kynningu Sampo á uppgjör-
inu segir að þegar árið verði
gert upp séu hins vegar allar
líkur á að félagið nái markmiði
um 17,5 prósenta arðsemi eigin
fjár.
Lækkun hjá Sampo
SPRON skilaði 850 milljóna
króna tapi á þriðja ársfjórðungi.
Á sama tímabili í fyrra hagnaðist
SPRON um rúma sjö milljarða
íslenskra króna. Fram kemur í
fréttatilkynningu að tapið skýr-
ist fyrst og fremst af hræringum
á fjármálamörkuðum á undan-
förnum mánuðum.
Hagnaður af rekstri SPRON
eftir skatta nam tæpum 9,3 millj-
ónum króna á fyrstu níu mánuð-
um ársins. Guðmundur Hauks-
son, sparisjóðsstjóri SPRON,
segir í tilkynningunni að afkoma
bankans á fyrstu níu mánuðum
ársins hafi verið umfram vænt-
ingar. Arðsemi eigin fjár sé 41,6
prósent, langt yfir yfirlýstu
markmiði SPRON um fimmtán
prósenta arðsemi eigin fjár á
ársgrundvelli.
SPRON tapaði 850
milljónum króna
Gengi allra fjármálafyrir-
tækjanna féll um rúm tvö
prósentustig í Kauphöllinni
í gær. Dýfan var í takti við
sviptingar á alþjóðlegum
mörkuðum í gær vegna
versnandi framtíðarhorfa
fjármálafyrirtækja.
Úrvalsvísitalan lækkaði um tæp
3,4 prósent í gær en fór lægst niður
um fjögur prósent, endaði í 7.290
stigum og hefur ekki verið lægri
síðan um miðjan mars. Þetta er
tíunda mesta lækkunin í Kauphöll-
inni frá upphafi en vísitalan hefur
lækkað um tæp átta prósent í vik-
unni.
Gengi bréfa í Icelandair féll
mest, um 6,11 prósent, en á hæla
þess komu fjármálafyrirtækin
Straumur, Kaupþing, Exista og
SPRON, sem fór niður í sitt lægsta
gengi síðan viðskipti hófust með
bréf í félaginu. Hin fjármálafélögin
enduðu daginn heldur ekki vel því
gengi nokkurra þeirra hefur ekki
verið lægra síðan í byrjun árs.
Greiningardeild Landsbankans
bendir á það í Vegvísi sínum í gær
að nokkrir þættir eigi þátt í þessari
snörpu niðursveiflu sem sé dýpri
en sú sem gekk yfir í byrjun ágúst.
Þar vegi inn í óvissa um Kaupþing
í kjölfar kaupa á NIBC og hátt
skuldatryggingaálag sem bendi til
að erlendir fjárfestar telji óvenju
mikla áhættu felast í íslensku
bönkunum.
Hvað alþjóðamarkaðinn varðar
spilar inn í aukinn ótti fjárfesta
vegna lánakrísunnar vestanhafs
frá í júlí og ýmsir óvissuþættir
tengdum þarlendum fasteignalána-
markaði sem hafi sett skarð í
afkomu fjármálafyrirtækja víða
um heim.
Við bætist hátt olíuverð, sem
stendur nálægt hundrað dölum á
tunnu, samhliða afar lágu gengi
Bandaríkjadals gagnvart helstu
gjaldmiðlum, að mati greiningar-
deildar Landsbankans.
Mikil lækkun
í Kauphöllinni
Rekstrarhagnaður Marels á þriðja
ársfjórðungi 2007 var 1,8 milljónir
evra, eða um 155 milljónir króna.
Það er álíka mikill rekstrarhagnað-
ur og á sama tímabili í fyrra.
Í uppgjöri Marels kemur fram að
hlutabréf í hollenska fyrirtækinu
Stork eru færð á reiknuðu mark-
aðsvirði og koma fram í 6,7 millj-
óna evra tapi á þriðja ársfjórðungi.
Sala þriðja ársfjórðungs nam 66
milljónum evra samanborið við
tæpar 58 milljónir í fyrra. Salan á
tímabilinu jókst því um fimmtán
prósent. Arðsemi eigin fjár Marels
var um 2,4 prósent á fjórðungnum.
Greiningadeildir bankanna
spáðu Marel misjöfnu gengi. Lands-
bankinn gerði ráð fyrir að félagið
tapaði 4,5 milljónum evra á þriðja
ársfjórðungi, Kaupþing spáði 400
þúsund evra hagnaði og Glitnir
taldi að Marel fengi 800 þúsund
evrur í hagnað.
Gengistap á Stork
15%
vaxtaauki!
A
RG
U
S
/
07
-0
82
7
Nýttu þér þetta
TILBOÐ
og stofnaðu rei
kning á spron.is