Fréttablaðið - 08.11.2007, Page 32
Brúðarkjólasýning fór fram í New York á dögunum.
Brúðkaupsundirbúningur margra brúðhjóna stendur yfir í
langan tíma. Panta þarf sal, tryggja kirkju og huga að skreyt-
ingum, tónlist og mat. Brúðarkjóllinn er mörgum verðandi
brúðum hugleikinn, hann þarf að vera fallegur og hátíðlegur
en fyrst og fremst þarf brúðinni að líða eins og prinsessu
dagsins.
Líklega hefur marga bandaríska brúðina klæjað í
lófana á brúðarkjólatískusýningu nokkurra hönnuða
sem fram fór í New York í lok október.
Upp að altarinu
Finnst þér gaman að sauma
og vilt líta nýmóðins út í
fötum sem fást ekki fjölda-
framleidd í verslunum? Þá
er SewDirect svarið við
öllum þínum draumum.
Handlagnar dömur sem kunna
á saumavél og þekkja töframátt
sniðblaða eiga venjulega heill-
andi fataskápa. Lengst af hafa
þær farið í vefnaðarvöruversl-
anir, flett þar þykkum bókum
með dýrindis sniðum úr helstu
tískublöðum heimsins og valið
eitt sem verslunin seldi, en nú
er hægt að fara á heimasíðuna
www.sewdirect.com og finna
snið með nýjustu tískuflíkum
Vogue, McCall og Butterick.
Úrvalið af fallegum fatnaði
fyrir öll hugsanleg tækifæri er
mikið. Eftirleikurinn er einfald-
ur; þú flettir vörulistunum,
klikkar á þau snið sem þú vilt
eignast og saman safnast þau í
innkaupakörfuna. SewDirect
tekur við greiðslukortum og
fyrr en varir færðu heitustu
sniðin inn um lúguna heima, án
frekari fyrirhafnar.
Þess má geta að saumfar er
alltaf teiknað inn á nýjustu
sniðin svo ekki þarf að klippa
utan við sauminn eins og áður
tíðkaðist.
Sniðin inn um lúguna
G
O
T
T
F
O
L
K