Fréttablaðið - 08.11.2007, Page 35
Sandblásið gler heldur velli
í innanhússhönnun og hefur
verið í dálæti hjá Íslending-
um í áratugi, eins og sjá má á
útihurðum í hverfum kynslóðar
eftirstríðsáranna.
„Það er ekkert lát á vinsældum
sandblásins glers, en það sem
hefur leyst sandblástur af hólmi
er sýruþvottur glerja. Hann gefur
eins útlit en silkimýkri áferð sem
auðveldar þrif, þar sem sand-
blástur skilur eftir sig grófari
áferð,“ segir Guðmundur Gríms-
son, framkvæmdastjóri Íspan ehf.
sem býður endalausa möguleika í
meðferð glerja.
„Sandblásna áferðin passar við
allt. Hún er hlutlaus og hleypir inn
dagsbirtu, á meðan ekki sést inn
til manns, og er sígild með tilliti til
breytinga í innréttingum og lita-
vals húseigenda,“ segir Guð-
mundur. Vinsælast er sandblásið
og sýruþvegið gler í útihurðir,
glugga, milliveggi, sturtuveggi og
hverskyns innréttingar.
„Margir spara nú stórfé í tilviki
eldri eldhúsinnréttinga með því að
mála gömlu flísarnar á milli og
setja sandblásið gler ofan á, sem
kemur ákaflega fallega út, ásamt
því að spara mikla vinnu við niður-
rif annars vandaðra innréttinga. Í
gömlum húsum má líka enn sjá í
útihurðum og gluggum sandblásið
gler sem margir vilja halda í, passi
það við húsið nú, en slípaðan gler-
kant, sem vinsæll var upp úr 1950
til ´60, hefur maður ekki enn séð í
nútímaútfærslum,“ segir Guð-
mundur, en Íspan býður einnig
upp á sandblástursútlit með
álímdri filmu.
„Filmur eru sniðugar í tilvikum
þar sem nöfn fjölskyldumeðlima
eru talin upp á útihurðinni. Þá er
auðveldara að fletta filmunni af
en taka glerið úr þegar skipt er
um húsnæði,“ segir Guðmundur.
Möguleikar í útfærslum eru
óþrjótandi og sömuleiðis hug-
myndaflug viðskiptavina.
„Flestir vilja rúður með hús-
númeri, nöfnum og hverskyns
munstrum, en tæknin í dag býður
upp á allt sem hugurinn girnist,
jafnvel mynd af fjölskyldunni ef
því er að skipta. Þá er speglagler
að verða æ vinsælla, en því fylgir
mikið öryggi þar sem ekki sést í
gegn nema innan frá, sé útiljósið
kveikt til að lýsa upp spegilinn að
utan.“
Silkimjúk áferð
Salerni með
hæglokandi setu
kr. 9.900.-
Skútuvogi 4 - s. 525 0800
Baðdeild Álfaborgar
Án skaðlegra efna • Fitu- og kýsilleysandi
Húðvænt • Náttúrulegt • Mjög drjúgt
Hentar vel til þrifa á blöndunartækjum, vöskum,
ryðfríu stáli, áli, kopar, messing, gleri, plasti,
lökkuðum flötum, kristal, keramiki, postulíni ofl. ofl.
Fix töframassinn
Hreinsar, fægir og verndar samtímis.
Svampur
fylgir með
Ótrúlegur
árangur
Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Tengi - Melabúðin - Verkfæralagerinn - Eyjatölvur -
Miðstöðin Vestmannaeyjum - Pottar og prik Akureyri - Rafsjá Sauðárkróki - Áfangar Keflavík -
Skipavík Stykkishólmi - Nesbakki Neskaupsstað - Vélaleiga Húsavíkur - Verslanir Rönning -
Litabúðin Ólafsvík - Tengi - Byggt og búið - SR byggingavörur Siglufirði - Núpur Ísafirði.
Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki