Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2007, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 08.11.2007, Qupperneq 44
fréttablaðið farið á fjöll 8. NÓVEMBER 2007 FIMMTUDAGUR8 Þeir sem stunda haustveiðar á hálendinu þurfa að undir- búa sig vel fyrir brottför því margt þarf að hafa í farteskinu. Ekkert er þó eins dýrmætt og dómgreindin. Gustav Smári Guðmundsson er einn þeirra sem iðka það að fara til fjalla og leita uppi veiðibráð. Það fer svo eftir tímabilum hvað er í sigti hverju sinni. Hann er ekkert áfjáður í viðtal um þetta áhugamál sitt og þykist ómögulegur talsmaður veiðimanna en lætur til leiðast og svarar spurn- ingum blaðamanns í léttum tón. Sú fyrsta snýst um hvort einhvern tíma hafi þurft að leita að honum. „Nei, ég hef blessunarlega sloppið við það. Þetta er nú oft- ast spurning um að gera ekki ein- hverja vitleysu. Um síðustu helgi sá ég til dæmis jeppa keyra út á ís sem ég hefði ekki einu sinni þorað að labba út á. Það þurfti björgunar- sveit til að ná honum upp.“ Gustav segir algera nauðsyn að hafa GPS-staðsetningartæki með sér í háfjallaferðum. „GPS kostar bara einhvern þrjátíu þúsund kall en þegar maður lendir í þoku og dimmviðri getur verið lífsspurs- mál að hafa það með. Svo er líka lykilatriði að vera vel klæddur og eins að vera á þokka- legum bíl sem búinn er til vetrar- aksturs því það er oft allt annað veður til fjalla en á láglendi. Fólk fer til dæmis ekkert á fólksbíl upp á hálendið á þessum tíma. Númer eitt er alltaf að láta skynsemina ráða, hlusta á veðurspá áður en lagt er af stað og fara ekki út í eitt- hvað sem ekkert vit er í,“ segir Gustav og meinar greinilega hvert einasta orð. Ekki kveðst Gustav vera með talstöð á ferðum sínum en hins vegar með MNT-síma. „Þeir verða þó ekki nothæfir mikið lengur því það er verið að leggja þá niður en þá koma Tetra-gervihnattasímar í staðinn. Þeir eru auðvitað miklu dýrari.“ Eitt af öryggisatriðunum sem Gustav nefnir er að fara ekki ein- bíla langt inn á hálendið á þessum árstíma. „Menn verða að minnsta kosti að vera mjög vel útbúnir ef menn eru einir á ferð en best er að vera í samfloti með öðrum. Ég var nýlega á ferð með vel búnum breyttum bíl á 38 tommu dekkjum með allar græjur. Við þurftum að hleypa úr dekkjunum í miklum snjó og hálku því þannig varð bíllinn mun stöðugri. En við vorum að mæta miklu verr búnum bílum með full- an þrýsting í dekkjunum.“ Gustav segir um að gera að drífa sig heim af fjöllum ef farið sé að þykkna upp og veður að ger- ast válynd. „Um síðustu helgi var einn í kringum mig í þoku uppi á Lyngdalsheiði og hann var svo átta- villtur að hann var kominn tvo kíló- metra í þveröfuga átt við bílinn. Ég náði símasambandi við hann og gat gengið á hann. Svo rötuðum við heim með hjálp GPS-staðsetningar- tækjanna minna.“ Gustav þykir greinilega nóg komið af heilræðum og segir hlæj- andi í lokin: „Annars skaltu ekki stilla mér upp sem sérfræðingi um rjúpnaveiðar. Það gæfi ranga mynd af mér.“ gun@frettabladid.is Lykilatriði að ana ekki út í vitleysu Gustav Smári er meiri veiðimaður en hann vill vera láta. Þessa mynd tók vinur hans Sigurður Jökull ljósmyndari af honum í einni ferðinni. Ýmsar hagnýtar upplýsingar um notkun jeppa í snjó og á jöklum má finna á vefsíðunni Snjójepp- ar undir vefslóðinni www.mmed- ia.is/gjjarn/sjeppar/. Fyrst ber að nefna ítarlegar upplýsingar um snjójeppadekk, í þessu tilviki radial dekk sem eru önnur tveggja dekkjategunda sem eru í notkun, en hin gerðin er diagonal dekk. Komið er inn á at- riði eins og belgi, felgur, dekkja- skurði og -stærð, hávaðamæl- ingu, loftþrýsting og ýmsar að- stæður sem geta átt þátt í að gera dekk hættuleg. Þá er fjallað um drif og drif- lása og í því samhengi hvaða lásar henta best jeppum. Drif og hlutföll eru líka til umræðu og hægt að nálgast á heimasíðunni sérstakan reikni fyrir hlutföll í jeppum. Fjöðrun er enn fremur til um- fjöllunar og leitast við að svara spurningum eins og hvað sé gott á vegum, hvað henti utan vega og hvernig er hægt að láta fjöðrunina fara saman þegar gefið er inn. Ásamt því er fjallað um fjaðraða vigt, veltidempun, veltistífni, blaðfjaðrir og heilar stífur svo fátt eitt sé nefnt. Eins er skýrt frá þætti fjöðr- unar og stýris með viðeigandi orðskýringum, til að fyrirbyggja allan misskilning. Þar er greint frá því hvaða ástæður kunna að vera fyrir slæmum aksturseigin- leikum breyttra jeppa og hvaða lausnir eru í boði. Komið er inn á mikilvægi tal- stöðva, sem teljast til öryggis- atriða á jeppaferðalögum uppi á fjöllum, og taldar upp helstu teg- undir sem eru í boði, kostir þeirra og gallar. Þá er greinargóð umfjöllun um GPS-tæki og listi yfir annan búnað í jeppa, svo sem verkfæri og varahluti. Síðast en ekki síst er fjallað um hvað ber að varast að taka með í ferðina, enda er það ekki síður mikilvægt en að vita hvað á að vera með í för. - rve Fróðleikur fyrir ferðina Á vefsíðunni www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/ er notendum bent á hvers konar dekk henta best á jeppa í snjó og á jöklum, fjallað um fjöðrun og stýri og margt fleira.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.