Fréttablaðið - 08.11.2007, Side 46

Fréttablaðið - 08.11.2007, Side 46
fréttablaðið farið á fjöll 8. NÓVEMBER 2007 FIMMTUDAGUR10 Úrval tækja og tóla í jeppa verður sífellt fjölbreyttara enda nauðsynlegt að vera vel útbúinn áður en keyrt er af stað út á land. Ásgeir Örn Rúnarsson, framkvæmdastjóri verslunarinnar AMG Auka- raf, segir nokkrar græjur þó eftirsóttari en aðrar um þessar mundir. „VHF-talstöðvar eru vinsælar í jeppa. Þar nýta menn upp- bygginguna sem ferðaklúbbur- inn 4x4 hefur gert með uppsetn- ingu endurvarpa. Samskipta- kerfið hefur mikið verið notað af jeppamönnum, en endurvarpann má nota til að lengja drægni tal- stöðvanna. Þar erum við með 25V talstöðvar sem búa yfir ágætis sendistyrk,“ segir Ásgeir Örn Rúnarsson, framkvæmdastjóri verslunarinnar AMG Aukaraf, sem sérhæfir sig meðal annars í sölu á fylgibúnaði í bíla. Ásgeir segir VHF-talstöðvarn- ar nettar og þær megi því hæg- lega fella inn í mælaborð. Sé því ekki viðkomið er fyrirtækið með talstöðvar með losanlegri fram- hlið, sem má setja ofan á mæla- borð eða utan á það. Síðan er tal- stöðin sjálf svartur kassi sem er settur undir mælaborðið eða á bak við klæðninguna. Ásgeir segir notkun slíkra tal- stöðva hafa aukist mikið og sé ástæðan sú að menn noti sameig- inlega rásir 4x4. „Menn á ferða- lagi geta átt samskipti og eins náð í jeppa í fjarlægð bjáti eitthvað á. Björgunarsveitir hafa síðan aðgang að hluta rásanna sem rásapakki 4x4 samanstendur af, þótt hlust- un á þær sé ekki skipulögð. Menn treysta því að þeir sem ferðast í ná- grenninu séu með stöðvarnar sínar opnar og heyri þurfi þeir hjálp.“ Magellan eXplorist XL korta- tæki með 3,5 tommu skjá njóta sömuleiðis mikilla vinsælda að sögn Ásgeirs. „Þetta er annars vegar GPS-tæki með innbyggðu korti eða GPS sem má hlaða korti inn á. Á skjánum sjást hæðarlínur, örnefni, vatnafar, vegaslóðar og þess háttar. Maður losnar þá við öll pappírskortin með notkun tækjanna.“ Þá segir Ásgeir að hægt sé að kaupa kortaforritin beint til að hlaða niður á fartölvur sem hægt er að hafa í bílnum og tengja GPS- tækið við þær. Fyrir vikið verður myndin stærri. Þess má geta að AMG Aukaraf selur tölvufesting- ar í bíla og spennubreyta. „Kortin fást hjá okkur en við stefnum á að koma með ný kort fyrir jól, kort með götuleiðsögn og annað útivistarkort,“ útskýrir Ásgeir. „Við mælum með að menn keyri sjónkeyrslu, því kortunum getur skeikað um nokkra metra.“ Ásgeir segir að vasaljós hafi einnig verið eftirsótt í jeppa. „Þau eru með HID-tækni og má hlaða með straum bílsins eða heima með 230 voltum. Þau lýsa allt upp í kíló- metra og við höfum lánað björg- unarsveitarmönnum ljósin. Þeir hafa verið mjög ánægðir.“ Hann bætir við að vegna þess hversu stór ljósin séu sé ekki við hæfi að tala um vasaljós. „Sennilega passa þau ekki í neinn vasa,“ segir hann og hlær. roald@frettabladid.is Dótakassi jeppamannsins VHF-talstöðvar eru eftirsóttar í jeppa en þær þykja einkar handhægar. Magellan eXplorist XL kortatæki með 3,5 tommu skjá eru GPS-tæki með innbyggðu korti. Á skjánum sjást hæðar- línur, örnefni, vatnafar, vegaslóðar og fleira. Ásgeir Örn Rúnarsson segir margt í boði fyrir jeppaáhugamenn en nokkrir hlutir séu þó vinsælli en aðrir. Hérna stendur hann fyrir framan björgunarsveitarbíl frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu, sem verið er að setja aukarafbúnað í. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ferðafélagið Útivist hefur starfað síðan 1975 og hefur á þeim tíma skipulagt fjölda ferða um land allt. Jeppadeild Útivistar stendur fyrir fjölbreyttum ferðum og er margt á döfinni í vetur. „Næst á dagskrá er aðventu- ferð í Bása í desember, sem fer að verða fullbókað í, enda hafa þessar jeppaferðir notið mikilla vinsælda,“ segir Skúli H. Skúla- son, framkvæmdastjóri Útivistar, hress í bragði. Skúli bendir á að flesta mánuði vetrarins standi jeppadeild félags- ins fyrir allt að tveimur ferðum í mánuði og enda þótt dagskráin liggi ekki fyrir sé óhætt að nefna líklega áfangastaði. „Við höfum verið með allt upp í þrjár ferðir á Vatnajökul síðla vetr- ar eða í byrjun vors. Síðan höfum við verið með ferð á Langjökul, gjarnan í janúar eða febrúar. Þá er keyrt yfir Langjökul og á Hvera- velli og gist þar,“ segir Skúli. „Í mars höfum við verið með ferð þar sem jeppar og göngu- skíði eru sameinuð,“ heldur Skúli áfram. „Þá er farið inn í Landmannalaugar. Þeir sem eru með gönguskíði ganga leiðina en jepparnir gegna því hlutverki að flytja farangur á áfangastað. Svo hittast menn um kvöldið og grilla saman.“ Hægt er að fá allar nánari upp- lýsingar um aðventuferðina og aðrar ferðir inni á heimasíðu Úti- vistar, www.utivist.is, eða með því að hringja á skrifstofuna í síma 562 1000. - rve Aðventuferð í Bása Básar í vetrarbúningi eru óneitanlega fagrir á að líta. Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar, segir margar spennandi ferðir fram undan hjá jeppadeild félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA WWW.N1.ISN1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA 27 79 / T A 1 0. 20 07 SUPER SWAMPER GROUND HAWG DEKK OG FELGUR FYRIR JEPPA Fellsmúla 24, Rvk. s: 530 5700 Réttarhálsi 2, Rvk. s: 587 5588 Ægisíðu 102, Rvk. s: 552 3470 Langatanga 1, Mos. s: 566 8188 Reykjavíkurvegi 56, Hfj. s: 555 1538 Dalbraut 14, Akranes. s: 431 1777 EAGLE ALLOYS POLISHED DOTZ LUXOR U.S. WHEEL SILVER TRACKER U.S. WHEEL CHROME TRACKER COOPER DISCOVERER ATR JEPPA OG JEPPLINGADEKK COOPER DISCOVERER M+S JEPPA OG JEPPLINGADEKK GROUND HAWG II FÁANLEGT Í 36 - 44" 15 -16,5" FELGUR SUPER SWAMPER SSR FÁANLEGT Í 35 - 38" 15 -18" FELGUR SUPER SWAMPER IROK FÁANLEGT Í 33 - 49" 15 -18" FELGUR EAGLE ALLOYS 1144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.