Fréttablaðið - 08.11.2007, Side 59

Fréttablaðið - 08.11.2007, Side 59
Ífyrirspurn frá for-manni samgöngu- nefndar Alþingis til sam- gönguráðherra kom fram að stuðla þyrfti að flutningi á einkaflugi frá Reykjavík vegna aukn- ingar á umferð slíkra véla. Rökin eru aukin mengun og hávaði sem fylgir þessu flugi. Flugvöllur verður aldrei rekinn nema honum fylgi flugumferð og þannig hefur það alltaf verið. Það er erfitt að skilja að aukin umferð nokkurra einkaþotna breyti þar miklu um. Á móti kemur að áætlunarstöðum í innan- landsflugi hefur fækkað mikið á undanförnum árum með tilheyr- andi minni umferð. Mengunar- rökin eru einnig umdeilanleg. Ég geri ekki ráð fyrir að flugvélarnar mengi minna lendi þær í Kefla- vík, en við bætist síðan útblástur bifreiðanna við að flytja farþeg- ana til og frá höfuðborgarsvæð- inu. Í þeim efnum er nær að for- gangsraða verkefnum og líta til hinna miklu umferðartafa með tilheyrandi mengun á höfuðborgar- svæðinu. Í svari ráðherra kom fram að hækka þyrfti lendingar- gjöld til að sporna við aukinni umferð. Ég vona að ekki verði farið í þá ráðstöfun með þeim hætti að hækka þurfi fargjöld í innanlands- flugi. Nógu dýrt er nú drottins orðið á þeim vettvangi. Sjálfsagt er að hækka lendingar- gjöld á einkaflug ef það er of lágt verðlagt í dag, en ég hef ekki trú á að einhver hækkun á lendingar- gjöldum fyrir einkavélar geri útslagið á að þær flytji sig til Keflavíkur. Þær upphæðir skipta ekki máli fyrir þá sem á annað borð velja þennan ferðamáta. Margar þessara véla fljúga á milli Reykjavíkur og London þar sem þær lenda á flugvelli í miðbæn- um. Sá völlur státar af einhverj- um hæstu lendingargjöldum í heimi. Hér takast á sjónarmið um framtíð flugvallarins í Vatnsmýr- inni. Það hefur ekkert komið fram í þeim málflutningi enn, sem fær mig til að breyta skoðun minni á því að þar á völlurinn að vera til framtíðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Reykjavíkurflugvöllur Ábaksíðu Morg-unblaðsins 6. nóvember mátti lesa frétt þess efnis að þegar væri búið að bjóða þremur arkí- tektarstofum að taka þátt í hönnun- arsamkeppni um óperuhús í Kópavogi. Þar var rætt við bæjarstjórann og af svörum hans að dæma var ekki hægt að lesa annað úr þeim en allt væri þetta klappað og klárt og bæjaryfirvöld í Kópavogi hefðu þegar ákveðið að af bygg- ingu hússins yrði og myndu framkvæmdir hefjast á næsta ári. Þetta er ekki rétt. Hið rétta er að engar ákvarðanir hafa verið teknar um byggingu óperuhúss í Kópavogi. Síðustu mánuði hefur starfað undir- búningsnefnd sem hefur það hlutverk að kanna möguleika á fjármögnun og rekstri slíks húss í samkeppni við önnur sviðslistahús á landinu. Nefnd- in hefur látið vinna viðskipta- áætlun og forsögn hússins ligg- ur fyrir. Yfirlýsingar bæjarstjórans eru ótímabærar. Bæjarstjórn Kópavogs á enn eftir að taka afstöðu í málinu. Bæjarfulltrúar allra flokka, líka Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks, hafa óskað eftir að fá send öll þau göng sem þegar liggja fyrir hvað varðar bygg- inguna svo þeir geti mótað afstöðu sína. Aðkoma ríkisins að rekstri óperuhúss er ekki ljós og engin loforð hafa komið þaðan um aukinn stuðning við Íslensku óperuna í nýju húsi. Líkt og aðrir bæjarfulltrúar í Kópavogi hafa fulltrúar Sam- fylkingarinnar ekki tekið afstöðu í málinu en eðlilega mun okkar afstaða miðast við hags- muni Kópavogs. Við teljum afar mikilvægt að Kópa- vogsbær beri enga ábyrgð á hugsanleg- um hallarekstri hússins. Hins vegar væri eðlilegt að áður en lengra er haldið myndi viljayfirlýs- ing bæjarstjórnar liggja fyrir og í framhaldi af því yrði flautað til leiks í hönnunarsam- keppni. Staðsetning hússins hefur enn ekki verið ákveðin, en svo virðist sem það sé prívatskoðun bæjarstjóra að húsið eigi að standa á Borgar- holtinu. Sú staðsetning er umdeild, Borgarholtið er frið- lýstur staður og mikilvægt að áfram lofti vel um Kópavogs- kirkju, okkar helsta kennileiti í Kópavogi. Staðir eins og Nón- hæðin hafa verið nefndir sem ákjósanlegir staðir fyrir slíkt hús, þar er sjónlína góð til allra átta og gæti verið glæsilegur staður fyrir hús af þessu tagi. Hugmyndin um fjölnota svið- slistahús í Kópavogi sem hýsti Íslensku óperuna er vissulega spennandi. Slíkt mál verður þó að reka áfram af raunsæi og það verður að vera í eðlilegum farvegi í bæjarkerfinu. Hér er um stórt verkefni að ræða sem bæjarstjórn verður að vinna að í sameiningu með hagsmuni bæjarins í fyrirrúmi. Bæjar- stjóri er kominn langt fram úr sér í þessu máli. Hann getur ekki einn ákveðið byggingu hússins, hann getur ekki einn ákveðið staðsetningu, hann getur ekki einn hrint af stað hönnunarsamkeppninni. Hann er ekki einræðisherra í Kópa- vogi. Yfirlýsingar hans um óperuhúsið eru marklausar og bera vott um að hann hafi meiri áhuga á að reisa sér bautastein í Kópavogi en skapa sátt um byggingu óperuhúss. Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í Kópavogi. Bautasteinn bæjarstjórans kl. 08 :00 Á MORGUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.