Fréttablaðið - 08.11.2007, Page 71
Velgengni 3:10 to Yuma virðist hafa endurvakið
áhugann á vestrum í Hollywood og kvikmyndatíma-
ritið Empire greinir frá því á vefsíðu sinni að
jafnvel standi til að endurgera hinn sígilda vestra
High Noon í draumaborginni. High Noon er af
mörgum talin vera einn besti vestri sem gerður
hefur verið en þrátt fyrir að meira en hálf öld sé
liðin síðan Gary Cooper umbreyttist í fógetann Will
Kane hefur enginn kvikmyndagerðarmaður af viti
lagst út í að endurgera myndina (og er nú töluverð
hefð fyrir slíku í Bandaríkjunum).
Empire greinir aftur á móti frá því að nýstofnað
kvikmyndafyrirtæki, High Noon Productions, hafi
keypt réttinn að myndinni en þar fer fremstur í
flokki Christopher Mitchum, sonur bandaríska
stórleikarans Robert Mitchum. Enn hefur ekkert
verið gefið út um hver leikstýrir myndinni og
hvenær hafist verði handa en ljóst þykir að
handritið bíði á borðinu hjá framleiðslufyrirtækinu
handa áhugasömum. Og það ætti ekki að vera
hörgull á þeim í Hollywood.
High Noon endurgerð
Natalie Portman er flest til lista
lagt en hún er með háskólagráðu í
hebresku og þykir hin þokkaleg-
asta leikkona. Og nú hyggst hún
bæta enn meira við sig því Port-
man ætlar að leikstýra. Og hafi
menn haldið að Portman myndi
ráðast í eitthvert léttmeti þá
skjátlast þeim hinum sömu hrapal-
lega því myndin fjallar um upp-
hafsár Ísraelsríkis, sögð í gegnum
augu Amos Oz sem fæddist á árun-
um þegar Ísrael var í mótun.
Portman er annars önnum kafin
og leikur í kvikmynd Sigurjóns
Sighvatssonar, Brothers, sem fer í
tökur á næstu misserum. Þá er hún
einnig í stóru hlutverki í kvik-
myndinni The Other Boleyn Girl á
móti Eric Bana og Scarlett Johans-
son.
Portman leikstýrir