Fréttablaðið - 08.11.2007, Side 88

Fréttablaðið - 08.11.2007, Side 88
Neytendamál hafa mikið verið í fréttum síðustu vikur. Jafn- vel má vona að einhvers konar vakning sé að eiga sér stað hjá landsmönnum. Þeir eru búnir að fá nóg og láta ekki tudda svona á sér lengur. Alltof lengi höfum við látið traðka á okkur með okri og tuddaskap og getum engu öðru kennt um en eigin sinnuleysi. er mál að þessu ömurlega tímabili ljúki og verðlag á Íslandi verði samanburðarhæft við nágrannalönd – eða að minnsta kosti að hér kosti hlutirnir ,,bara“ 20-30 prósent meira en annars staðar (hægt er að kenna því um hvað við erum afskekkt), en ekki 100 prósent meira og yfir eins og það er alltof oft. Við erum ekki einangruð og heimsk. Við höfum internetið og getum séð hvað hlut- irnir kosta annars staðar. Mér líst líka vel á viðskiptaráðherrann þótt reyndar eigi eftir að koma í ljóst hvort hugur fylgi máli hjá honum. gæti þó stöðvað vakn- ingu neytenda. Jólin eru á næsta leiti, geðsýktasti kaupæðistími ársins. Auglýsingaflóðið er handan við hornið og fyrr en varir láta landsmenn hneppa sig í vef eyðsl- unnar sem snýr svo hratt og kirfi- lega upp á sig að í febrúar verðum við – ef við höldum ekki vöku okkar – enn einu sinni með svíð- andi bakreikninga og uppgufaðar vonir um okurlaust samfélag. babbið í bátnum er hræðsla fólks við að vera leiðinlegt. Stærsta synd nútímans, fyrir utan það að vera of feitur, er að vera leiðinlegur. Það er stranglega bannað að vera leiðinlegur. Það er til dæmis alltaf auglýst eftir hressu fólki í atvinnuauglýsing- um, aldrei eftir leiðinlegu fólki. Og það að standa fast á sínu þykir eins konar afbrigði af því að vera leiðinlegur. og dæmin sanna eru mat- vöruverslanir fullar af lygum og okurgildrum. Til að láta ekki taka sig í bakaríið þar þurfa neytendur að vera gríðarlega „leiðinlegir“. Fylgjast með uppgefnu verði og gera úr því mál við kassann ef misræmi er í kassaverði og hillu- verði. Þetta skapar gríðarleg „leiðindi“ en verður vonandi til þess á endanum að verslanir fari að haga sér almennilega. Verum því fyrir alla muni sem „leiðin- legust“, þótt það kosti andvörp annarra við kassann, þangað til okrarar hætta að vera leiðinlegir við okkur. Vakning neytenda F í t o n / S Í A F I 0 2 3 8 1 6

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.