Fréttablaðið - 22.11.2007, Page 8

Fréttablaðið - 22.11.2007, Page 8
8 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR ÖLFUS Um gagnrýni full- trúa Hvergerðinga, sem eru mótfallnir Bitruvirkj- un, segir Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri meðal annars að ferða- þjónusta muni tvíeflast með virkjuninni: „Það er verið að auka ferða- mennsku stórkostlega fyrir Hvergerðinga með Bitruvirkjun.“ Orkuveitan áætli að allt að 200.000 manns muni sækja Hellis- heiðarvirkjun heim. „Og það er vegna virkjananna að ferðaþjónustan blómstrar á mörgum stöð- um. Hún mun gera það í Hveragerði eins og annars staðar.“ Spurður um staðhæf- ingu bæjarstjórans í Hveragerði um að lyktar- mengun verði í bænum sjötíu daga á ári, segir hann hana „orðum aukna“. Mengunin verði óveruleg. „Menn ættu að kynna sér og fara yfir þetta öfgalaust,“ segir hann. Jafnt og þétt sígi undan stoðum atvinnulífs Ölfusinga og eitthvað verði að koma á móti skerðingum aflaheimilda. Þótt ekkert atvinnu- leysi sé sem stendur, sjáist ýmsar blikur á lofti. Sextíu manns hafi nýlega verið sagt upp störfum og um 150 manns missi vinnuna fyrir lok ársins 2008. Aukin atvinnusköpun gagnist Hvergerðingum sem öðrum. - kóþ ORKA „Við veitum framkvæmda- leyfi, það er alveg skýrt, en ekki fyrir hverju sem er. Mörgu, sem hefur komið hingað inn á borð, hefur verið hafnað og það verður farið vandlega yfir þetta með óháðum aðilum sem eru í vinnu hjá okkur,“ segir Ólafur Áki Ragn- arsson, bæjarstjóri Ölfuss. Þótt samningur Ölfuss og Orku- veitunnar (OR) um ýmis mál sem tengjast Hellisheiðarvirkjun kveði á um framkvæmdaleyfi verði farið ýtarlega yfir erindi almenn- ings og annarra. Vel megi vera að sveitarstjórn og framkvæmdaaðila hafi yfirsést eitthvað. Ólafur vill þó ekki svara því að hve miklu leyti komi til greina að breyta framkvæmdum. Breytingar á skipulagi verði unnar í nánu samstarfi við OR. „Það er mjög mikil vinna að baki þessu. Áður en skipulagsbreyting- ar eru auglýstar förum við ofan í saumana á þessu með þeim [OR]. Málin eru unnin í sátt og samlyndi áður en þau eru sett fram og þá er það ákveðin niðurstaða sem við erum sátt með að kynna og aug- lýsa,“ segir hann. Ólafur mótmælir gagnrýni Svandísar Svavarsdóttur borgar- fulltrúa en hún hefur sagt að samningurinn, sem bæjarstjórnin hefur metið á hálfan milljarð, sé „verulega á mörkunum“ og orki tvímælis. „Það er mjög alvarlegur hlutur hjá Svandísi að lýsa svona tor- tryggni. Þetta eru leiðinlegar glós- ur og maður ætlast til meira af fólki í þessari stöðu,“ segir hann. Því hafi verið óskað eftir fundi með meirihlutanum í borginni til að fá skýringar á yfirlýsingum hennar. klemens@frettabladid.is Framkvæmdaleyfi verður skoðað vel Bæjarstjóri Ölfuss segir að þótt ákveðið hafi verið að veita framkvæmdaleyfi fyrir Bitruvirkjun verði farið vel yfir aðsendar athugasemdir. Ummæli Svandís- ar Svavarsdóttur séu alvarleg og hann hafi því krafist fundar með borgarstjórn. ÓLAFUR ÁKI RAGNARSSON FRÁ ÖLKELDUHÁLSI Bæjarstjórinn hefur krafist fundar með meirihlutanum í borginni til að fá skýringar á ummælum Svandísar Svavarsdóttur. MYND/RAFN HAFNFJÖRÐ Bæjarstjóri Ölfuss svarar nágrönnum sínum í Hveragerði: Virkjun eykur ferðamennsku REYÐARFJÖRÐUR Sómasamlokur og 1944-réttir hafa verið aðalfæða starfsmanna Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði undanfarna mánuði þar sem dregist hefur að opna mötuneytið. Starfsmennirnir eru orðnir mjög þreyttir á einhæfu fæði en slá því þó upp í grín. Guðmundur Bjarnason, starfs- maður í skautsmiðju, tók sig til fyrir nokkru og pantaði kjúklinga og franskar frá Kentucky Fried Chicken fyrir 30-35 manns og lét fljúga með frá Reykjavík. „Ég tók þá ákvörðun að gera þetta sem smá djók,“ segir hann og bætir við að þetta hafi verið mikill léttir. „Við þurftum ekki að borða sam- lokur og 1944 í tvo daga á eftir.“ Guðmundur stað- festir að starfs- mennirnir séu orðn- ir virkilega þreyttir á fæðinu og það sé „vægt til orða tekið. Ég var í vikufríi í Reykjavík um dag- inn. Þegar ég gekk fram hjá rekkum með samlokum og réttum frá 1944 í verslunum fékk ég gæsahúð og það er ekki gott,“ segir hann og neitar að gefa upp hvað kjúklingarnir kostuðu. „Ég sagði um dag- inn að næst myndum við panta frá Jen- sens Buff House í Kaupmannahöfn, það sé kannski í leið- inni, það er bara ekki beint flug núna,“ segir hann og bætir við að lífið sé of stutt til að hafa leiðinlegt. Erna Indriðadóttir upplýsingafulltrúi segir að vonir standi til að mötuneytið verði opnað fyrir jól þannig að jólahangikjötið verði soðið á staðnum. - ghs Starfsmennirnir hjá Alcoa Fjarðaáli orðnir langþreyttir á samlokum og 1944: Fengu kjúklinga með flugi MEÐ VEITINGAR FRÁ KFC Guð- mundur Bjarnason, starfsmaður í skautsmiðju í Reyðarfirði, með kjúkling og franskar frá KFC í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ALCOA FJARÐAÁL SLYS Bílvelta varð í Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi, norðan við Eyri, á fimmta tímanum í fyrradag. Ökumaður missti stjórn á bíl og ók utan í grjót við hliðina á veginum með þeim afleiðingum að bíllinn valt og hafnaði utan vegar. Þrír farþegar voru í bílnum auk ökumanns og voru allir í belti. Ökumaður og farþegi voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði með minni háttar meiðsli, en þeir kvörtuðu undan eymslum í hálsi og baki. Þeir voru síðan fluttir með sjúkraflugi frá Ísafirði til Reykjavíkur til frekari skoðunar. Bíllinn er mikið skemmdur, ef ekki ónýtur. - æþe Bílvelta í Ísafjarðardjúpi: Tveir voru flutt- ir á slysadeild 1. Hvaða grunnskóli vann hæfileikakeppnina Skrekk í ár? 2. Hvert er nýjasta vopn Ind- verja gegn óðum fílum? 3. Hver hlaut heiðursverðlaun Emmy-verðlaunahátíðarinnar? PÍTUBAKKI 2.390 kr. ÁVAXTABAKKI 2.480 kr. Vínber, melónur, ananas, appelsínur, perur og fleiri gó›ir ávextir. N†TT PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* *Frí heimsending gildir a›eins ef panta›ir eru 3 e›a fleiri bakkar. Tikka masala kjúklingur, jöklasalatog pítubrau›. Reykt skinka, eggjasalat, jöklasalat og pítubrau›. Nánari uppl‡singar á somi.is N†TT Einar Kristjánsson, sölumaður hjá RV RV U N IQ U E 10 07 02 Með réttu úti - og innimottunum - getur þú stoppað 80% af óhreinindunum við innganginn Á tilboði í október og nóvember 2007Úti- og innimottur af ýmsum gerðum og stærðum Wayfarer grá með kanti, 120x180cm Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is VEISTU SVARIÐ?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.