Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2007, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 22.11.2007, Qupperneq 28
28 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR 91 Karlar Konur 16 ára 17 ára 18 ára 19 ára 20 ára 21árs 22 ára 23 ára 24 ára 25 ára nám, fróðleikur og vísindi 50 30 Í Lækjarskóla í Hafnarfirði er starfrækt svokölluð fjöl- námsdeild. Þar er náms- framboð frábrugðið því sem venja er í grunnskólum, en þar er meiri áhersla á verk- legt nám og aðstoð í bók- legu námi meiri en gengur og gerist. „Í fjölnáminu eru níundu og tíundu bekkingar og svo er líka framhaldsbraut í samvinnu við Flensborgarskólann og Iðnskól- ann í Hafnarfirði,“ segir Kristín María Indriðadóttir, deildar- stjóri fjölnámsdeildarinnar. „Þetta er önnur nálgun á aðal- námskrána heldur en í venju- legum grunnskóla. Við erum meira með verklegt nám og minna með bóklegt nám, en nem- endur fá mikla aðstoð í bóklega náminu.“ Nemendurnir sem stunda nám í fjölnámsdeildinni eru flestir lesblindir eða eiga við aðra náms- örðugleika að stríða. „Þau sem hér eru þurfa mikla aðstoð og meiri athygli og skilning en hægt er að veita þeim í venjulegu grunnskólunum.“ Fjölgreinanámið hófst í Lækjarskóla fyrir rúmum þremur árum. Þá stunduðu þrír nemendur nám þar, en nú eru nemendurnir tæplega fjörutíu. „Við getum tekið mun færri inn en sækja um,“ segir Kristín. Námið er eins einstakl- ingsmiðað og hægt er, enda nem- endurnir á mjög misjöfnum stað í náminu. Til þess að geta sinnt þörfum hvers og eins fara nem- endurnir í könnun í íslensku, ensku og stærðfræði á haustin. Þá fara allir nemendur í viðtöl með kennurum þar sem farið er yfir styrkleika þeirra, hvar þau þurfa aðstoð, hvernig þeim finnst best að læra og hver áhugasvið þeirra eru. Út frá þessu eru búnar til ein- staklingsnámskrár fyrir hvern og einn nemanda. „Svo reynum við að hafa námið þematengt. Núna er þemað til dæmis tónlist, þá er hægt að búa til hljóðfæri í smíði og svo er tón- listin tengd við allt sem við gerum.“ Auk þess er reynt að fara oft í ferðir með nemendur. „Við umbunum þeim fyrir vinnuna, þau velja sér ferðir og svo reyn- um við að tengja þær náminu líka. Þetta er þjónustan sem þau þurfa. Það skiptir máli að hlusta á það sem þau vilja og þurfa. Hér eru úrvals kennarar og starfs- fólk, enda gengi þetta ekki öðru- vísi. Svo er það auðvitað Hafnar- fjarðarbær sem gerir okkur kleift að halda þessu úti.“ Nemendur úr öllum grunnskól- um Hafnarfjarðar stunda nám í fjölnámsdeildinni. „Það er ekkert auðvelt fyrir unglinga að fara úr sínu félagslega umhverfi og hing- að inn, þó að þjónustan hér henti þeim betur. Þau eiga heiður skil- inn fyrir það og standa sig ofsa- lega vel hérna,“ segir Kristín. Sumir nemendurnir halda þó áfram í sínum gömlu skólum að einhverju leyti. Framhaldsnámið í deildinni er fjögurra ára tilraunaverkefni sem hófst í fyrra. Kristín segir það strax hafa gefist vel. „Þau eru skráð í Flensborg eða Iðn- skólann og félagslega geta þau verið þar. Svo fá þau námið hérna hjá okkur. Þau fá þá aðstoð sem þau þurfa til að komast upp í ein- ingabært nám og fara út í fram- haldsskólana.“ Fjölnámsdeildin í Lækjarskóla var sú fyrsta sinnar tegundar en í haust var tekin í notkun svipuð deild við Nesskóla í Neskaupstað. thorunn@frettabladid.is Öðruvísi grunnskóla- nám í fjölnámsdeildum Haldið verður upp á opnun Háskólatorgs 1. desember næstkomandi milli klukkan 17 og 19 með hátíð á Háskólatorgi, við hliðina á aðalbyggingu Háskóla Íslands. Háskólatorg Háskóla Íslands er samheiti tveggja bygginga á háskóla- svæðinu sem verða alls um 8.500 fermetrar að stærð með tengibyggingum. Ætlað er að Háskólatorg hýsi á þriðja hundrað starfsmenn og um 1.500 stúdenta á hverjum tíma, auk gesta. Bygginga- framkvæmdir hófust vorið 2006. ■ Háskóli Íslands Háskólatorg opnað „Konur, heimspeki og þrá. Hugleiðingar um kennslufræði heimspekinnar“, er heiti fyrirlesturs sem Ulrika Björk heldur á morgun klukkan 12.05 í stofu 111 í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er á vegum Heimspekistofnunar og verður hann fluttur á ensku. Viðfangsefnið er samband kvenna við heimspeki og merkingu hins erótíska í kennslufræði heimspekinnar að því er kemur fram í tilkynningu um fyrirlest- urinn. Ulrika Björk er að ljúka við doktorsritgerðina „Poetics of subjectivity. The meaning and function of literature in the philosophy of Simone de Beauvoir“ við Helsinkiháskóla í Finnlandi. ■ Fyrirlestur Konur, heimspeki og þrá Leikskólinn Mánabrekka á Seltjarnarnesi hefur verið valinn heimaskóli Kenn- araháskóla Íslands og var samningur þess efnis til þriggja ára undirritaður 8. nóvember. Samningurinn felur meðal annars í sér að Mánabrekka veitir allt að tveimur nemum Kennaraháskóla Íslands aðgang að leikskólanum til að vinna þar verkefni sem tengjast vettvangi. Er vonast til að hægt verði að þróa samstarfið frekar til dæmis um kennslu faggreina, samstarf um þróunarverkefni eða rannsóknir. Er þetta samstarf sagt fyrsta skrefið í að þróa frekari tengsl Kennara- háskólans og grunn- og leikskóla hér á landi. ■ Kennaraháskóli Íslands Samstarf við leikskóla KÁTIR HAFNFIRSKIR KRAKKAR Nemendur úr öllum grunnskólum Hafnarfjarðar geta stundað nám í fjölnámsdeildinni í Lækjarskóla. Halla Helgadóttir er sálfræðingur hjá Mentis Cura og vinnur að rannsóknum tengdum heilanum, þar sem rannsóknirnar beinast að ofvirkni og athyglisbresti annars vegar og Alzheimers hins vegar. „Það sem við höfum áhuga á að skoða hér hjá Mentis Cura eru sjúkdómar sem eru greindir með sálfræðilegu mati en hafa lífeðlisfræðilegan bakgrunn. Við erum semsagt að þróa greiningaraðferðir sem byggja á lífeðlisfræði,“ segir Halla. Ég hef aðallega verið að rannsaka heilarit barna sem greind hafa verið með ofvirkni og athyglisbrest og borið þau saman við heilarit heilbrigðra barna.“ Halla segir að það hafi verið fyrir til- stuðlan föður hennar, sem var læknir, að hún fékk heilann á heilann, ef svo má að orði komast. „Pabbi sagði mér frá heilanum þegar ég var lítil, til dæmis hvernig slæmt höfuð- högg getur haft í för með sér persónuleika- breytingar og þess háttar. Síðan þá hef ég alltaf verið heilluð af líffræðilegu hlið sálfræðinnar og lagði áherslu á líffræði og taugasálfræði í náminu.“ Halla útskrifaðist með meistaragráðu í sálfræði frá háskólanum í Trier í Þýskalandi árið 2006. „Lokaritgerðin fjallaði um áhrif svefns á minni. Ég hef lengi haft áhuga á svefnrannsóknum því við þekkjum ekki til- gang svefns til fulls enn þá. Niðurstöðurnar í þeirri rannsókn voru einmitt að svefn hefur áhrif á ákveðnar tegundir af minni, þá sérstaklega djúpsvefn.“ Góður svefn er því væntanlega gulls ígildi fyrir þá sem vilja halda minninu í góðu lagi. FRÆÐIMAÐURINN: HALLA HELGADÓTTIR SÁLFRÆÐINGUR Lengi verið með heilann á heilanum Kjarni málsins >Skólasókn eftir kyni og aldri árið 2006.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.