Fréttablaðið - 22.11.2007, Page 42

Fréttablaðið - 22.11.2007, Page 42
[ ]Gleði er heilsusamleg og því er mjög mikilvægt að reyna að tapa ekki gleðinni. Vissulega skiptast á skin og skúrir hjá öllum en heillavænlegast er þó að reyna að halda í bjartsýnina… sagði Pollýanna. Konur sem drekka stíft eiga fleira á hættu en skorpulifur. Í nýjasta hefti British Medical Journal segja skurðlæknar við Pinderfield-sjúkrahúsið í Wake- field að konur eigi fleira á hættu en skemmda lifur ef þær drekka of mikið, en undanfarið ár hafi konur leitað á spítala með sprungna þvagblöðru. Hingað til hefur þetta vandamál verið karla, en ástæða þess að þvagblaðra springur er lítil sem engin tilfinning fyrir því að hún sé full, eins og getur gerst með deyfandi áhrifum áfengis. Bresk heilbrigðisyfirvöld eyða árlega yfir 3 milljörðum punda í áfengistengd heilsutjón, en í þeirri tölu eru yfir 28 þúsund sjúkrahús- innlagnir og 22 þúsund ótímabær dauðsföll af völdum áfengis- neyslu. Samkvæmt nýjustu töl- fræði eru breskar konur að ná körlum í áfengisdrykkju og þegar hafa þarlendar unglingsstúlkur náð unglingsstrákum í drykkju. Mohantha Dooldeniya, skurð- læknir á Pinderfield-sjúkrahús- inu, hefur tekið á móti þremur konum á þessu ári sem allar voru með sprungna þvagblöðru og þurftu á skurðarborðið. Læknar báru ekki strax kennsl á vanda- málið því þeir reiknuðu ekki með því hjá konum. Allar komu þær inn um morgun eftir dágott fyllirí og gátu óljóst sagt hvað hent hafði, en tvær kvennanna fengu auk þess sýklalyf vegna þvagfærasýkingar, meðan sú þriðja var grunuð um botnlangabólgu í kjölfarið. Konur hafa styttri þvagrás en karlar og því var áður talið að þvagblaðran læki þegar hún yfir- fylltist í stað þess að rofna en sú er ekki raunin. Dooldeniya segir því að læknar þurfi að vera með- vitaðir um að konur sem kvarti undan verk í neðanverðu kviðar- holi geti verið með sprungna blöðru. - þlg Sprungnar blöðrur Mæðgur á öllum aldri læra að efla jákvæð tengsl og auka gleðileg samskipti á námskeiði í Gerðubergi laugardaginn 24. nóvember frá 13-17. „Það hittist svo skemmtilega á að mæðgnanámskeiðið okkar mæðgn- anna fellur inn í forvarnarviku og jákvæð tengsl mæðgna eru svo sannarlega forvarnir,“ segir Marta Eiríksdóttir í Púlsinum. Hún er forsprakki mæðgnanámskeiðsins, ásamt dóttur sinni, Hrafnhildi Ásu Karlsdóttur. „Við erum góðar vin- konur og viljum miðla því hversu gaman það er fyrir mæðgur að leika sér og fíflast saman öðru hverju,“ segir Marta og lýsir við- fangsefnum námskeiðsins. „Við dönsum, syngjum og leikum og að lokum er farið í léttar jógaæfingar.“ Skráningar eru á pulsinn.is og í síma 848 5366. - gun Fjör hjá mæðgum Það er létt yfir mæðgnanámskeiðinu hjá Mörtu, sem verður á laugardaginn. Breskar konur eru að ná breskum körlum í drykkju samkvæmt nýjustu niðurstöðum. COMB &CARE Fæst í apótekum um land allt. Sjampó og næring til varnar flóka • Mild formúla sem svíður ekki undan. • Sterkt flókavarnarefni fyrir sítt hár. • Hárið verður hreint, mjúkt og viðráðanlegt. • Endingargóður ilmur. Flókasprey og flókahárkrem • Verndar raka hársins með B5 vítamíni. • Fjarlægir flóka, auðveldar greiðslu og verndar hreinlæti hársins. • Endingargóður ilmur. Auðvelt í notkun – frábær árangur (Lúsaforvörn) Lúsin helst síður í vel hirtu hári. Inniheldur rósmarín sem fælir lúsina frá. Mikið úrval af líkamsræktarfatnaði frá BETTER BODIES fyrir dömur og herra á allt að 50% afslætti!! Mizuno topphlaupaskór – verð frá 5.000.- Mizuno hlaupafatnaður á 50% afslætti Sími 581-1212 / mán-fös 11-18 / lau 11-14Ár úla 7 s. 581 1212 / mán-fös 11-15 / lau 11-14 Harðfiskur er hollur* *Samkvæmt nýrri skýrslu Matís er harðfiskur enn hollari en áður var talið, prótínríkur og inniheldur vítamín og bætiefni sem eru nauðsynleg fyrir líkamann. Fæst í Bónus og Inspired (Flugstöðinni) Leyndarmálið um langlífi Íslendinga komið fram! Auglýsingasími – Mest lesið Pósthúsið - S: 585 8300 - www.posthusid.is Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu. Munum eftir útiljósunum ! Fyrirfram þakkir, dreifing Fréttablaðsins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.