Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2007, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 22.11.2007, Qupperneq 48
 22. NÓVEMBER 2007 FIMMTUDAGUR Gizmo, árleg tískusýning nemenda í Lækjarskóla, fer fram í félagsmiðstöð- inni Vitanum í Hafnarfirði 29. nóvember næstkomandi. Að sögn Páls Arnars Svein- björnssonar, forstöðumanns Vitans, er um stórviðburð að ræða. „Gizmo er tískusýning sem krakkarnir eru búnir að halda í tíu ár. Þeir hringja í tísku- vöruverslanir og fá lánuð föt. Síðan skipta þeir sér upp í fimm manna hópa eftir búðum, semja dansa fyrir þær og sýna í fötunum. Sér- stök dómnefnd verðlaunar síðan til dæmis út frá flottasta hárinu, brosinu, Gizmo-krútti og kroppi.“ Þetta segir Páll Arnar Sveinbjörnsson, for- stöðumaður Vitans, og bætir við að sýningin sé orðin að einum helsta viðburði í félagslífi hafn- firskra unglinga sem allt að 200 manns sæki ár hvert. Þemað í ár verður diskó og allt sem því við kemur og má því búast við mikilli skraut- sýningu. „Undirbúningurinn er gríðarlega mikill og hefst yfirleitt einum og hálfum til tveimur mánuðum áður,“ bendir Páll á. „Nú standa yfir æfingar og í síðustu viku hófust búninga mátanir. Um það bil 90 af 150 krökkum taka þátt, þannig að þetta er mikill fjöldi.“ Krakkarnir eru allt saman nemendur við Lækjarskóla og stunda félags miðstöðina Vitann. Þeir eru á aldrinum þrettán til fimmtán ára en að sögn Páls halda krakkar úr tíunda bekk mestmegnis utan um keppnina og njóta þar stuðnings frá starfsmönnum félags- miðstöðvarinnar. „Það er stofnað Gizmo-ráð tíundu bekkinga, tíu krakkar sem hringja meðal annars í búðir, skreyta salinn og velja dómarara í dómnefnd. Að þessu sinni munu meðal annars Haffi Haff, Frikki á Flash FM og ungfrú og herra Gizmo frá því í fyrra sitja í dómnefnd. Svo safna krakkarnir vinningum. Þetta er slatti af verðlaunum, svo sem klippingar, hár- vörur, föt og hitt og þetta sem tengist tísku, enda verið að verðlauna í mörgum flokkum. Skiljanlega fara ekki allir heim með verðlaun, en þó má fastlega gera ráð fyrir að góður hópur fái eitthvað í sinn hlut.“ Ekkert af þessu væri þó hægt ef krakkarnir nytu ekki góðvildar verslunareigenda, sem Páll segir yfirleitt taka vel á móti þeim og lið- sinna eftir bestu getu. „Þeir lána náttúrlega föt upp á tugþúsundir króna, en krakkarnir passa vel upp á þau, merkja í bak og fyrir og skila svo daginn eftir sýningu.“ Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu Vitans, www.ofvitinn.is. -rve Stórviðburður í félagslífi unglinga í Hafnarfirði Gizmo er tískusýning nemenda við Lækjarskóla í Hafnarfirði, sem hófst sem módelkeppni fyrir tíu árum en er nú orðin að einum stærsta viðburði í félagslífi hafnfirskra unglinga sem fjöldi manns sækir ár hvert. Páll Arnar Sveinbjörnsson, forstöðumaður Vitans, segir að skipulagn- ing Gizmo sé mestmegnis í höndum krakkanna sjálfra, sem standi sig eins og hetjur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hópurinn hefur æft stíft undanfarinn mánuð en undirbúningur hefur staðið yfir í einn og hálfan til tvo mánuði. Gizmo er blanda af dans- og tískusýningu þar sem hafnfirskir ungl- ingar sýna föt úr helstu verslunum bæjarins og nágrenni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þemað á síðasta ári var hiphop. Í ár verður það diskó og allt sem því tengist. FRÉTTA BLA Ð IÐ /A N TO N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.