Fréttablaðið - 22.11.2007, Side 55

Fréttablaðið - 22.11.2007, Side 55
FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 11hafnarfjörður ● fréttablaðið ● Rannsókn og greining framkvæmdi í vor könnun þar sem líðan og hegð- an grunnskólabarna á landsvísu var skoðuð. Niðurstöður liggja nú fyrir og koma hafnfirsk börn vel út að mati Geirs Bjarnasonar, forvarnafulltrúa Hafnarfjarðar bæjar. „Þetta er hluti könnunar sem Rann- sókn og greining gerði á öllu landinu, en menntamálaráðuneytið styður við hana. Líðan og hegðan barna í fimmta, sjötta og sjöunda bekk var rannsökuð. Rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti hjá þessum aldurshópi, en árlega hjá unglingadeildun- um. Við fáum því sjaldan niður stöður fyrir þennan aldurshóp,“ segir Geir Bjarnason, forvarnafulltrúi Hafnar fjarðar bæjar. Að hans sögn taka niðurstöðurnar tillit til barna sem mættu í skólann þegar umrædd könnun var framkvæmd. Voru börnin til dæmis spurð hvort þau tækju þátt í íþróttum og þá hversu oft. Hvort þau mættu í félags- miðstöðvar eða hvort þeim væri strítt. Ekki var þó spurt út í vímuefnaneyslu og þess háttar sökum ungs aldurs þátttakenda. Vegna þess hversu langur tími líður á milli slíkra kannana fyrir þennan aldurshóp segir Geir ekki hægt að bera niðurstöðurnar saman við útkomu úr síðustu könnun sem var gerð árið 2004. Landsmeðaltalið sé eina viðmiðið og með hliðsjón af því sé Hafnar- fjarðarbær í góðum málum að hans mati. „Við erum mjög ánægð með niður- stöðurnar ef við horfum á þær hjá öðrum sveitarfélögum,“ segir Geir. „Okkur virðist sem okkar börn séu í góðum tengslum við foreldra sína. Foreldrarnir hafa greinilega áhuga á börnunum og félagsstarfi þeirra. Svo æfa þau oftar íþróttir en jafnaldrarnir annars staðar. Það hefur að okkar mati gríð- arlegt forvarnargildi.“ Geir rekur þessa jákvæðu útkomu til viða- mikils forvarnastarfs sem bæjaryfirvöld tóku að beita sér fyrir upp úr síðustu alda- mótum. Þar var meðal annars lögð áhersla á auknar samverustundir fjölskyldna. Hann segir það hafa skilað góðum árangri hjá eldri unglingum gagnvart vímuefnaneyslu. For- eldrar þeirra eigi síðan yngri börn sem njóti góðs af. „Svo reið sveitarfélagið á vaðið árið 2002 og niðurgreiddi íþrótta- og æskulýðsstarf fyrir börn tíu ára og yngri svo öll börn í Hafnar firði gætu stundað íþróttir óháð efnahag,“ segir Geir. „Þetta aldurs bil hækk- ar alltaf. Nú gildir þetta fyrir börn sextán ára og yngri. Við niður greiðum fyrir hvert barn um 20.000 krónur á ári og svo mega börnin vera skráð í margar íþróttagreinar; við niðurgreiðum allt. Líka félagsstarf eins og skátana og fleira. Miklum fjármunum hefur verið varið í að ýta börnunum út í já- kvæðar og uppbyggi legar tómstundir.“ Geir segir könnunina hafa leitt fleira at- hyglisvert í ljós, meðal annars hvar börn- um sé helst strítt. „Það þarf ekkert að túlka niðurstöðurnar til að skilja þær; börnum er strítt og þá yfirleitt í frímínútum og á skólalóðinni. Okkar starf er að breyta munstrinu, hvort sem það er með því að kenna börnum nýja leiki, bæta gæslu eða aðstöðu og svo framvegis, því öll viljum við að börnunum okkar líði vel.“ Geir tekur fram að auk þess sé margt í könnuninni sem eigi eftir að rýna betur í, vinna úr og læra af. „Við erum óvön að fá svona kannanir fyrir jafn unga krakka og erum því ekki orðin sérfræðingar í að vinna úr niðurstöðunum. Við munum þó dreifa þeim um Hafnar fjörð svo þeir sem vinna mikið með börnum verði varir við þær. Þetta fólk getur breytt svo miklu. Eins geta bæjaryfirvöld og aðrir hjá kerf- inu nýtt þær til að breyta áherslum svo börnunum líði betur. Við erum jú að borga fyrir þessa könnun og værum ekki að því nema til að hagnast á henni fyrir börnin okkar.“ -rve Hafnfirsk börn koma mjög vel út Geir Bjarnason, forvarnafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir nýja könnun hafa leitt í ljós að bærinn hafi unnið gott forvarnastarf undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.