Fréttablaðið - 22.11.2007, Page 56
22. NÓVEMBER 2007 FIMMTUDAGUR12 ● fréttablaðið ● hafnarfjörður
Mikil uppbygging hefur átt sér
stað í Hafnarfirði síðastliðin ár.
Sjáandinn Erla Stefánsdóttir
óttast að hún kunni að raska
byggðarlagi álfa og annarra
ósýnilegra vera sem þegar búi
á svæðinu.
Undandarin ár hefur mikil upp-
bygging átt sér stað í Hafnarfirði
og heilu hverfin risið á skömmum
tíma. Flestir telja þessar breytingar
vera til hins góða. Aðrir óttast um-
hverfisslys og þeirra á meðal er
sjáandinn og tónlistarkennar-
inn Erla Stefánsdóttir, sem telur
að vistkerfi þeirra tuga ósýnilegu
vera sem fyrir eru kunni að rask-
ast.
„Ég hef nú ekki spurt verurnar
sjálfar út í þetta. Enda sofna þær
yfirleitt á þessum árstíma. Þetta
er sú hlið náttúrunnar, sjáðu til.
Þær hverfa svolítið á veturna, að
minnsta kosti frá mínum augum.
Þegar náttúran vaknar að nýju
fara þær aftur á stjá,“ segir Erla
og bætir við að þarna búi margar
ólíkar tegundir, allt frá ljósálfum
upp í dverga. Verurnar séu eins
fjölbreyttar og náttúran sjálf.
Erla segir þessar verur þrífast
á mismunandi tíðnum. Því skynji
aðeins sumar þeirra framkvæmd-
irnar, aðrar ekki. Í því samhengi
bendir hún á að margir eigi erf-
itt með að trúa því en þeim finn-
ist þó afskaplega eðlilegt að nota
farsíma þótt tíðnin sjáist ekki með
berum augum. Enda hefur hún
margsinnis verið spurð hvort hún
trúi virkilega á álfa.
„Ég segi þá bara nei, nei, ég
trúi ekki á álfa,“ segir Erla. „Ekki
frekar en á menn. Ég bara sé þá
og finnst skemmtilegt hvað guð
hefur verið góður að leyfa mér að
sjá veröldina í svona fallegu ljósi.
Maður sér náttúrlega ekki bara
álfa heldur útgeislun manna og
hluta. En mér finnst alveg að við
megum trúa að jörðin sé lifandi og
bera virðingu fyrir henni og því
sem þar þrífst. Þar á meðal hverju
öðru,“ bætir hún við og hefur
sjálf sterkar skoðanir á uppbygg-
ingunni sem hefur átt sér stað í
Hafnar firði og víðar.
„Auðvitað er skiljanlegt að menn
vilji hafa hlutina fallega. Það má
náttúrlega moka burt náttúrunni
ef það er vel gert. En oft er svo
mikil græðgi í mannfólkinu. Helst
vill það gína yfir öllu. Í sambandi
við verurnar hef ég oft sagt að
við myndum ekki vilja vakna einn
sunnudagsmorgun við jarðýtu sem
væri komin á húsið okkar. Þess
vegna finnst mér að við ættum að
bera virðingu fyrir náttúr unni og
hugleiða aðeins málin.“
En má nokkuð búast við að ver-
urnar grípi til hefndaraðgerða í
sumar þegar þær vakna af dvala og
verða varar við hvers kyns er, líkt
og greint er frá í þjóðsögum? „Nei,
ekki á ég von á því,“ svarar Erla en
bætir við að best sé þó að fara var-
lega enda varinn alltaf góður eins
og segir í þjóðtrúnni. -rve
Eigum að trúa að jörðin sé lifandi
og bera virðingu fyrir náttúrunni
Erla Stefánsdóttir segir alls konar verur búa í Hafnarfirði sem mannsaugað fái yfirleitt ekki greint. Hún hefur gefið út bókina
Örsögur Erlu sem eins og heitið gefur til kynna inniheldur örsögur sem fjalla um þessar verur, álfa, dverga og fleiri.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Með notkun SuncoolTM HP gæðaglers frá
Glerborg er auðvelt að halda kjörhita
innandyra og hitaútstreymið er lítið.
Dalshrauni 5 220 Hafnarfi rði Sími 555 3333 www.glerborg.is
Gæði glersins
skipta öllu máli