Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2007, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 22.11.2007, Qupperneq 68
40 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR AF NETINU UMRÆÐAN Ríkiseinkasala Ég held ég sé súkkulaðifíkill. Er reyndar mjög svag fyrir flestu sælgæti. Allir vita að óhófleg neysla þess er heilsuspillandi, því það er næringarsnautt, fitandi og fer illa með húð og tennur. Og ég þekki fólk sem orðið er holdmikið og tannveikt sökum óhóflegrar nammineyslu. Sjálfur á ég satt að segja fullt í fangi með að halda mig réttu megin við línuna. En ég er að reyna að taka mig taki. Mér finnst því óþægilegt að ganga um versl- anir sem bjóða upp á mikið úrval og magn sælgætis. Sér í lagi er erf- itt að ganga framhjá gotterísgöng- unum í Hagkaupum, því þar er úrvalið slíkt og aðgengi það gott, að ég þarf á öllum mínum vilja- styrk að halda til að láta ekki glepjast og kippa með mér hraunbitum eða nokkrum hlaupkörlum. En ég er því miður frá- leitt sá eini sem á erfitt með sig innan um nammi. Þess vegna tel ég að það yrði heillaráð, ef vel meinandi þingmenn tækju sig saman og leggðu fram lagafrum- varp sem fæli í sér bann við sölu á sælgæti í almennum verslunum, svo sem í matvöruverslunum og söluturnum. Slíkt myndi ekki aðeins bæta lýðheilsu, heldur auka fjárráð heimilanna og bæta heimilisfriðinn, því börn hættu að heimta sæl- gæti, ef það blasti ekki sífellt við þeim. Ekki má skilja mig svo, að ég sé beinlínis á móti sælgæti eða vilji alfarið banna það. Ég er þrátt fyrir allt umburðar- og frjálslyndur og veit að sumir geta neytt þess í hófi. Því legg ég til að frumvarpið feli jafnframt í sér að sett verði á stofn Sælgætisverslun ríkisins, sem gæti svipað til þeirra áfengisverslana sem ríkið rekur nú af myndarskap. Eflaust hljóm- ar nafnið „SVR“ betur, en ég hygg að sú skammstöfun sé einmitt á lausu. Embættismönnum ríkisins ætti að vera betur treystandi fyrir svo viðkvæmum vöruflokki, en kaupmönnum, sem ég er hræddur um að ekki beri ekki alltaf hag almennings fyrir brjósti. Skynsamlegt væri að opnunar- tími þessara verslana yrði svipað- ur og hjá áfengisverslunum, svo neytendur, sér í lagi börn og ungl- ingar, glepjist ekki þangað inn að kvöldlagi. Það myndi að auki spara launagjöld að hafa verslanirnar ekki opnar of lengi. Og auðvitað alls ekki á sunnudögum. Þá yrði þjóðráð að taka aftur upp brúnu bréfpokana, því glæru nammi- pokarnir sem nú tíðkast eru svolítið glannalegir. Þegar fram líða stundir mætti einnig koma fyrir í verslunum SVR svokölluðu „snakki“, sem margir eiga erfitt með að neita sér um. Það ætti að verða hægðarleikur, því svona verslanir yrðu að bjóða upp á gott úrval og þyrftu þar af leið- andi að vera plássgóðar. En til að gæta jafnræðis og í forvarnarskyni mætti síðan hafa í verslununum bása með ríkulegu úrvali tann- bursta og tannkrema. Og kannski sápu og sjampó líka, jafnvel einnig eyrnapinna, til að nýta plássið og til þæginda fyrir viðskiptavini. Möguleikarnir eru margir, sér í lagi ef verslanirnar eru smekklegar, vel hannaðar og aðgengilegar, eins og verslanir ÁTVR. Höfundur er tónlistarmaður. Sælgætisverslun ríkisins STEFÁN HILMARSSON Forvarnardagurinn 2007 UMRÆÐAN Forvarnir Forvarnardagurinn var hald-inn í annað sinn, hann er hald- inn að frumkvæði forseta Íslands. Með honum felst viður- kenning á mikilvægi forvarna, samstarfs og virkri þátttöku. Áhersla er lögð á að vekja umræðu um þætti sem geta haft afdrifarik áhrif á líf barna og ungmenna og þar með fjöl- skyldna þeirra. Hvatt er til samveru foreldra og barna, þátttöku barna og ung- menna í skipulögðu tómstunda- starfi og ábyrgrar afstöðu til áfengisneyslu. Rannsóknir hafa sýnt að þessir þættir skipta máli og með því að leggja áherslu á þá er hægt að draga úr líkum á að börn eða ungmenni ánetjist vímuefnum. Enginn er óhultur og töfralausn er ekki til, en ef vitað er hvaða þættir draga úr líkum á að börn ánetjist er þess virði að efla þá. Foreldrar eru lykilaðilar í forvörnum, án þeirra þátttöku vinnst lítið. Það að rannsóknir sýni að sam- vera foreldra og barna skipti máli verður vonandi hvatning til þess að henni verði forgangs- raðað ofarlega, þar skiptir tím- inn máli. Einnig hefur komið fram mikilvægi þátttöku barna í skipulögðu tómstundastarfi. En til að þau geti tekið þátt þurfa þau hvatningu og stuðning for- eldra. Þátttaka margra sveitar- félaga, m.a. Reykjavíkurborgar, í kostnaði til að auka möguleika fleiri til að taka þátt er til fyrir- myndar, það er góð fjárfesting. Einnig hefur verið sýnt fram á að það er mikil- vægt fyrir börn að snið- ganga áfengi, því lengur sem þau gera það því betra, það getur haft áhrif á hvort þau ánetjist vímu- efnum. Þetta eru mikil- vægar upplýsingar og nauðsynlegt að umræða um þetta fari fram í skól- um, á vinnustöðum og inn á heimilum, að foreldrar og börn ræði þessi mál. Á sl. ári unnu 9. bekkingar með grundvallarspurningar út frá þema dagsins, Taktu þátt – hvert ár skiptir máli. Niðurstöð- urnar eru fjársjóður og þarft innlegg í umræður um forvarnir. Unglingarnir höfðu sterkar skoðanir á því sem skiptir máli og komu með gagnlegar ábend- ingar til fullorðinna, sem er vert að hugleiða. Unglingarnir voru spurðir um hvað þeir gætu gert til að vera meira með fjölskyldu sinni og koma með tillögur að góðum samverustundum. Einnig hvers vegna unglingar hætta oft í skipulögðu tómstundastarfi og hvernig hægt væri að auka þátt- töku. Þeir unnu einnig með spurningar varðandi áfengis- neyslu og hvernig hægt sé að stuðla að því að unglingar hefji ekki neyslu á unga aldri. Niður- stöðurnar sýna einfaldlega hvað unglingarnir eru snjallir, ábyrgir og með margar góðar lausnir. Það kom fram að þeir vilja stuðn- ing, hvatningu og mörk. Þær staðfesta að það er grundvöllur að efla þá þætti sem skipta máli til samræmis við rannsóknarnið- urstöður og mikilvægi þess að tala við börnin og eiga við þau samræðu. Ég hvet foreldra og aðra sem láta sig þessi mál varða að skoða þessar niðurstöður, þær er að finna á: www.forvarnar- dagur.is Í niðurstöðum rannsókna sem lagðar hafa verið fyrir undan- farin ár í efstu bekkjum grunn- skólans, kemur fram að neysla áfengis hefur dregist saman og sl. vor mældist hún í sögulegu lágmarki. Vonandi mun sú þróun halda áfram, en því miður eru of margir sem fara út af spor- inu og þurfa stuðning, þeirra fórnarkostnað- ur er oft mikill, til að minnka þann hóp þarf öflugar forvarnir. En forvarnir beinast ekki eingöngu að því að börn neyti ekki vímu- efna, heldur að þau lifi heil- brigðu lífi og hafi styrk og for- sendur til að hafna líferni sem rýrir lífsgæði þeirra. Leiðarsljós forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar er: „Að skapa öllum börnum og ung- mennum uppeldisaðstæður og umhverfi sem eflir sjálfstraust þeirra og sjálfsmynd, sem ein- kennist af samkennd og býr yfir viðeigandi stuðningsúrræðum þegar þörf krefur.“ Í forvörnum eru margir sam- verkandi þættir sem skipta máli og er samstarf eitt af lykil- þáttum. Í öllum hverfum borgar- innar eru samstarfs- og sam- ráðshópar starfandi á sviði forvarna. Víða eru samstarfs- hópar og samtök sem beita sér í forvörnum en alltaf má gera betur. Allir þessir aðilar þurfa að taka höndum saman og efla enn frekar það samstarf sem fyrir er, við foreldra, milli stofn- ana, frjálsra félagasamtaka og einkaaðila. Í áðurnefndri samantekt var ein ábending svohljóðandi: „For- varnir eru snilld, því að við skipt- um máli.“ Þetta er viðhorf sem skiptir máli, öll börn og ung- menni þurfa að fá að alast upp í þeirri vissu að þau skipti máli. Höfundur er verkefnastjóri á Velferðarsviði Reykjavíkur- borgar. STEFANÍA SÖRHELLER Þeir unnu einnig með spurn- ingar varðandi áfengisneyslu og hvernig hægt sé að stuðla að því að unglingar hefji ekki neyslu á unga aldri. Össur ósammála? Kl. 15 hófst fundur á Alþingi á óundir- búnum fyrirspurnum til ráðherra þar sem ég spurði Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, út í skoðun hans á ummælum Þórunnar Sveinbjarnar- dóttur, umhverfisráðherra, um að ekki séu forsendur nú til að ræða um hvort viðhalda eigi íslenska ákvæðinu í Kyoto-bókuninni. Það sem vakti athygli í svörum Össurar var að hann lét vera að taka undir ummæli Þórunnar, þ.a væntanlega styður hann þau ekki. Siv Friðleifsdóttir siv.is Áhrifalaus meistari Svo langt er liðið frá hátíð Jónasar Hallgrímssonar, að gæsahúðin er farin að sléttast. Menntavitar tóku til máls og spúðu froðu yfir mannskapinn. Í hefðbundnum stíl viðurkenndra skóla- ritgerða. Munurinn á málfari þeirra og skáldsins skar í augu. Tveimur spurning- um er í huga mínum ósvarað: Hvernig gat langt leiddur alkóhólisti ort svona vel? Viðurkennda ævisagan er langt leidd af meðvirkni og skilur ekki, að mikill ferðadugnaður er eitt einkenna alkóhólisma. Hin spurning mín er nær- tækari: Hvernig stendur á, að þjóð, sem elskar skáldið sitt svona heitt, hefur alls ekkert getað lært af því? Jónas Kristjánsson jonas.is Áfram Valur Kara tók á móti mér við innganginn og fór með mig í glæsilegt móttökuher- bergi Gummersbach þar sem boðið var upp á mat og drykk auk þess sem útsýni var gott yfir leikvöllinn. Höllin tekur um 19 þúsund manns í sæti og er afar tilkomumikil. Seinni hálfleikur var rétt hafinn og Valur var nokkrum mörkum undir. Ég sá að tengdasonur- inn var í stuði og skoraði ein 3 mörk á meðan ég horfði á leikinn. Vissulega tapaði Valur í þessum leik en kannski var ekki við öðru að búast. Til þess að forðast allan misskilning þá stóð ég með Val þó að ég horfði á leikinn úr herbúðum Gummersbach. Valgerður Sverrisdóttir valgerdur.is Litbrigði galdranna - Terry Pratchett - ,,Einn fyndnasti og besti rithöfundur Bretlands” The Independent Sorpkvarnir Minna sorp - betri lykt Verð frá kr: 24.900 Léttu þér lífið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.