Fréttablaðið - 22.11.2007, Side 74

Fréttablaðið - 22.11.2007, Side 74
46 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 20.30 Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson les upp úr nýútkominni ljóðabók sinni Hjartaborg og úr ýmsum eldri verkum sínum í bókaversluninni Iðu, Lækjar- götu 4, í kvöld kl. 20.30. Sigurður Flosason verður honum til fulltingis á saxófón. Verk tveggja virtra íslenskra tón skálda, þeirra Jóns Leifs og Páls Ísólfssonar, fá að óma á tónleikum í Laugarneskirkju á morgun. Á tónleikunum syngur Gerður Bolladóttir sálma og lög við undirleik þeirra Jóns Bjarnasonar, organista í Seljakirkju, og Júlíönu Rúnar Indriðadóttur píanó- leikara. Gerður er jafnframt hugmyndasmiður tónleikanna og hefur séð um alla skipulagningu þeirra. „Ég fékk þá hugmynd að leika verk eftir þessi tvö merku tónskáld á einum og sömu tónleikunum. Þeir Jón Leifs og Páll Ísólfsson voru samtímamenn og líkast til áhrifamestu íslensku tónskáldin á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Því þótti mér merkilegt hve sjaldan tónlist þeirra hafði verið leikin hlið við hlið á tónleikum, ekki síst vegna þess að gaman er að bera þá saman. Þeir voru ákaflega ólík tónskáld; Páll var mikill meistari í orgelleik og einn af fyrstu Íslendingunum sem hlaut ítarlega menntun í þeirri list. Tónverk hans eru frekar hefðbundin og rómantísk. Svo samdi Jón Leifs þessi óvenjulegu tónverk sem þó hafa afar íslenskan blæ. Hann var ómstríður framúrstefnumaður og er enn deilt um hvort hann hafi verið snillingur eða sérvitringur.“ Dagskráin á tónleikunum verður blanda af verkum eftir þessi tvö tónskáld, en verkin eru öll með trúar legum blæ. „Við hefjum leikinn á fimm sálmum eftir Pál. Þeirra á meðal verða bæði sálmar sem Páll samdi við texta Davíðs Stefánssonar og svo flytjum við líka jólasálm við texta Freysteins Gunnarssonar. Þessi sálmur hefur afar sjaldan verið fluttur og því gaman að leyfa honum að heyrast. Úr smiðju Jóns Leifs leikum við þrjú kirkjulög við ljóð eftir Hallgrím Pétursson og fremur ómstrítt og óvenjulegt Faðirvor, en texti þess er samnefnd bæn,“ segir Gerður. Tónleikunum lýkur svo á flutningi tónlistar Páls Ísólfssonar við sex vers úr Ljóðaljóðunum sem koma fyrir í Gamla testamentinu. Gerður segir verkið vera fallegan óð til ástarinnar. „Ljóðaljóðin fjalla um ástina eins og hún kemur fyrir í mannlífinu í öllum sínum margbreytilegu myndum. Ég hef sérstaka ánægju af að flytja þessa tónlist, ekki síst vegna þess hve skáldskapurinn er magnaður.“ Tónlistarunnendur ættu ekki að láta þessa forvitni- legu tónleika fram hjá sér fara enda tækifæri til þess að heyra tónlist eftir tvö af okkar ástsælustu tónskáldum. Tónleikarnir hefjast annað kvöld kl. 20.30 og er miðaverð 1000 kr. Miðasala fer fram við innganginn. vigdis@frettabladid.is Tvö íslensk tónskáld ÍSLENSK TRÚARLEG TÓNLIST Júlíana Rún Indriðadóttir píanóleikari, Jón Bjarnason organisti og Gerður Bolladóttir söngkona. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vel ber í veiði fyrir áhugafólk um sögu okkar örsmáu þjóðar í dag kl. 17 en þá heldur Ragn- heiður Traustadóttir fornleifafræðingur fyrirlestur um fornleifauppgröft og rannsóknir að Hólum í Hjaltadal á vegum Minja og sögu. Í fyrirlestrinum fjallar Ragnheiður um forn- leifauppgröft og rannsóknir á Hólum í Hjaltadal og sýnir myndir frá uppgreftrinum. Ragnheiður talar af mikilli þekkingu enda er hún stjórnandi Hólarannsóknarinnar. Að rann- sókninni koma innlendir og erlendir sérfræð- ingar úr flestum greinum menningarsögulegra rannsókna. Markmið Hólarannsóknarinnar er meðal annars að fá heildarmynd af þróun staðarins og svæðinu umhverfis hann og enn fremur að afla nýrra gagna um sögu Íslands og samskipti Íslendinga til forna við umheiminn. Hólar í Hjaltadal voru höfuðstaður Norðurlands um aldir. Þar var biskupsstóll og fræðasetur og því gefur auga leið að staðurinn geymir í jörðu miklar upplýsingar um sögu kirkju og þjóðar. Ragnheiður starfaði við Þjóðminjasafn Íslands frá árinu 1994 til 2006, Árbæjarsafn og Byggðasafn Skagfirðinga. Hún lauk fil.kand. prófi frá Stokkhólmsháskóla og er í meistaranámi við háskólann í Uppsölum. Fyrirlesturinn fer fram í Þjóðminjasafninu og er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. - vþ Fjallað um fornminjar og rannsóknir FORNLEIFAUPPGRÖFTUR Á HÓLUM > Ekki missa af... Fjórða Súfistakvöldi vetrarins sem fer fram í kvöld á sam- nefndu kaffihúsi í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Einar Már Guðmundsson, Sigrún Eldjárn, Unnur Jökuls- dóttir og Pétur Blöndal lesa úr nýútkomnum bókum sínum sem verða á tilboði í tilefni kvöldsins. Upplesturinn hefst kl. 20. Þjóðleikhúsið um helgina Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Frelsarinn Gestasýning fim. 22/11 Hamskiptin Lau. 24/11 örfá sæti laus Konan áður Lau. 24/11, sun. 25/11 Skilaboðaskjóðan Fös. 23/11, örfá sæti laus, sun. 25/11 (tvær sýn.) uppselt Barnasýningin Gott kvöld Sun. 25/11 Óhapp! Lau. 24/11 örfá sæti laus Hjónabandsglæpir Fös. 23/11 uppselt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.