Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 77
FIMMTUDAGUR 22. nóvember 2007 49
Crossing Border-hátíðin í Den
Haag býður upp á íslenskt
baðstofukvöld nú á föstudaginn
kemur. Markmið hátíðarinnar er
að leiða saman tónlist, bókmennt-
ir og kvikmyndagerð og á hverju
ári býður hún tveimur rithöfund-
um að setja saman dagskrá sem
fangar kjarnann í list heimalands
þeirra. Að þessu sinni fólu þeir
skáldinu Sjón að velja saman
listamenn frá Íslandi.
Með íslenska veturinn og
baðstofuskemmtanir sem
útgangspunkt sinn stefnir
hann saman nokkuð
myrkum en áhrifamiklum
listamönnum. Fyrstan
má nefna rithöfundinn
Guðberg Bergsson
sem mun lesa úr sögu
sinni Svanurinn.
Söngvaskáldið Ólöf
Arnalds kemur
fram og flytur
tónlist af rómaðri
hljómplötu sinni Við
og við. Sigurður
Guðjónsson
myndlistarmaður
sýnir kvikmynd sína Bleak við
lifandi undirleik. Jesse Ball og
Þórdís Björnsdóttir lesa úr bók
sinni Vera and Linus.
Enn er ónefnd nútímatónlist-
arsveitin Adapter sem flytur
verk eftir Atla Ingólfsson og
Asmus Traucht og frum-
flytur ásamt Ásgerði
Júníusdóttur nýtt
verk eftir Þuríði
Jónsdóttur sem
nefnist „Í dag er
kvöld“. Verkið er
samið við ljóð eftir
Guðberg Bergsson
og var samið
sérstaklega fyrir baðstofukvöldið
í tilefni af 75 ára afmæli skáldsins.
Skipuleggjandi kvöldsins,
sjálfur Sjón, les þvínæst úr sögu
sinni Skugga-Baldur. Kvöldinu
lýkur með leik hljómsveitarinnar
Ghostigital.
Dagskráin er sannarlega
spennandi og er það ljóst að allir
íslenskir listunnendur vildu
eflaust vera staddir í Den Haag
nú á föstudagskvöldið. - vþ
Myrkt og íslenskt baðstofukvöld
ÞÓRDÍS BJÖRNSDÓTTIR Einn
þeirra listamanna sem koma
fram á hátíðinni.
SJÓN Skáldið
fékk að velja
íslenska
listamenn á
Crossing Bor-
der-hátíðina.
BERGLIND MARÍA TÓMASDÓTTIR
Umsjónarmaður Hlaupanótunnar.
Útvarpsþátturinn Hlaupanótan,
sem er á dagskrá Rásar 1, og 12
Tónar bjóða til tónleika í húsnæði
verslunar innar á Skólavörðustíg 15
á morgun.
Þar mun stíga á svið tónlistar-
maðurinn hæfileikaríki Davíð Þór
Jónsson. Hann leikur tónlist sína
fyrir gesti og gangandi og ekki síst
fyrir hlustendur Rásar 1 sem heyra
beint frá tónleikunum að fjögur-
fréttum loknum.
Tónleikarnir hefjast stundvíslega
kl. 16.13 og standa til kl. 17.
Aðgangur er ókeypis og eru allir
velkomnir. - vþ
Útvarpað frá
tónleikum
Fréttir hafa birst hér í Fréttablað-
inu af því að Flood, samstarfsmað-
ur U2, sitji nú með Sigur Rósar-
mönnum við upptökur á nýju efni.
Þeir eru horfnir úr Álafosskvos-
inni og sestir að í hljóðveri þeirra
Orra og Dags Kára í Alliance-
húsinu við Ánanaust. Það er
orðinn býsna hip-staður eftir að
Saltfélagið var sett þar upp og
húsinu bjargað af Reykjavíkur-
borg og Ingunni Wernersdóttur.
- pbb
Sigur Rós í
Alliance
Paul Wasserman, fyrrverandi
upplýsingafulltrúi The Rolling
Stones, Bob Dylan og The Who, er
látinn, 73 ára að aldri. Wasser-
man, sem var þekktur undir
nafninu Wasso, starfaði í fjörutíu
ár í bransanum og þótti afar
góður í sínu fagi. „Hann var
mikilvægasti upplýsingafulltrúi
rokkara í bænum,“ sagði tónlistar-
gagnrýnandinn Robert Hilburn í
viðtali við The Los Angeles
Times. „Hann var frábær ráðgjafi
og hjálpaði rokkinu að öðlast
meiri virðingu. Honum tókst
einhvern veginn að færa rokkið
til meginstraumsins.“ Á meðal
fleiri kúnna Wasserman voru
Paul Simon, Neil Diamond, Tom
Petty og James Taylor.
Rokkráðgjafi
Stones látinn
Kringlunni • sími 553 3536
22. nóvember - uppselt
23. nóvember - uppselt
30. nóvember - uppselt
1. desember - uppselt
7. desember - uppselt
8. desember - uppselt
Auglýsingasími
– Mest lesið