Fréttablaðið - 22.11.2007, Side 80

Fréttablaðið - 22.11.2007, Side 80
52 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Nýr vefur » Á hvað ert þú að hlusta? „Sextán og þú skalt sjá mig í bíó...“ - 16, Grafík, Höf: Helgi Björnsson > FRUMSÝND UM HELGINA Grínkóngurinn Steve Carell leikur aðalhlutverkið í gamanmyndinni Dan in Real Life en hún fjallar um dálkahöfund sem verður ástfanginn af kærustu bróður síns. Juliet Binoche og Emily Blunt auk Dane Cook styðja við Carell. Framleiðendur 22. Bond-myndar- innar er komnir á fullt, þokkagyðj- an Jewel hefur verið nefnd sem næsta Bond-pía og nú bendir allt til þess að Mathieu Amalric verði næsti þrjótur sem leyniþjónustu- maðurinn þarf að kljást við. Amalric er franskur að uppruna og virðast Fransmennirnir vera brjóta sér leið inn í illmennabrans- ann í Bandaríkjunum, kannski ekki að undra enda hefur löngum andað köldu á milli Kanans og Frakkanna eftir að hinir síðar- nefndu neituðu að styðja Írak- stríðið. Amalric gæti orðið á hvers manns vörum eftir næstu Óskars- verðlaun en hann hefur verið sterklega orðaður við styttuna góðu fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni The Diving Bell eftir Julian Schnabel. Illmennið í Bond NÆSTI ÞRJÓTUR? Mathieu Amalric þykir líklegur til að verða næsta Bond-illmenni. Kvikmyndanjörðum þykir fátt jafn skemmtilegt og að búa til topplista yfir það besta og það versta í bíó- myndum. Kvikmynda vefur Empire tilnefndi nýlega verstu glæpamenn sögunn- ar á hvíta tjaldinu og hinum versta þeirra allra tókst næstum því að murka lífið úr John McClane. Athygli vekur að nostalgían er allsráðandi á lista kvikmynda- vefjarins því „ný“ illmenni lúta í lægra haldi fyrir þeim sígildu. Sá yngsti er væntanlega Danny Ocean í meðförum George Cloon- ey enda þótt sá hafi nú verið hálf- gerður Hrói höttur, skaut ekki úr byssu og misþyrmdi bara auð- jöfri í spilavíti með því að ræna hann aleigunni. Danny kemst engu að síður í fimmtánda sætið og skýtur þar öðru „nýju“ ill- menni ref fyrir rass en það er raðmorðinginn John Doe úr hryll- ingstrylli Davids Fincher sem Kevin Spacey túlkaði á eftir- minnilegan hátt. De Niro tvisvar Topp tíu listinn er ákaflega merki- legur og hefst á sjálfum Tony Montana eða Scarface. Al Pacino var stórkostlegur í hlutverki þessa smávaxna dópsala sem lýkur ævi sinni eftir ótrúlegan skotbardaga á kókaíni. Í níunda sæti lista Empire er síðan að finna góðkunningja lögreglunnar, nefnilega hinn smáa og ákaflega skapbráða Tommy DeVito úr GoodFellas. Joe Pesci tókst þar loksins að nýta sína skræku rödd. Í áttunda sætinu er Jules Winnfield úr Pulp Fiction sem skaut Samuel L. Jackson loksins á toppinn og sjöunda sætið vermir sjálfur Al Capone en eins og frægt er orðið lifði Robert De Niro ein- göngu á hamborgurum fyrir þá rullu sína. Í sjötta sætinu eru hjónakornin Clyde Barrow og Bonnie Parker sem Warren Beatty og Fay Dunaway gerðu nánast ódauðleg og rétt fyrir ofan þau er Neil McCauley og þar er De Niro aftur á ferðinni en að þessu sinni úr Heat eftir Michael Mann. Kevin Spacey á einnig tvær persónur á listanum því í fjórða sæti lista Empire yfir versta glæpalýð kvikmynda- sögunnar er Verbal Kint, hinn hraðlygni glæpaforingi sem dró heilt lögreglulið á asnaeyrunum í Usual Suspect. Þjófur slær út mannætu Bronsverðlaunin fær hins vegar mannætan Hannibal Lecter og þá fyrir frammistöðu sína í Silence of the Lambs. Anthony Hopkins þurfti ekki að vera lengi í mynd en á einhvern undarlegan hátt hékk ára hans alltaf yfir Clarice Sterling og leit hennar að Buffalo Bill. Þau eru ófá sígild atriðin úr þessari sígildu kvikmynd Jonat- hans Demme og Lecter verður að öllum líkindum einhver elskað- asta mannæta kvikmynda- sögunnar fyrr og síðar. Silfurverðlaunin falla í skaut Vitos Corleone, mafíuforingjans sem öllu réði í New York. Per- sónusköpun Marlons Brando er orðin að hálfgerðri goðsögn í kvikmyndaheiminum, bómullin sem fyllti kjaftinn og þessi óskiljanlega rödd eru einfaldlega hluti af kvikmyndasögunni. Tvær fyrstu Godfather-myndirnar eru án nokkurs vafa einhverjar bestu kvikmyndir sögunnar og þrátt fyrir að ferill leikstjórans Francis Ford Coppola sé nánast fallinn í gleymskunnar dá verður hans alltaf minnst fyrir kvikmynda- þríleikinn um Corleone-fjöl- skylduna. Sá sem hampar hins vegar titlinum „versta illmenni sögunnar“ að mati kvikmynda- vefs Empire er enginn annar en Hans Gruber, hin ofurgáfaði og málglaði þjófur sem komst nær því en nokkur annar að leika á sjálfan John McClane. Alan Rick- man fór gjörsamlega á kostum í hlutverki þessa harðsvíræða glæpamanns sem reyndist vera fyllilegur jafningi lögreglu- mannsins frá New York og virtist hafa einstaklega gaman af því sem hann var að gera. Sem er jú grundvöllurinn að velgengni í öllu. Gruber varð þó að láta sér lynda að falla niður af efstu hæð Nakatomi-byggingarinnar en þá hafði honum tekist að koma tveimur FBI-fulltrúum fyrir katt- arnef og sprengja þakið á háhýs- inu, sem verður að teljast ansi gott dagskverk. freyrgigja@frettabldid.is Gruber verstur allra OFARLEGA Tony Scarface Montana kemst ofarlega á lista yfir verstu þrjóta kvik- myndasögunnar. SÖGULEGT HLUTVERK Marlon Brando tróð bómull upp í sig og skapaði einhverja eftirminnilegustu persónu kvikmyndasögunnar fyrr og síðar. MANNÆTAN VINSÆLA Hannibal Lecter verður að öllum líkindum einhver elsk- aðasta mannæta kvikmyndasögunnar. JIBBÍ Gruber tókst næstum því ætlunarverk sitt en var stöðvaður af John og Holly McClane. Hollywood hefur aldrei leiðst að rúlla út rauða teppinu og bjóða prúðbúnar stjörn- urnar velkomnar að viðstöddum ljósmynd- urum og aðdáendum. En nú gæti verkfall handritshöfunda sett strik í reikninginn. Kvikmyndabiblían Variety greinir frá því að menn hafi áhyggjur af næstu Óskarsverðlaunum og Golden Globe enda sé þar rík hefð fyrir því að brugðið sé á leik með þeim sem afhenda verðlaunin. Þær línur eru víst allar fyrirfram ákveðnar af teymi handritshöfunda og því ljóst að ef verkfallið heldur áfram verða stjörnurnar að leika af fingrum fram. Og þá hefur ekki verið minnst á þau vandræði sem skapast fyrir kynni Óskars- ins, Jon Stewart. Hann getur ekki verið með þáttinn sinn sökum verkfallsins og því ólíklegt að hann gæti flutt „vönduð“ gamanyrði um stjörnurnar í byrjun Óskarsverðlaunanna eins og venjan er. Fyrsta verðlaunahátíðin sem haldin verður á meðan verkfallið stendur er Sunday American Music Awards og ætlar kynnir hennar að notast við skrýtlur sem skrifaðar voru fyrir viku. Og angar verkfallsins virðast þegar vera farnir að teygja sig inn í kvikmynda- heiminn því sífellt fleiri kvikmyndum hefur verið frestað, nú síðast bættust við kvikmyndirnar Shantaram með Johnnny Depp og Nine með Javier Bardem og Penolope Cruz í hópinn með Pinkville Olivers Stone og Englum og djöflum Rons Howard sem báðum tveim hefur verið ýtt aftar í goggunarröðina. Verðlaunahátíðir í vandræðum FRESTAÐ Nýjustu mynd Johnnys Depp, Shantaram, hefur verið frestað vegna verkfallsins. EKKERT GAMANMÁL Jon Stewart getur ekki verið með þáttinn sinn sökum verkfallsins og ætti því að eiga erfitt með að segja brandara á Óskarnum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.