Fréttablaðið - 22.11.2007, Síða 82

Fréttablaðið - 22.11.2007, Síða 82
54 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is Skiptu … … einhverjum af eftirrétt- um næsta mánaðar út fyrir góðan kaffi- drykk. Það má blanda kryddi eins og kanil, múskati og kardimommum í kaffið, ásamt sykri. Þeytið svo rjóma með dálitlum flórsykri og skvettu af líkjör og eftirrétturinn verður ljúffeng tilbreyting frá smákökunum. Hvaða matar gætirðu síst verið án? Það er íslenska lambakjötið. Og svo hrein ab-mjólk. Besta máltíð sem þú hefur fengið: Íslenskt lífrænt lambakjöt sem ég keypti af bónd- anum á Brekkulæk fyrir jólin í fyrra. Það koma engin aukaefni nálægt því kjöti og þetta er bragð- gott og dásamlegt kjöt sem bráðnar uppi í manni, besta kjötið sem ég hef fengið síðan að ég var lítil. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Ég er ekki hrifin af þorramatnum. Mér finnst ekkert gott og ekkert eftirsóknarvert við hann. Þetta var fínt í gamla daga þegar fólk hafði ekki möguleika á að fá nýmeti, en ég sé enga ástæðu til að borða þetta núna. Leyndarmál úr eldhússkápnum? Ég á dásamlega pönnu sem mér áskotnaðist frá bróður mínum og mágkonu. Það er svona rönd í pönnunni sem maður setur smá olíu ofan í, og svo steikir maður það sem maður vill. Það er allt gott sem kemur af henni, sama hvort það er grænmeti eða egg. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Ég er náttúrlega algjör sælgætisgrís og hef komist upp á bragðið með að kaupa lífrænt súkkulaði í heilsubúðum. Svo eru lífrænar gulrætur frá Hæðarenda þvílíkt lostæti að meira að segja barnabörnin byrja á að spyrja um þær þegar þau koma. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Gulrætur, hreina ab-mjólk, lífræn epli og eplasafa, sýrðan rjóma og grænmetissafa. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Ég geri ráð fyrir að það sé hreint og gott vatn þar. Þá tæki ég með mér kaffikönnu og pönnuna góðu. Svo steiki ég bara það grænmeti sem þar er að finna. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað? Froskalappir. Þetta er svo lítill og rándýr réttur. Ég skildi ekki af hverju væri verið að drepa alla þessa froska til að reyna að seðja fólk. Mér fannst þetta ekkert vont, en hefði bara frekar viljað hnetur. MATGÆÐINGURINN LILJA GUÐRÚN ÞORVALDSDÓTTIR LEIKKONA Ekkert eftirsóknarvert við þorramat Smákökutíminn nálgast óðfluga dag frá degi. Þeir sem eru ekki alveg tilbúnir í vanilluhringi og súkkulaðibombur geta hins vegar þjófstartað með biscotti-kökunum ítölsku. Biscotti þýðir eiginlega tvíbaka á ítölsku, og kemur til af því að kökurnar eru einmitt bak- aðar tvisvar. Fyrir vikið eru þær þurrar að gerð, enda ætlaðar til þess að dýfa í vín eða kaffidrykki. Af sömu ástæðu geymast þær ansi vel og voru því á árum áður hluti af nestispökkum sjómanna í lang- ferðum. Biscottideigið er fyrst bakað í lengju. Þá er það kælt, skorið ská- hallt til að búa til aflangar kökur, og þær svo bakaðar áfram. Bis- cotti voru upprunalega bragðbætt- ar með möndlum en í dag eru þær til í mun fjölbreyttari útgáfum: með súkkulaðibitum, hnetum, fræjum, kryddi eða þurrkuðum ávöxtum. Á netinu er að finna ara- grúa af uppskriftum að kökunum, meðal annars á matseld.is, fyrir þá sem ekki leggja í að þýða úr ensku. Þar sem kökurnar geymast vel og lengi, sérstaklega þær sem ekki innihalda smjör, er ekki heldur úr vegi að eiga þær innan seilingar í tækifærisgjafir á aðventunni. Fallegur poki af heimabökuðum biscotti og gott kaffi ætti að gleðja hvaða gest- gjafa sem er. - sun Ítalskar tvíbökur Bæklingur um hátíðarvín er nú fáanlegur í Vínbúðum landsins. Í honum er að finna uppýsingar sem ættu að auðvelda mörgum val á víni með hátíðamatnum, sem margir leggja mikið upp úr. Vínin eru flokkuð niður eftir því hvaða hráefni á að nota í eldamennsk- una, og þar er að finna uppástungur að drykkjum með fiski, lamba- eða nautakjöti, villibráð, reyktu kjöti eða ljósu. Í bæklingnum er þar að auki að finna uppástungur að fordrykkjum og eftirréttavínum, sem fá kannski að sitja á hakanum á öðrum tímum árs og því eflaust einhverjir sem fagna því að fá smá hjálp að halda í þeim efnum. Leiðbeiningar um hátíðarvín ársins ÞJÓFSTARTAÐ MEÐ BISCOTTI Ítölsku biscotti-kökurnar geymast vel og henta því vel í ýmiss konar tækifærisgjafir á aðventunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÁBENDINGAR UM VAL Á VÍNI Í Vínbúðum landsins er nú hægt að nálgast bækling með leiðbeiningum um val á hátíðarvíni. NORDICPHOTOS/GETTY Veitingastaður Agnars Sverrisson- ar og Xavier Rousset í London, Texture, hefur hlotið afar góðar viðtökur frá því að hann var opnaður í byrjun september. Á síð- ustu vikum hafa dagblöð ytra birt hvern frábæran dóminn á fætur öðrum og hefur veitingastaðurinn hlotið fjórar stjörnur af fimm í bæði Independent og Evening Standard. „Dómarnir hafa verið að koma í þessari viku og þeirri síðustu. Um daginn vorum við svo kosnir besti nýi veitingastaðurinn í Bretlandi árið 2007, og komumst líka á lista yfir topp tíu bestu veitingastaðina í landinu,“ segir Agnar, sem er eðli- lega afar ánægður með móttökurnar. „Þetta gengur betur en við þorðum að vona, sem er alveg meiri háttar. Það er fullt hjá okkur á hverju kvöldi,“ segir hann. Agnar segir þá Xavier vera farna að velta framhaldinu fyrir sér og er ekki frá því að þeir muni færa út kvíarnar. „Við ætlum að reyna að koma Texture almennilega á legg áður, en það gæti eitthvað farið að gerast eftir svona ár,“ segir hann. „Við höfum talað um svipaðan stað, með léttara sniði. Það yrði stærri staður sem tæki fleira fólk í sæti, með meiri barstemningu, kampa- vín og léttum mat. Hann yrði opinn allan daginn,“ segir Agnar. Texture er að finna á 34 Portman Square í London. Texture fær frábæra dóma FRAMAR VONUM Agnar Sverrisson, annar eigenda veitingastaðarins Texture, segir viðtökur hans hafa verið framar vonum. Karen Mellk og fjölskylda hennar halda þakkar- gjörðardaginn hátíðlegan á hverju ári, með tilheyrandi veislumáltíð. Hann ber upp á daginn í dag. Karen á íslenska móður en ólst upp í Bandaríkjunum ásamt syst- kinum sínum tveimur. „Mamma og pabbi áttu sumarhús hér og við komum alltaf hingað á sumrin,“ segir Karen, sem flutti til landsins árið 1979. „Við komum hingað eitt á eftir öðru, og móðir okkar líka eftir að pabbi lést. Nú búum við öll hér,“ segir hún. Fjölskyldan hefur því haldið upp á þakkargjörðardaginn í um tut- tugu ár. „Okkur fannst þetta gott tækifæri til að hittast og til að halda í þessa skemmtilegu hefð. Í Bandaríkjunum flýgur fólk lands- hluta á milli til þess að vera saman á þessum degi, sem það gerir ekki einu sinni á jólunum,“ segir Karen. „Þetta er svo falleg hátíð, hún tengir fólk saman án þess að blanda trú inn í það. Það finnst mér alveg yndislegt,“ bætir hún við. Karen og fjölskylda nota sömu uppskriftirnar á hverju ári, sem flestar eru með hefðbundnu sniði. „Það er vissulega mikil fjölbreytni í þessu hjá Bandaríkjamönnum, en kjarninn er yfirleitt alltaf kalkúnn, sætar kartöflur, villihrís- grjón, grasker og trönuberjasósa,“ útskýrir Karen. Hún deilir hér meðal annars uppskrift að kart- öflurétti fjölskyldunnar, sem hún segir jafngilda brúnuðum kartöflum á íslenskan máta. „Hann er mjög sætur,“ segir hún og kímir. Þó að hátíðina beri upp á daginn í dag ætlar Karen að bjóða til veislu um helgina, enda er dagur- inn ekki frídagur hér á landi. Hún á von á um sautján matargestum á sunnudag og er því að hefjast handa við undirbúning. „Þetta er léttur undirbúningur í nokkra daga. Og svo þarf að skreyta húsið, það er oft mikið lagt upp úr því að punta,“ segir hún og hlær. Hitið ofn í 170 gráður. Þeytið saman kartöflur, smjör og sykur í hrærivél, þar til blandan er frekar slétt. Bætið ananasi út í og kryddið eftir smekk. Hellið blöndu í smurt eldfast mót og bakið í um 45 mín. Takið mótið úr ofninum nokkrum mínútum fyrir framreiðslu og þekið yfirborðið með sykurpúðum. Ýtið þeim aðeins ofan í blönduna. Grillið við hærri hita í um 5 mín. eða þar til sykurpúðarnir eru vel brúnir. Fylgist vel með. Skorpulaust brauð skorið í ten- inga. Best er að skera það 2-3 dögum áður og geyma í plastpoka í kæli. Laukurinn steiktur í smjöri þar til glær. Bætið kryddi við, helst í duftformi, og blandið vel. Bætið í selleríi, sellerílaufi og eplum, eldið í 3-5 mínútur. Takið af hita og bætið brauði út í. Má bæta örlítilli mjólk út í ef blandan er of þurr. Karen mælir með að fyllingin sé útbúin deginum áður og geymd í kæli yfir nótt. Það sparar tíma og bragðið magnast. sunna@frettabladid.is Hefðbundin þakkargjörð SKREYTT FYRIR ÞAKKARGJÖRÐ Karen Mellk og fjölskylda hennar hafa haldið þakkargjörðardaginn hátíðlegan hér á landi í um tvo áratugi. Mikið er lagt upp úr því að skreyta húsið fyrir veisluhöldin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sætar kartöflur með sykurpúðum 2 kg sætar kartöflur, soðnar og afhýddar 1 bolli smjör 1 bolli púðursykur 1 dós ananaskurl með safa Kanill, negull, allspice eða engifer – notið ¼ til ½ tsk af 2-3 þessara krydda 1 stór poki sykurpúðar New England fylling fyrir 5 kg kalkún 2 brauðhleifar 2 bollar laukur, saxaður smátt 1 bolli smjör ¾ tsk timjan ¾ tsk salvía 1 msk salt 1-1/2 tsk hvítur pipar ¼ tsk lárviðarlaufsduft 2 bollar sellerí, saxað smátt 1 bolli sellírlauf, saxað gróft 1 bolli græn epli, gróft söxuð Smá mjólk ef þarf G O T T F O L K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.