Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 86
58 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR
Hvernig gerirðu konuna
þína hamingjusama?
Handbók Jóns Ásgeirs fyrir auð-
jöfrana í landinu. Rolls Royce,
teppalögð Fríkirkja og Hafnar-
húsið fyrir brúðkaupið og Ný
dönsk og Gus Gus spila fyrir
dansi eru bara brotabrot af því
sem auðmaðurinn þarf til að
gera konuna sína hamingjusama
og loksins vita þeir hvernig á að
gifta sig með stæl. Björgólfur
Thor skrifar formála um listina
að halda gott fertugsafmæli.
„Bókin á náttborðinu mínu.“
(Hannes Smárason)
Englar dauðans
Reykjavík. 2007. Nafnlausir menn hringja
inn í Ríkisútvarpið og Morgunblaðið og
greina frá verðsamráði lágvöruverðs-
verslana. Í kjölfarið hefst brjálæðisleg-
ur eltingarleikur forstjóra Bónuss og
Krónunnar við Engla dauðans, andlitslausa
og stórhættulega menn sem gætu upp-
ljóstrað einu mesta leyndarmáli íslensks
samfélags. Háspenna lífshætta og ekki
fyrir viðkvæma.
Það stefnir í metár í bókaútgáfu fyrir þessi jól og flóran
hefur sennilega aldrei verið jafn fjölbreytt. Á einhvern
undarlegan hátt virðast bókatitlarnir hins vegar hafa
ruglast en svo heppilega vill til að Fréttablaðið komst yfir
listann yfir rétta höfunda bókanna og innihald þeirra og
færir lesendum hér þá á silfurfati.
Réttu bækurnar, réttu höfundarnir
Kanye West kom fram á tónleikum
í París síðastliðinn laugardag, en
það var í fyrsta skipti sem hann
kom fram á opinberum vettvangi
frá því að móðir hans, Donda West,
lést. Tónleikagestir segja tón-
leikana og framkomu Kanyes hafa
verið afar hjartnæma. Í lok tón-
leikanna reyndi hann að tileinka
móður sinni lagið Hey Mama, en
gat ekki klárað setninguna.
„Hann bara brotnaði saman,“
segir einn tónleikagesta við
People. Annar skýrir frá því að
einn bakraddasöngvari, plötu-
snúðurinn og gítarleikari hafi
hópast að Kanye til að styðja við
bakið á honum. „Það leit út fyrir
að hann myndi brotna saman.
Hann gat ekki haldið áfram. Hann
stóð bara þarna í sviðsljósinu og
grét á meðan hljómsveitin hélt
áfram að spila,“ segir hann.
Tónleikagestir sýndu Kanye þá
stuðning sinn með hrópum
og dynjandi lófataki, þar
til hann hvarf af sviðinu
um stund. Þegar hann
sneri aftur flutti hann
lagið Stronger, við
góðar undirtektir gesta,
en textinn inniheldur
meðal annars línuna
„það sem drepur mig
ekki gerir mig sterk-
ari“. „Hann var mjög
stressaður, virtist hafa náð tökum
á sér en var mjög orkumikill.
Hann kallaði endurtekið til áhorf-
enda: „Ég þarfnast ykkar!“ og
áhorfendur kölluðu til baka. Þetta
voru töfrar,“ skrifar einn tónleika-
gagnrýnenda.
Kanye aflýsti tónleikunum sem
áttu að fara fram í Amsterdam í
gær og hugðist í staðinn snúa
aftur til Bandaríkjanna.
Jarðarför Dondu West fer
fram í Oklahoma City í dag.
Hjartnæmir tónleikar Kanye
BROTNAÐI SAMAN Kanye West
kom fram á hjartnæmum
tónleikum í París, viku eftir að
móðir hans lést. Jarðarför hennar
fer fram í Oklahoma í dag.
Frumsýningu kvikmyndarinnar
Angels & Demons, sem er fram-
hald hinnar vinsælu The Da Vinci
Code, hefur verið frestað um hálft
ár vegna verkfalls handritshöfunda
í Hollywood.
Bæta þarf handrit myndarinnar
og því hefur frumsýningunni verið
frestað frá jólum á næsta ári
þangað til í maí 2009. Tvær vikur
eru síðan handritshöfundarnir
fóru í verkfall vegna höfundar-
launa fyrir framlag sitt til DVD-
mynddiska og efnis á netinu. Við-
ræður þeirra við kvikmyndaverin
hefjast aftur 26. nóvember.
Óskarsverðlaunahafinn Akiva
Goldman, sem var verðlaunaður
fyrir A Beautiful Mind, er hand-
ritshöfundur Angels & Demons.
Fær hann ekki að bæta handritið á
meðan verkfallið stendur yfir.
Tom Hanks fer á ný með hlutverk
Robert Langdon í Angels & Dem-
ons, sem er byggð á skáldsögu
Dan Brown eins og The Da Vinci
Code. Leikstjóri er Ron Howard.
Framhaldi frestað
ROBERT LANGDON
Tom Hanks endurtek-
ur hlutverk sitt sem
Robert Langdon í
Angels & Demons.
Í felulitum
Kristinn H. Gunnarsson sýnir svo ekki
verður um villst að hann kann manna
best þá list að vera í felulitum. Frá
Alþýðubandalaginu yfir í Framsókn
og þaðan yfir til Frjálslyndra. Enginn
veit hvar Kristinn skýtur upp kollin-
um næst. Kannski í Vinstri grænum?
Sleggjan fer á kostum í þessari stór-
skemmtilegu bók.
Hliðarspor
Ótrúlegar reynslusögur Kastljóssfólks
sem á það til milli alvörugefinna við-
tala um magahjáveituaðgerð-
ir og lesblindu að ganga á
höndum baksviðs í stúd-
íóinu eða fara í spígat-
keppni rétt fyrir útsend-
ingu. Taugatrekkjandi
tryllir um loftfimleika-
fólk í sífelldri keppni
við klukkuna. „Við lærð-
um ótrúlega margt.“
(Vesturport)
Hnífur Steingríms
Fornleifafræðingurinn Björn Ingi Hrafnsson
kemst á snoðir um faldan fjársjóð á Arnarnes-
inu. Í ljós kemur að þetta er hnífur Steingríms
Hermannssonar sem hann notaði til að sprengja
ríkisstjórnina 1989. En Björn Ingi er ekki
einn um hituna því fast á hæla hans fylgja sjö
riddarar Bláu handarinnar. Ótrúleg spennusaga
sem gefur bókum Dan Brown ekkert eftir.
Huldufólk?
Dr. Gunni afhjúpar í þessari stórmerkilegu bók
leyndarmálið sem enginn vissi um en allir héldu að
hefði virkilega gerst. Hver er hugmyndin á bak við
Friðarsúluna? Er þetta merki fyrir geimverur?
Komu Yoko Ono og Ringo Starr einhvern tímann til
landsins? Hvaða huldufólk var þetta sem lét þjóðina
segja I Love You, I Love You?
„Ótrúleg opinberun. Dr. Gunni er Michael
Moore okkar Íslendinga.“ (Ástþór Magnússon)
Vasast í öllu
Ferðasaga
forseta
Íslands og
frúar. Frá
því að vera
viðstödd
samninga-
viðræður
um orku-
iðnað í að
fljúga
heims-
hornanna
á milli með auðjöfrum. Og frá
degi íslenskrar tungu til brúð-
kaups ársins. Forsetinn er allt-
af, alls staðar. Og frúin með.
Minnisbók
Fyrrverandi
borgarstjór-
inn Vil-
hjálmur Vil-
hjálmsson
gefur út bók
sem hann
man ekki
einu sinni
eftir að hafa
skrifað
sjálfur. Öll
minnisblöð-
in sem Villi sá aldrei og man
ekki eftir að hafa séð í þessari
stórskemmtilegu bók. Sem er
einstök í sinni röð enda byggð á
algjöru minnisleysi.
Leyndarmálið hans pabba
Börn Dags B. Eggertssonar
afhjúpa leyndarmálið á bak við
krullur borgarstjórans í máli
og myndum. Alveg einstaklega
persónuleg en um leið stór-
skemmtileg bók fyrir alla fjöl-
skylduna.
„Þetta veitti mér nýja sýn.
Dagur er brautryðjandi á þessu
sviði.“ (Þorgrímur Þráinsson)
Dauði trúðsins
Gísli
Marteinn
Baldursson
hefur aldrei
verið svona
einlægur.
Í þessari
mögnuðu
bók segir
hann frá
andláti
Eurovision-
kynnisins og spjallþáttastjórn-
andans Gísla Marteins sem
verður að alvöru stjórnmála-
manni í hita leiksins. Dauði
trúðsins er mögnuð reynslu-
saga næsta krónprins Sjálf-
stæðisflokksins.
„Dauði trúðsins snerti mig á
þann hátt sem engin bók hefur
gert. Gísli er ekki lengur
trúðurinn.“ (Logi Bergmann
Eiðsson)
Öll trixin í bókinni
Loksins, loksins. Davíð Oddsson veitir
ungu fólki sem gengur með stjórn-
málamanninn í maganum innsýn inn
í hvernig á að halda völdum
á Íslandi. 28 trix Davíðs er
eitthvað sem enginn stjórn-
málamaður má missa af og
þar er að finna skemmtilegar
frásagnir af því hvernig á að
stjórna stuttbuxnadeildinni,
byggja Perluna og Ráðhúsið
og skála í Bermúdaskálinni
og halda samt völdum. Að
ógleymdri smjörklípuað-
ferðinni sem er útskýrð
rækilega í lokatrixinu.
Davíð, eins og hann gerist
bestur.
„Þessa mun ég lesa, aftur
og aftur.“ (Sigurður Kári
Kristjánsson)
Óreiða á striga
Eyjólfur Sverrisson útskýrir
leikskipulag landsliðsins í þess-
ari 200 síðna bók sem ber nafn
með rentu. Óreiða á striga er
einstaklega einlæg frásögn
landsliðsþjálfarans sem tapaði
bæði fyrir Liechtenstein og
Lettlandi.