Fréttablaðið - 22.11.2007, Síða 88
60 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR
Half-Life 2: The Orange Box er einn
athyglisverðasti leikur sem hefur
komið út síðustu árin. Í stað eins
leiks, eins og vaninn er, færðu fimm!
Væntanlega færðu hvergi eins mikið
fyrir peninginn.
Half-Life nafnið ætti að vera
öllum aðdáendum fyrstu persónu
skotleikja vel þekkt. Fyrsti leikur-
inn kom út 1998 og gjörbreytti þess-
ari tegund leikja með flottri grafík
og gervigreind sem hafði ekki verið
upplifuð áður.
Half-Life 2 segir sögu Gordon
Freeman. Eftir að hafa verið týndur
í tæp 20 ár birtist hann í City 17 með
smá aðstoð hins dularfulla G-Man.
Heimurinn hefur breyst gríðarlega
á þessum tíma sem hann hefur verið
týndur, heimurinn var gjörsigraður
af Combine-geimverunum og allt
mannkynið er fast undir hæl þeirra.
Flest allt fólk býr í borgum sem eru
lítið annað en fangabúðir. Eins og
við er að búast breytir koma Freem-
ans miklu og er hún keðjuverkun á
mikilli uppreisn.
Þegar HL2 er búin bíða eftir þér
tveir aukapakkar sem halda áfram
sögu leiksins, Episode 1 fjallar að
mestu um flóttann úr City 17. Epis-
ode 2 byrjar að kanna söguna nánar
og svara ósvöruðum spurningum og
á sama tíma stilla upp hlutunum
fyrir Episode 3 sem á að koma út á
næsta ári og mun klára þessa sögu-
örk.
Eftir að hafa klárað þennan gríð-
arlega stóra einmenningspart bíður
eftir þér Team Fortress 2 sem er
fjölspilunarpartur Orange Box. TF2
eins og hann kallast er liðaskiptur
fjölspilunarleikur. Eitt af því sem
maður tekur eftir strax og maður er
kominn inn í TF2 er útlit leiksins,
það minnir helst á Pixar-mynd. Leik-
urinn er einn af betri netleikjum
sem völ er á í augnablikinu.
Til að klára þennan meiri háttar
pakka er í lokin Portal. Það er erfitt
að lýsa Portal án þess að spilla
honum. Best er að lýsa þessu sem
fyrstu persónu púsluleik með
óvæntum atburðum og skemmti-
legri sögu sem kemur verulega á
óvart. Til að leysa þrautir leiksins
hefur þú engin vopn heldur portal-
byssu sem býr til inngang og útgang,
síðan er það hugvit spilarans að
leysa þrautir leiksins og sleppa
lifandi. Sveinn A. Gunnarsson
Fimm leikir í einum pakka
TÖLVULEIKIR
Half-Life 2: The Orange Box
Pc, Xbox 360 og væntanlegur á Ps3
★★★★
Einn af betri leikjum ársins. Skyldu-
kaup.
Sara Karlsdóttir vill leiðbeina pipar-
sveinum landsins í gegnum gryfjurnar sem
geta leynst í eldhúsinu. Bókin sem hún er
með í smíðum verður mörgum eflaust gott
hjálpartæki í þeim efnum.
Matreiðslubókin Leiðarvísir piparsveinsins í
eldhúsinu skýrir sig sjálf að einhverju leyti. Henni er
ætlað að auðvelda piparsveinum lífið og leiða þá í
gegnum matseldina.
Deitréttir og þynnkumatur
„Þetta verður frekar alhliða matreiðslubók fyrir
stráka. Henni er skipt niður í flokka eins og deitrétti,
þynnkumat, heimsóknarmöns, fiskrétti, kjötrétti og
kokkteila,“ útskýrir Sara, höfundur og útgefandi
bókarinnar. „Uppskriftirnar verða allar mjög
auðveldar viðureignar og það verða góðar leiðbein-
ingar með þeim svo menn þurfa ekki að kunna mikið
fyrir sér í eldhúsinu til að nota þær,“ bætir hún við.
Sara hefur sjálf mikinn áhuga á matreiðslu og þykir
sérstaklega gaman að dekra við vini og vandamenn,
en hugmyndin að bókinni er eiginlega sprottin úr
slíku dekri. „Ég er að vinna á ferðaskrifstofu á
sumrin og vann með einum piparsveini sem var alveg
hræðilegur í að elda. Við tókum nokkrar kennslu-
stundir í vinnunni, þar sem er eldunaraðstaða, og ég
fór að skrifa niður uppskriftir til að gefa honum.
Hann var að kaupa sér íbúð og ég vildi líka leiðbeina
honum í að bjóða kvenmanni í mat og svona. Svo vatt
þetta upp á sig og við ákváðum að fara bara alla leið
og gefa út bók,“ útskýrir hún.
Flokkað eftir fegurð
Að bjóða draumadísinni í mat getur verið snúið en
Sara hefur fundið ráð við því. „Deitréttum er skipt
niður í nokkra flokka, eftir því hversu álitlegur
matargesturinn er. Réttirnir fara eftir því hvort
stelpan er allt í lagi, fín, eða algjör aðaldama,“ segir
Sara og hlær við. Allt-í-lagi stelpu er hægt að bjóða
upp á kjúkling í bbq-sósu og ís með marssósu en fín
stelpa fær ofnsteiktan lax og ávaxtaeftirrétt, sam-
kvæmt bókinni. „Ef þú ert kominn með aðaldömuna er
það hins vegar parmaskinkupitsa, humarpasta og Irish
coffee og eplapæ í eftirrétt,“ útskýrir Sara brosandi.
Karlvæn myndskreyting
Hún gefur bókina út sjálf, með aðstoð Jóns Sigurðar
Ingasonar, piparsveinsins heppna sem fékk fyrsta
eintakið. „Við ætlum að reyna að klára þetta eftir
áramót. Mér fannst spennandi að fá að gera þetta
alveg á mínum forsendum,“ segir Sara, sem hyggst
til dæmis ekki myndskreyta með matarmyndum.
„Það verður væntanlega eitthvað karlvænna, myndir
af sætum stelpum til dæmis,“ segir hún og hlær við.
Hjálpartæki piparsveinsins
Tim Kring, höfundur sjónvarps-
þáttarins Heroes, hefur beðið
aðdáendur sína í Bandaríkjunum
afsökunar á hægri byrjun annarr-
ar þáttaraðarinnar. Segir hann að
mistök hafi verið gerð varðandi
söguþráðinn en lofar að þátturinn
komist aftur á skrið.
„Við héldum að áhorfendur
vildu sjá það sama og í fyrstu
þáttaröð, að fylgjast með persón-
unum átta sig smám saman á hæfi-
leikum sínum. Þess í stað vildu
þeir adrenalín,“ sagði Kring. Sér
hann jafnframt eftir því að hafa
bætt rómantík við söguþráðinn.
„Þegar maður lítur til baka held
ég að rómantík passi ekki vel fyrir
þennan þátt.“
Mjög hefur dregið úr áhorfi á
Heroes í Bandaríkjunum og lenti
þátturinn nýverið í þrítugasta sæti
í áhorfskönnun. Búið er að sýna
átta þætti þar í landi og eru aðeins
þrír eftir þar til þáttaröðin klárast.
Framleiðsla á þeim þáttum hefur
legið niðri vegna verkfalls hand-
ritshöfunda í Hollywood.
Biður aðdáendur
Heroes afsökunar
Ungstirnið Mary-Kate Olsen var
lögð inn á sjúkrahús með sýkingu í
nýrum á dögunum. Hún var lögð
inn á sjúkrahús í New York og
kunnugir segja að leikkonan
þurfi að slappa af um tíma.
„Mary-Kate fékk nýrna-
sýkingu,“ sagði talsmað-
ur hennar, Nicole Caruso.
„Hún er að hvílast og
mun útskrifast á næstu dögum.“
Mary-Kate er aðeins 21 árs gömul
og lét nýlega hafa það eftir sér
í viðtali að hún væri við góða
heilsu. „Andlega, líkam-
lega. Mér líður ótrúlega
vel,“ sagði hún í septemb-
er síðastliðnum en þá var
hún að undirbúa sig fyrir
hlutverk í þáttunum Weeds.
„Talið við mig í næstu
viku, þá verður staðan
kannski önnur. En mér
líður mjög vel akkúrat
núna.“
Olsen-tvíburi
með nýrnasýkingu
MARY-KATE OLSEN Annar
Olsen-tvíburanna hefur
verið lagður inn á sjúkra-
hús með sýkingu í nýrum.
Leikkonan Nicole Richie er
greinilega bæði hjartahlý og
umhugað um náungann. Haldin
var stór veisla í Beverly Hills í
tilefni af því að hún á von á barni,
líkt og hefð er fyrir í Bandaríkj-
unum. Þemað var Galdrakarlinn
í Oz. Gestir komu að sjálfsögðu
með stórar og miklar gjafir en
Nicole ákvað að gefa þær til fjöl-
skyldna sem ekki hafa mikið á
milli handanna. „Hundrað fjöl-
skyldur fá að njóta þessa, það er
mjög sætt,“ sagði einn gestanna,
Rashida Jones, sem leikur í The
Office-þáttunum vestanhafs.
„Nú til dags eru allir að drukkna
í dóti. Við fáum svo mikið af
drasli að það er næstum synd.
Það er fallegt af Nicole að gefa
gjafirnar áfram til einhvers
annars sem þarf á þeim að
halda.“
Margir vinanna brugðu á það
ráð að koma ekki bara með eina
gjöf heldur tvær, eina fyrir
Nicole og eina fyrir unnusta
hennar Joel Madden, sem þau
gætu haldið eftir og aðra sem
þau gætu gefið öðrum. Hver
einn og einasti gestur kom til að
mynda með bók að gjöf svo hægt
væri að búa til bókasafn fyrir
barnið. Þó það nú væri.
Gaf fæðingargjafir barnsins
UMHUGAÐ UM FÁTÆKA Nicole Richie
gaf allar fæðingargjafir barnsins síns til
fátækra.
HEROES Fyrsta
þáttaröðin af
Heroes naut mikilla
vinsælda.
LEIÐARVÍSIR AUÐVELDAR LÍFIÐ Sara Karlsdóttir er með
matreiðslubók fyrir piparsveina í smíðum. Þar verður að finna
deitrétti, þynnkumat og fleiri nauðsynjar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
LA VIE EN ROSE
S T Ó R B R O T I N S A G A E D I T H P I A F
KV IKMYND EFT I R OL IV I ER DAHAN
MAR ION COT I L LARD
„STÓRKOSTLEGASTA UMBREYTING SEM FEST HEFUR VERIÐ Á FILMU;
MARION COTILLARD UMBREYTIST Á SÁL OG LÍKAMA
OG EDITH PIAF BIRTIST OKKUR LJÓSLIFANDI.
ÓSKARSVERÐLAUNAHAFI NÆSTA ÁRS ER FUNDINN!“
- STEPHEN HOLDEN, NEW YORK TIMES, 28. FEBRÚAR 2007
KLIPPIÐ HÉR!
- Ekkert hlé á góðum myndum
Ekkert hlé Minna af auglýsingum Engin truflun321
2 fyrir 1 allar frumsýningarhelgar gegn framvísun þessarar úrklippu.
www.graenaljosid.is - Skráning í Bíóklúbb Græna ljóssins margborgar sig
FRUMSÝND 15. NÓVEMBER Í REGNBOGANUM