Fréttablaðið - 22.11.2007, Side 94

Fréttablaðið - 22.11.2007, Side 94
 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR HANDBOLTI Íslandsmeistarar Vals mæta ungversku meisturunum í Fotex Veszprém í síðasta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeild- ar Evrópu í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda kl. 19.30 í kvöld. Vals- menn unnu síðasta heimaleik sinn í keppninni gegn Celje Pivovarna Lasko og eru því til alls líklegir gegn Ungverjunum. Valsmenn eiga sjálfir ekki möguleika á því að komast upp úr riðlinum en þeir geta aftur á móti haft talsverð áhrif á lokastöðu hans, því ungversku meistararnir þurfa að vinna leikinn gegn Val og treysta jafnframt á að þýska liðið Gummersbach vinni slóvenska liðið Celje Pivovarna Lasko í loka- umferðinni. Óskar Bjarni Óskars- son, þjálfari Vals, sagði sína menn hvergi bangna fyrir leikinn. „Það ríkir alltaf gríðarleg spenna og eftirvænting hjá okkur fyrir leikina í Meistaradeildinni og þessi leikur er engin undan- tekning,“ sagði Óskar Bjarni og kvað ungverska liðið geysisterkt. „Af þeim leikjum sem við höfum spilað í keppninni finnst mér Fotex Veszprém hafa verið erfið- asti mótherjinn, sem og erfiðasti útivöllurinn að spila á. Það var ótrúleg upplifun að spila ytra í sannkallaðri gryfju þar sem áhangendur liðsins taka mikinn þátt í leiknum og standa á öskrinu allan tímann. Þetta félag hefur líka mikla sigurhefð, bæði í heimalandinu og í Evrópu, en það varð síðast Evr- ópumeistari árið 2002 og ég held að þar séu þrettán af fimmtán manna kjarna sem spila reglulega með landsliðum,“ sagði Óskar Bjarni en kvað sína menn tilbúna í verkefnið. „Okkar styrkur felst í því að við höfum verið að spila á mörgum leikmönnum og ég tel að við verðum að halda því áfram. Öll pressan er á ungverska lið- inu og við sjáum bara til hvernig leikurinn þróast, en ég myndi gjarnan vilja að við myndum ná að stjórna hraðanum í leiknum og refsa þeim með hraðaupphlaupum þegar tækifæri gefast því Ung- verjarnir eru mun stærri og þyngri en við. Ég hef séð hvernig Meistaradeildarleikirnir hafa hjálpað okkur með að spila hraðari leik og það er mjög jákvætt ef við náum að flytja hann með okkur í deildina hér heima,“ sagði Óskar Bjarni. omar@frettabladid.is Öll pressan í þessum leik er á Fotex Veszprém Valur mætir ungversku meisturunum í Fotex Veszprém í lokaleik sínum í riðla- keppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í Vodafone-höllinni í kvöld kl. 19.30. SPENNTUR Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir talsverða eftirvæntingu ríkja í herbúðum sinna manna fyrir leikinn í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR FÓTBOLTI U-21 árs landslið Íslands vann Belgíu, 2-1, í undankeppi Evrópumótsins í Brussel í fyrra- kvöld, en Birkir Bjarnason og Arnór Smárason skoruðu mörk íslenska liðsins sem komst með sigrinum í þriðja sæti riðilsins með sex stig eftir fimm leiki. Búist var við hörkuleik á milli Íslands og Belgíu í fyrsta leik seinni umferðar riðlakeppninnar, en liðin skildu jöfn í markalausum leik á Akranesi fyrr á árinu. Lúkas Kostic, þjálfari U-21 landsliðs Íslands, sagði liðið hafa hins vegar gjörsamlega yfirspilað Belgíu í fyrri hálfleik. „Við náðum algjörum drauma- hálfleik hvað spilamennsku varð- ar og boltinn gekk hratt á milli strákanna sem spiluðu frábæran einnar snertingar fótbolta. Við skoruðum tvö mörk í fyrri hálf- leiknum og mörkin hefðu getað orðið fleiri ef dómari leiksins hefði dæmt eins og maður. Við áttum tvær sterkar kröfur um vítaspyrnu sem dómarinn kaus að veita ekki og í annað skiptið hefði markvörður Belga átt að fá rauða spjaldið þegar hann tæklaði Birki Bjarnason, en í staðinn fékk Birkir að líta gula spjaldið fyrir leikaraskap. Ég veit að maður ætti kannski ekki að væla út af dómaranum eftir góðan sigurleik, en hann var hins vegar nálægt því að eyði- leggja leikinn með slakri frammi- stöðu sinni,“ sagði Lúkas pirraður en kvað þó allt gott sem endaði vel. „Sem betur fer náðum við að verjast nógu vel í seinni hálfleik til þess að vinna leikinn og ég er mjög stoltur af strákunum og það eru algjör forréttindi að fá að vinna með þeim,“ sagði Lúkas og kvað framtíðina bjarta fyrir íslenskan fótbolta. „Strákarnir eru bæði skemmti- legir utan vallar og síðan er efni- viðurinn í liðinu mjög góður og þetta eru sannarlega leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér í boltanum. Það er ánægjulegt að nú strax séu þrír leikmenn U-21 árs liðsins komnir með tærnar inn fyrir þröskuldinn hjá A-landslið- inu og það eiga örugglega fljót- lega fleiri eftir að fylgja þeim eftir. Það er alla vega að mínu mati óhætt að segja að framíðin sé björt fyrir íslenskan fótbolta og íslenska landsliðið,“ sagði Lúkas. - óþ Íslenska U-21 landsliðið gerði góða ferð til Brussel og vann Belga í fyrrakvöld: Lúkas Kostic segir framtíðina bjarta hjá íslenska landsliðinu GÓÐUR SIGUR Arnór Smárason, annar markaskorara Íslands gegn Belgíu, pressar hér leikmann Belga í leiknum í fyrrakvöld. NORDICPHOTOS/AFP A ug lýsan d i: Ö ES
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.