Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 96
68 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR Danmörk Ísland TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 18–6 (8–3) Varin skot Sörensen 3 – Árni Gautur 4 Horn 10–4 Aukaspyrnur fengnar 21–8 Rangstöður 2–0 1-0 Nicklas Bendtner (35.) 2-0 Jon Dahl Tomasson (44.) 3-0 Thomas Kahlenberg (59.) 3-0 BYRJUNARLIÐIÐ Árni Gautur Arason, markvörður 5 Greip ágætlega inn í og gat lítið gert við mörkunum þremur. Grétar Rafn Steinsson, hægri bakvörður 5 Lét finna fyrir sér eins og Kristján Örn fékk að kynnast en það kom lítið út úr honum í sókninni. Kristján Örn Sigurðsson, miðvörður - Spilaði aðeins í tæpar fjórar mínútur en varð síðan að yfirgefa völlinn vegna höfuðmeiðsla. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Spilaði af öryggi, vann marga bolta og reyndi ávallt að spila boltanum út úr vörninni. Hermann Hreiðarsson, vinstri bakvörður 5 Gaf allt sitt að venju en gerði stór mistök þegar hann lét Bendtner teyma sig út úr sinni stöðu í öðru markinu. Theodór Elmar Bjarnason, hægri vængmaður 7 Var ógnandi og óhræddur við að sækja á dönsku varnarmennina. Hékk þó aðeins of mikið á boltanum. Brynjar Björn Gunnarsson, tengiliður 5 Var ekki eins mikið í boltanum og í undanförnum leikjum en vann á þegar leið á leikinn. Stefán Gíslason, tengiliður 4 Gerði klaufaleg mistök í fyrsta markinu og var alltaf á eftir Dönunum á miðjunni. Veigar Páll Gunnarsson, miðjumaður 5 Var aðalmaðurinn í öllum hættulegustu sóknum íslenska liðsins framan af en hvarf í seinni hálfleik. Emil Hallfreðsson, vinstri vængmaður 3 Var ekki með í leiknum, fékk ekki boltann og engin svæði til að vinna á. Gerði stór mistök í þriðja markinu. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, framherji 5 Hljóp mikið að venju og var duglegur að bjóða sig. Var hins vegar aldrei líklegur til að skapa alvöru færi fyrir sjálfan sig. VARAMENN 8. mín. Sverrir Garðarsson fyrir Kristján Örn Sigurðsson 4 73. mín. Eggert Gunnþór Jónsson fyrir Emil Hallfreðsson - 84. mín. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson fyrir Veigar Pál Gunnarsson - EINKUNNIR ÍSLANDS FÓTBOLTI Danir létu ekki harða gagnrýni og vonbrigði helgarinn- ar hafa áhrif á sig þegar þeir unnu öruggan og sannfærandi 3-0 sigur á Íslandi í gær. Íslenska landsliðið í knattspyrnu endaði því undan- keppni Evrópumótsins í Sviss og Austurríki með sömu seinheppn- inni og úrræðaleysinu og hafði einkennt liðið í flestum leikjum undankeppninnar. Íslenska liðið gaf reyndar ekkert eftir í byrjun og náði frá- bærri sókn á tíundu mínútu þegar laglegt hlaup Emils Hallfreðsson- ar og sniðug sending Veigars Páls Gunnarssonar sköpuðu skotfæri fyrir Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem hitti boltann ekki nægilega vel og Thomas Sörensen varði auðveldlega í markinu. Íslenska liðið átti nokkrar fleiri skyndi- sóknir og það brást ekki að Veigar Páll var maðurinn á bak við þær allar. Leikur íslenska liðsins lofaði góðu framan af en þegar leið á hálfleikinn voru Danir komnir með öll tök á leiknum og íslensku leikmennirnir voru búnir að bjóða hættunni heim. Íslenska liðið varð reyndar fyrir áfalli strax í upphafi leiks þegar Kristján Örn Sigurðsson lenti í samstuði við Grétar Rafn Steins- son og varð að yfirgefa völlinn í kjölfarið. Sverri Garðarssyni var því hent út í djúpu laugina í sínum fyrsta landsleik og íslenska vörn- in stuðaðist við þessa breytingu. Dönum óx ásmegin og markið lá í loftinu. Jon Dahl Tomasson fékk algjört dauðafæri eftir hálftíma leik þegar hann stóð aleinn á fjær- stöng eftir aukaspyrnu. Fjórum mínútum síðar kom síðan fyrsta markið þar sem umrædd sein- heppni lék enn á ný stórt hlut- verk. Danir höfðu þá heppnina með sér. Stefán Gíslason skallaði þá slappa fyrirgjöf Christians Poul- sen inn fyrir íslensku vörnina þar sem Nicklas Bendtner hafði nægan tíma og nægt pláss til þess að skora fram hjá Árna Gauti Ara- syni. Bendtner var einnig maður- inn á bak við annað markið þegar hann teymdi Hermann Hreiðars- son út úr sinni stöðu og stakk síðan boltanum inn fyrir vörnina á Dennis Rommedahl sem líkt og í fyrri leiknum í Laugardal lagði boltann fyrir fyrirliða sinn, Jon Dahl Tomasson, sem skoraði í autt markið. Seinni hálfleikur var síðan aðeins framhald af þessum loka- kafla fyrri hálfleiks. Þriðja mark- ið kom eftir að Emil Hallfreðsson ætlaði sér of mikið og tapaði bolt- anum á versta stað. Nicklas Bendtner var fljótur að átta sig og lagði upp fyrir varamanninn og átti hann ekki í miklum vandræð- um með að skora framhjá Árna Gauti Arasyni. Danir héldu fengnum hlut það sem eftir var leiks og íslenska liðið náði ekki að ógna dönsku vörninni af neinni alvöru. Íslensku landsliðsmennirnir gáfust þó ekki upp og létu ekki valta yfir sig eins og í undanförnum leikjum og börð- ust til síðustu mínútu. Ólafur Jóhannesson á mikið verk fyrir höndum og verður því ekki dæmdur af þessum fyrsta leik en nær vonandi að búa til nýtt lið á næstu vikum og mánuðum. Verk að vinna fyrir nýja þjálfarann Ísland tapaði 0-3 fyrir Dönum í lokaleik sínum í undanriðli EM í gær. Arsenal-ungstirnið Nicklas Bendtner sá um að afgreiða íslenska landsliðið með því að skora fyrsta markið og leggja upp seinni tvö mörkin. LJÓS PUNKTUR Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður Celtic, stóð fyllilega fyrir sínu í landsleiknum gegn Dönum í gær og sýndi og sannaði að hann á vel heima í liðinu. Theódór var mjög líflegur og mikil hætta skapaðist í kringum hann á köflum. NYHEDSAVISEN/MARTIN SYLVEST DANMÖRK - ÍSLAND ÓSKAR ÓFEIGUR JÓNSSON skrifar frá Kaupmannahöfn ooj@frettabladid.is FÓTBOLTI Theódór Elmar Bjarna- son var besti leikmaður íslenska liðsins á Parken í gær. „Þetta eru hundleiðinleg úrslit og það er alltaf leiðinlegt að tapa fyrir nágrönnunum. Þeir voru bara aðeins of sterkir fyrir okkur í dag. Það var margt jákvætt hjá okkur í dag. Við börðumst mikið, stemningin var góð fyrir leikinn og æfingarnar voru frábærar,“ sagði Theódór Elmar sem sá mikinn mun frá því í vor. „Það var mikill munur á liðinu, stemningin er orðin betri og það er mikil barátta í öllum mönnum frá markverði til sóknarmann- anna,“ sagði Theódór sem nýtti tækifæri sitt vel. „Ég er fullkom- lega tilbúinn og Ólafur og Pétur sýndu mér það traust að láta mig byrja inn á. Ég vona að ég hafi ekki brugðist þeim. Ég gerði mitt besta og ég held að allir aðrir í liðinu hafi einnig gert það,“ sagði Theódór sem var einnig harður fyrir. „Maður þurfti að láta þá finna fyrir sér því þeir voru að henda sér í jörðina í tíma og ótíma,“ sagði Theódór um tæklinguna á Christian Poulsen sem hann hlaut gula spjaldið fyrir. Það eru ekki allir sem myndu leggja í hörku- tólið á dönsku miðjunni en þessi ungi leikmaður var óhræddur við það. Theódór er framtíðarmaður í íslenska liðinu og hann ætlar sér mikið í framtíðinni. „Ég bíð spenntur eftir næstu keppni,“ sagði Theódór að lokum. - óój Theódór Elmar Bjarnason: Mikill munur á íslenska liðinu BARÁTTA Theódór Elmar er hér í barátt- unni í leiknum í gær NYHEDSAVISEN/MARTIN SYLVEST FÓTBOLTI Hermann Hreiðarsson, fyrirliði Íslands, var ekki sáttur með úrslit leiksins en var þó sáttur með ýmislegt í gær. „Það er glatað að tapa 3-0 en það var ótrúlega margt jákvætt í þessu hjá okkur,“ sagði Hermann Hreiðarsson, fyrirliði íslenska liðsins, sem var ánægður með vinnsluna á liðinu í leiknum. „Menn vissu hvað þeir áttu að gera og okkur leið ágætlega inni á vellinum þegar þeir voru með boltann,“ segir Hermann sem fannst að liðið hefði átt að geta komið í veg fyrir fyrstu tvö mörkin. „Í fyrsta markinu dettur boltinn inn fyrir og í öðru markinu þá átti ég bara að sópa hann niður á miðjunni og taka hann úr umferð því þá hefði ekkert gerst,“ sagði Hermann sem lét þá Nicklas Bendtner teyma sig út úr sinni stöðu. „Það var hörku barátta í liðinu og mönnum leið ágætlega með boltann sem var mikil framför frá því í síðustu leikjum. Við verðum að fara að halda hreinu og fara að fá á okkur færri mörk. Þar þurfum við að byrja,“ sagði Hermann sem er hrifinn af danska liðinu. „Þeir spila ótrúlegan skemmtilegan fótbolta og klúðruðu því bara að komast á EM. Þetta er stórskemmtilegt knattspyrnulið og við náðum að verjast þeim ágætlega en þeir nýttu bara sín færi,“ sagði Hermann rétt áður en hann rauk upp í rútu. - óój Hermann Hreiðarsson, fyrirliiði Íslands, var ósáttur með úrslitin í gær en fannst margt jákvætt við leikinn: Fengum á okkur of mörg klaufamörk HERMANN HREIÐARSSON Leggur sig allan fram að venju. FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson var allt annað en ánægður með úrslitin á Parken í gær en sá hins vegar ljósa punkta í leik íslenska liðsins. „Úrslitin voru ekki góð, ég verð að viðurkenna það. Ég hefði viljað fá betri úrslit og þau eru auðvitað því ákveðin vonbrigði. Það voru ákveðnir þættir í leiknum sem ég var ánægður með og síðan aðrir sem ég var óánægður með. Það voru fleiri jákvæðir hlutir í leik liðsins en neikvæðir en úrslitin voru ekki góð. Ég er óánægður með að tapa leiknum 3-0 því mér fannst hugarfarið í vikunni vera mjög fínt og eins og leikmennirnir væru til- búnir í leikinn,“ sagði Ólafur Jóhannesson, eftir sinn fyrsta leik sem landsliðsþjálfari. Ólafur var ánægður með inn- komu Sverris Garðarssonar sem leysti Kristján Örn Sigurðsson af sem meiddist í upphafi leiks. „Það var erfitt að missa Kristján því hann er einn af lykilmönnum þessa liðs. Það er slæmt að missa svo leiðis menn útaf en Sverrir stóð sig mjög vel og ég var ekkert óánægður með hann,“ sagði Ólafur. Ólafur segir lokakafla fyrri hálf- leiks hafa farið með leikinn. „Við fáum á okkur mark og það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu. Strák- arnir brotna svolítið við að fá á sig þetta mark og Danir skora síðan annað mark áður en við förum inn í hálfleik. Það hafði gríðarlega mikil áhrif því þessi mörk tóku mikið sjálfstraust úr liðinu,“ sagði Ólafur sem fékk verðugt verkefni í fyrsta leik. „Ég held að Danirnir hafi hugsað meira um sjálfan sig heldur en okkur. Það var búið að drulla yfir þá og þeir voru bara að vinna stoltið sitt til baka.“ Ólafur var ánægður með barátt- una og kraftinn í íslensku leik- mönnunum. „Það voru allir frískir inni á vellinum og menn voru að leggja sig fram. Thedór Elmar stóð sig mjög vel. Þetta er samt versti tíminn fyrir okkur að spila lands- leik því allar Norðurlandaþjóðirnar eru farnar í frí og það hafði örugg- lega einhver áhrif á okkur,“ sagði Ólafur sem veit að hann hefur mikið verk að vinna. „Það verður tvímælalaust að halda áfram að reyna að snúa við skútunni. Það verður reynt að vinna áfram í því og ég fæ góðan tíma til þess núna, reyndar fáa leiki en góðan tíma,“ sagði Ólafur að lokum. - óój Ólafur Jóhannesson var ánægður með færslurnar í varnarleik Íslands í gærkvöld: Erfiðasta verkefnið til þessa ERFITT Ólafur Jóhannesson, lands- liðsþjálfari Íslands, á mikið verk fyrir höndum. NYHEDSAVISEN/MARTIN SYLVEST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.