Fréttablaðið - 22.11.2007, Page 102
74 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT
2. lofttegund 6. tveir eins 8. þrí 9.
gljúfur 11. tveir eins 12. laust bit 14.
íshroði 16. hvort 17. tunnu 18. fát 20.
gangþófi 21. íþróttafélag.
LÓÐRÉTT
1. bein 3. tveir eins 4. hagnaður 5.
óhróður 7. endalaus 10. prjónavarn-
ingur 13. af 15. gola 16. bókstafur 19.
skóli.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. etan, 6. ee, 8. trí, 9. gil,
11. ðð, 12. glefs, 14. ísrek, 16. ef, 17.
ámu, 18. fum, 20. il, 21. fram.
LÓÐRÉTT: 1. legg, 3. tt, 4. arðsemi, 5.
níð, 7. eilífur, 10. les, 13. frá, 15. kula,
16. eff, 19. ma.
MORGUNMATURINN
„Oft borða ég ristað brauð
með osti og marmelaði, og
helli upp á te með hunangi.
Fæ mér líka stundum „hash
browns“ kartöflukökur sem
er svona hefðbundinn enskur
morgunmatur.“
Birgir Ísleifur Gunnarsson söngvari
Vinsældakosningunni Byens bedste
lýkur á hádegi á morgun. Fyrir
mánuði síðan var Laundromat
Café, kaffihús Friðriks Weiss-
happel, með gott forskot á næsta
keppinaut um besta „brönsinn“, en
ekki er lengur hægt að sjá
stöðu í kosningunni.
„Síð-
ast
þegar ég vissi vorum við með 11
prósentum fleiri atkvæði en næsti
maður, og ég hugsa að það nægi til
sigurs,“ segir Friðrik, sem ætlar að
senda starfsfólk sitt á verðlauna-
afhendinguna 1. desember. „Það
hefur unnið til þessara verðlauna,“
segir Friðrik, sem kveðst hafa
orðið var við aukinn gestafjölda
frá því að kosningin hófst. „Það er
greinilegur munur,“ segir Friðrik,
sem biður fyrir sérstakar þakkir
til Íslendinga. „Ég held að atkvæði
þaðan séu ófá,“ segir hann og hlær
við. „Áfram Ísland, segi ég svo
bara,“ bætir hann við, enda lands-
leikur fram undan þegar Frétta-
blaðið náði tali af honum í gær.
Dóra Takefusa og Dóra Dúna
Sighvatsdóttir, sem eiga og reka
barinn Jolene, voru í fjórða sæti af
sjö þegar síðast var gáð. „Ég aug-
lýsi bara eftir íslenskum stuðn-
ingi,“ segir Dóra Takefusa, sem
hyggst mæta á verðlaunaafhend-
inguna ásamt Dóru Dúnu, en sam-
starfskona þeirra, Djuna Barnes,
spilar á hátíðinni. „Dóra Dúna á
afmæli 2. desember, svo við ætlum
að halda upp á það þarna eftir mið-
nætti. Það væri ekki verra að geta
gefið henni verðlaunin í afmælis-
gjöf,“ segir Dóra og hlær við.
Kosningin fer fram á byensbed-
ste.aok.dk. Nauðsynlegt er að skrá
sig til að öðlast kosningarétt. - sun
Friðrik Weisshappel er sigurviss
AUGLÝSA EFTIR STUÐNINGI Dóra Dúna og
Dóra Takefusa auglýsa eftir íslenskum stuðn-
ingi en kosningu lýkur á morgun.
ÁFRAM ÍSLAND Friðrik Weisshappel er
sigurviss, enda hafði hann gott forskot á
næsta keppanda.
Billy August mun leikstýra Slóð
fiðrildanna sem gerð er eftir sam-
nefndri bók Ólafs Jóhanns Ólafs-
sonar. Tekur hann við verkinu af
Liv Ullman sem jafnframt hafði
skrifað handrit. Því hefur nú verið
hent og hefur Ólafur Jóhann
sjálfur skrifað nýtt handrit. Þetta
staðfesti rithöfundurinn í samtali
við Fréttablaðið.
Handrit Ólafs var samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins
kveikjan að því að leikstjórinn
August kemur nú að verkinu en
hann hreifst strax af skrifum
Ólafs, kom með nokkrar athuga-
semdir og vildi í kjölfarið ólmur
koma um borð. August er feiki-
lega virtur leikstjóri, hefur hlotið
gullpálmann í Cannes tvívegis og
gerði síðast Goodbye Byfana sem
fjallaði um ævi Nelson Mandela.
Erfiðlega hefur gengið að koma
Slóð fiðrildanna á koppinn. Saga
Film, með Jón Þór Hannesson
fremstan í flokki, byrjaði með
myndina innan sinna vébanda
fyrir nokkrum árum en eins og
Fréttablaðið greindi frá fyrir
nokkru urðu töluverð læti þegar
Baltasar Kormákur og fyrirtækið
hans, Blue Eyes, tók við keflinu.
Og sakaði Jón Þór meðal annars
leikstjórann um að hafa stolið því
af sér. Þeim ásökunum var vísað
aftur til föðurhúsanna af banda-
rískum framleiðanda myndarinn-
ar, Steven Haft, en hann á kvik-
myndaréttinn að bókinni. En nú er
Baltasar horfinn á braut og True
North hefur tekið við og fær það
verðuga verkefni að láta myndina
verða að veruleika. Baltasar
sagðist í samtali við Fréttablaðið
láta verkefnið í góðar hendur, ekki
væri um nein leiðindi að ræða
heldur hefði hann einfaldlega ekki
tíma til að sinna þessu verkefni
jafn vel og hann vildi. „Þetta er
allt í góðu á milli okkar Ólafs
Jóhanns,“ ítrekar Baltasar.
Leifur B. Dagfinnsson, fram-
leiðandi hjá True North, staðfestir
að fyrirtækið hafi verið að lóðsa
August um höfuðborgarsvæðið í
leit að hentugum tökustöðum en
með August í för var Anna Asp
sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir
þátt sinn í Bergman-myndinni
Fanny och Alexander. „Honum
leist bara mjög vel á það sem hann
sá,“ segir Leifur en August hefur
dvalist hér síðan á mánudag og fer
heim í dag. „Þetta er allt á algjörum
upphafsreit en þetta er vissulega
mjög spennandi verkefni,
handritið er gott en það er ekkert
farið að ræða um neina leikara eða
hvenær verður hafist handa.“
Upphaflega stóð til að Jennifer
Connelly og Paul Bettany myndu
leika aðalhlutverkin en ljóst þykir
að með nýjum mönnum fylgja
nýjar áherslur. Og því ekki ólík-
legt að August komi með ferskt
blóð þegar stórmyndin fer loks í
tökur. - fgg
ÓLAFUR JÓHANN: SKRIFAR HANDRITIÐ AÐ A JOURNEY HOME
Bille August hreifst af
handriti Ólafs
SKRIFAR SJÁLFUR
HANDRITIÐ Rithöfundur-
inn sjálfur hefur skrifað
handritið að kvikmyndinni
eftir að Liv Ulman heltist úr
lestinni.
SPENNANDI VERKEFNI Leifur
B. Dagfinnsson segir A Journey
Home spennandi verkefni en
málið sé á algjörum byrjunarreit.
HAFÐI EKKI TÍMA Balt-
asar Kormákur sagði sig
frá verkefninu sökum
anna við önnur störf.
„Við vorum ekki búin að reikna með neinu og
vonuðum í raun ekki annað en að hún færi á
sómasamlegu verði,“ segir Bjarney Lúðvíks-
dóttir um perlu sem var boðin upp á fundi
Naviator, félags áhugafólks um norræna
þróunarsamvinnu, og seldist fyrir 300
þúsund krónur. Perlan var gjöf til Naviator
frá skartgripahönnuðinum Gabriele Weinem-
ann sem varð fyrst kvenna til þess að fá
aðgang að perluköfurum á Tahítí. Síðan hefur
hún sérhæft sig í að „græða“ perlur en
Gabriele var meðal fyrirlesara á fundinum.
„Hún tekur perlur sem eru annað hvort ekki
alveg hringlaga eða með „sárum“ í eins og
hún kallar það,“ segir Bjarney. „Í flestum
tilfellum er þessum perlum fleygt en
Gabriele fyllir upp í sárin með eðalsteinum,
gulli og fleiru. Þannig skapar hún einstök
listaverk og verðmæti úr því sem aðrir töldu
einskis virði. Auk þess skapar hún atvinnu
og leggur til fjármuni í hina og þessa sjóði.
Perlan sem var boðin upp var eins og sköpuð
fyrir Naviator, björt og með grænan stein í
sárinu - eins og norðurljós.“ Hún segir það
hafa komið sér á óvart að fleiri karlmenn en
konur hafi boðið í gripinn. Hæstbjóðandi var
Aðalsteinn Bjarnason hjá Orkuvinnslunni
sem bauð 100 þúsund krónum betur en næsti
maður. „Þessi upphæð fer í Navia-sjóðinn
sem Naviator heldur utan um,“ segir
Bjarney en eins og fram hefur komið í
Fréttablaðinu er Navia samnorrænt
verkefni sem ætlað er að hjálpa þeim sem
minna mega sín í heiminum, meðal annars
með framleiðslu sjónvarps-þátta og útgáfu
tónlistar með þátttöku norrænna söng-
kvenna. Dísella Lárusdóttir tekur þátt í
verkefninu fyrir hönd Íslands. - sók
Naviator-perla seld á 300 þúsund
FULLTRÚI ÍSLANDS
Dísella Lárusdóttir
tekur þátt í Navia
verkefninu fyrir hönd
Íslands. Á þriðjudag
fengust 300 þúsund
krónur í Navia-sjóð-
inn þegar perla var
boðin upp.
Þráinn Bertelsson þakkar Jóni
Yngva Jóhannssyni kærlega fyrir dóm
sem bókmenntarýnir Íslands í dag
birtir á heimasíðu sinni. Jón Yngvi
gefur bók Þráins, Englar Dauðans,
eina og hálfa stjörnu og skrifar Þráinn
í athugasemdakerfinu að hann sé
þakklátur fyrir að Jón Yngvi sé ekki að
refsa sér. „Það gladdi mig [...] að þú
virðist ekki erfa það við mig þótt ég
hafi verið að setja út á að þú værir í
óeðlilegum tengslum við bókaforlag
meðan þú varst að dæma
bækur í Kastljósi. Ég
er svo paranojd að þá
reiknaði ég með að
þú reyndir að finna
einhverja leið til að
ná þér niður á mér
þótt síðar yrði.
Gott að sá ótti var
ástæðulaus. Fyrirgefðu tortryggnina,“
skrifar Þráinn í athugasemdakerfinu.
Anna og Skapsveiflurnar, sem stór-
stjörnurnar Stefán Karl Stefánsson,
Björk og Damon Albarn tala inn á,
verður í hópi 33 stuttmynda sem
koma til greina fyrir Óskarsverðlaun-
in. Frá þessu er greint á vefsíðu logs.
is. Anna og skapsveiflurnar er eftir
Gunnar Karlsson og hlaut meðal
annars Edduna í fyrra
sem besta stuttmyndin.
Samkvæmt logs.is
verður þessi hópur
síðan skorin niður
í tíu myndir og
munu þær berjast
um tilnefning-
arnar fimm. Ekki
er langt síðan
kvikmynd Rúnars
Rúnarssonar,
Síðasti bærinn í dalnum, komst alla
leið í Kodak-höllina og því skyldi
enginn útiloka að stuttmynd Gunnars
kæmist alla leið að þessu sinni.
Paul Nikolov flutti jómfrúarræðu
sína á Alþingi í gær og var það mál
manna hversu góða íslensku þessi
amerísk/íslenski þingmaður talaði.
Sumir höfðu lýst yfir áhyggjum sínum
af afdrifum móðurmálsins vegna inn-
reiðar Pauls á þings en þær áhyggjur
virðast hafa verið byggðar
á sandi. Og þykir nú
ljóst að Paul hefur gott
vald á íslenskri tungu
og mun sennilega
gæta sín betur á því en
margir aðrir að tala rétt
og án allra ensku-
slettna. - fgg/bs
FRÉTTIR AF FÓLKI
Gnoðarvogi 44, s. 588 8686.
Opið 10-18:15 laugardaga 11-14.
Þú færð aðeins það besta hjá okkur
STÓR HUMAR, HÖRPUSKEL, LÚÐA
RISARÆKJUR, SKÖTUSELUR, LAX
NÝLÖGUÐ SJÁVARRÉTTASÚPA.
VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Hlíðaskóli
2 Bhut Jolokia chilipipar
3 Al Gore
Auglýsingasími
– Mest lesið