Fréttablaðið - 04.12.2007, Side 2

Fréttablaðið - 04.12.2007, Side 2
2 4. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR Björn, ríður Straumur bagga- muninn? „Já, það liggur í augum uppi.“ Straumur, nýtt endurvinnslusvæði Sorpu, var tekinn í notkun á föstudag. Endur- vinnslan baggar hundruð tonna á dag. Björn H. Halldórsson er framkvæmda- stjóri Sorpu. Calia Italia Premium hvíldarsófi (Stærð: 222 sm) Öll sætin eru með skemli. Fæst með ljósu, dökkbrúnu eða svörtu leðri Fæst einnig sem 2ja sæta og 4ja sæta. Verð kr. 179.900,- SETT EHF • ASKALIND 2A • 201 KÓPAVOGUR • SÍMI: 534 1400 • WWW.SETT.IS OPNUNARTÍMI: MÁN. - FÖS 11:00 - 18:00 LAUGARDAGA 11:00 -16:00 SUNNUDAGA 13:00 - 16:00 BJÓÐUM MIKIÐ ÚRVAL AF HÚSGÖGNUM Á HAGSTÆÐU VERÐI VÖNDUÐ HÚSGÖGN SÓFASETT, HVÍLDARSÓFAR, BORÐSTOFUHÚSGÖGN, RÚM OG MARGT FLEIRA SÚDAN, AP Forseti Súdans, Omar al-Bashir, náðaði í gær Gillian Gibbons, bresku kennslukonuna sem var dæmd í fimmtán daga fangelsi fyrir að móðga íslam eftir að hún leyfði sjö ára nemendum sínum að nefna bangsa Múhameð. Náðunin kom í kjölfar fundar tveggja þing- manna úr lávarðadeild breska þingsins með forsetanum. Sakfelling Gibbons á fimmtu- daginn vakti mikla hneykslun meðal múslima í Bretlandi og víðar en harðlínumenn í Súdan sögðu hana hafa viljandi móðgað íslam og kröfðust dauðarefsingar. Gibbons var sleppt í gær eftir sjö daga fangelsisvist. - sdg Sakfelld fyrir að móðga íslam: Breska kennslu- konan náðuð BLAÐAGREIN UM GIBBONS BRENND Þúsundir Súdana mótmæltu of vægri refsingu Gibbons og kröfðust dauðarefs- ingar. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Fíkniefnahundur fann fíkniefni í bíl í Reykjavík um nýliðna helgi. Það var á miðnætti aðfaranótt laugardagsins að lögregla hugðist hafa afskipti af bifreið á gatnamót- um Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar. Ökumaðurinn reyndi að komast undan en lögreglumennirn- ir veittu honum eftirför. Tókst þeim að stöðva hann í Skaftahlíðinni. Fíkniefnahundur var látinn leita í bílnum og fann hann ætluð fíkniefni. Þá fann lögregla lítilræði af fíkniefnum á tvítugum manni um helgina þar sem hann var staddur í Álfheimum. - jss Lögregla stöðvaði ökumann: Hundur fann fíkniefni í bíl ALÞINGI Ríkisstjórnin getur ekki beitt sér frekar fyrir því að skerðingar á greiðslum lífeyris- sjóðanna til öryrkja gangi til baka, sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra á Alþingi í gær. Ríkisstjórnin bauð lífeyrissjóð- unum 100 milljónir króna ef þeir féllu frá skerðingum. Því tilboði höfnuðu lífeyrissjóðirnir. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, skoraði á ríkisstjórnina að gera betur og leiðrétta þetta óréttlæti fyrir jól: „Ef ríkið getur boðið 100 milljónir, af hverju getur það þá ekki boðið 300 milljónir?“ - bj Skertar greiðslur lífeyrissjóða: Ekki frekari til- boð frá ríkinu REYKJAVÍK Ólafur F. Magnsússon, borgarfulltrúi F-lista frjálslyndra og óháðra, verður kjörinn forseti borgarstjórnar í dag. Ólafur kom ekki að sjálfum meirihlutaviðræðunum en telur æskilegt að fá fram sameiginlega málefnaskrá. Hann segist ekki ætla að rugga bátnum vegna Reykjavíkur flugvallar, enda sé hann einn í afstöðu sinni til hans. Þá er hann efins um að flugvöllur- inn fari yfirleitt úr Vatnsmýrinni. Ólafur leggur áherslu á ókeypis almenningssamgöngur fyrir alla og lægri þjónustugjöld fyrir börn, aldraða og öryrkja. Þá vill hann koma í veg fyrir niðurrif húsa á Laugavegi 4 til 6. Hann telur að núverandi meirihluti hafi komið til móts við áherslur F-lista í umhverfis- málum. Spurður um áform Orku- veitunnar um Bitruvirkjun vill Ólafur fara varlega í yfir- lýsingar en seg- ist þó treysta því að orðið hafi „ákveðin tímamót við myndun nýs meirihluta og að landsmenn læri af mistökum fortíðarinnar. Við höfum farið of geyst.“ Hægja eigi á áformum um gufuafls- virkjanir nálægt borginni. - kóþ / sjá síðu 16 ÓIafur F. kjörinn forseti borgarstjórnar í dag: Málefnaskrá er mjög æskileg LÖGREGLUMÁL Fjögur vitni tengd banaslysi í Reykjanesbæ á föstu- dag voru handtekin á sunnudags- kvöld, en látin laus aftur í gær- kvöldi að yfirheyrslum loknum. Fólkið er grunað um að hafa reynt að villa um fyrir lögreglu með því að gefa manni sem grun- aður er í málinu ranga fjarvistar- sönnun. Ekið var á fjögurra ára gamlan dreng á Vesturgötu í Reykjanes- bæ á föstudag. Sá sem ók á dreng- inn flúði af vettvangi. Drengurinn lést á laugardag. Maður sem hand- tekinn var á sunnudag, grunaður um að hafa ekið bílnum, situr enn í gæsluvarðhaldi, en hann neitar að hafa ekið á drenginn. Gunnar Schram, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni á Suðurnesj- um, staðfesti að vitnin fjögur hefðu verið handtekin. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru vitnin grunuð um að hafa gefið lögreglu rangar skýrsl- ur um málið. Meintur ökumaður mun hafa bent á fólkið, og sagt það geta staðfest hvar hann var á þeim tíma sem ekið var á drenginn. Fólkið er að sögn lögreglu vinir, kunningjar eða vinnufélagar mannsins. Lögregla telur sig hafa leitt í ljós misræmi í frásögn mannsins og vitnanna fjögurra, auk þess sem ósamræmi er í frásögnum vitnanna. Fólkið er því grunað um að hafa reynt að gefa manninum ranga fjarvistarsönnun, og var handtekið og yfirheyrt um það sérstaklega. - bj Fjögur vitni talin hafa reynt að afvegaleiða rannsókn lögreglunnar af banaslysi: Misræmi í frásögnum vitna MINNINGAR- ATHÖFN Minn- ingar athöfn um Kristin Veigar Sig urðsson, drenginn sem lést eftir slysið á föstudag, fór fram í Keflavíkur kirkju í gær. MYND/VÍKURFRÉTTIR ÓLAFUR F. MAGNÚSSON MENNTAMÁL Niðurstöður PISA- rannsóknarinnar á árangri grunn- skólanemenda, sem gerð var árið 2006, verða kynntar í dag. Deilt hefur verið á aðferðafræðina, en sérfræðingar segja umdeilanlegt hvaða gagn sé í því að bera saman meðaltöl milli ára. PISA rannsóknirnar eru unnar í 57 löndum, en þar er námsárangur 15-16 ára nemenda kannaður. „Ég held að aðferðafræðin sé almennt býsna góð, svo ég hef ekki ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af henni af tæknilegum ástæðum,“ segir Jón Torfi Jónas- son, prófessor í uppeldis- og menntunarfræðum hjá Háskóla Íslands. Hann segir að þó gagnrýna megi nokkur atriði varðandi rannsókn- irnar, til dæmis muninn á meðal- tali landanna, og hversu lítið þurfi í raun til að land færist til um nokkur sæti á listanum. Einnig sé spurning hvað sé verið að mæla, og hvort allir séu sam- mála um að það sem mælt sé skipti máli. Við það setji hann ákveðið spurningarmerki. Stærsta málið sé þó samanburð- ur á þjóðum, það segir í raun lítið hvernig heil þjóð standi, með mis- munandi hópa, svæði, skóla og fleira. Of mikið sé gert með það hvernig hvert land kemur út, að teknu tilliti til þess hversu mikill breytileiki er innan hvers lands. „Þá veltir maður því fyrir sér hvað það er sem ákvarðar meðal- talið, hvort það eru ákveðnir hópar sem standa mjög vel, eða hópar sem standa afar illa,“ segir Jón. „Ég tel að PISA-rannsóknirnar séu mælitæki sem vert er að taka mark á,“ segir Birna Sigurjóns- dóttir, verkefnastjóri á mennta- sviði Reykjavíkurborgar. Þó hafi verið deilt á rannsókn- irnar, sérstaklega það að á Íslandi taki svo til allir nemendur þátt í rannsókninni, en erlendis séu tekin úrtök. Þá sé alltaf spurning hversu vel úrtökin séu gerð, sér í lagi hvort sérkennslunemendur séu inni í úrtakinu. Hún segir þessa gagnrýni hafa heyrst, en engin staðfesting hafi fengist. Júlíus K. Björnsson, forstöðu- maður Námsmatsstofnunar, kann- ast við gagnrýni á rannsóknina, og segist geta tekið undir hana að hluta. Fjölmiðlar geri til dæmis alltaf mest úr samanburði á lands- meðaltölum, sem segi afskaplega lítið í raun. Munur milli landa skýri aðeins tíunda hluta af fjöl- breytileikanum, sem sé margfalt meiri innan hvers lands. Júlíus segir þó gagnrýni á aðferðafræðina, til dæmis úrtökin, ómaklega. Heimsins færustu sér- fræðingar vinni úrtökin og byggi á áratuga reynslu af samanburðar- rannsóknum. Í danska dagblaðinu Politiken er vitnað til þess að í einhverjum til- vikum fái nemendur greitt fyrir að taka þátt í rannsóknunum. Júlíus kannast við þetta, og segir að í Hollandi hafi nemendum verið greidd upphæð sem samsvarar um 500 krónum fyrir að taka þátt. Hann segist ekki hrifinn af þessu, en þetta eigi ekki að skekkja niður- stöðurnar. brjann@frettabladid.is PISA-samanburður milli landa skakkur Umdeilanlegt er hvort það þjónar tilgangi að bera saman meðal námsárangur nemenda milli landa, segja sérfræðingar. Niðurstöður PISA-rannsóknarinnar 2006 á árangri 15 til 16 ára nemenda í fimm námsgreinum verða kynntar í dag. SAMRÆMD PRÓF Um áttatíu prósent íslenskra nemenda tóku þátt í rannsókn PISA árið 2006, en í stærri löndum tíðkast að taka úrtök. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VERÐLAUN Freyja Haraldsdóttir þroskaþjálfanemi hlaut hvatning- arverðlaun Öryrkjabandalags Íslands þegar þau voru afhent í fyrsta skipti í gær, á alþjóðlegum degi fatlaðra. Verðlaunin hljóta einstaklingar og fyrirtæki sem hafa á einhvern hátt stuðlað að atvinnuþátttöku fatlaðra. Við verðlaunaafhendinguna sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti að Freyja hlyti verðlaunin fyrir áhrif sín í að breyta viðhorfi fólks til fatlaðra. Í viðtali við RÚV sagði hún verðlaunin vera mikil hvatning, þau veiti sér innblástur til að halda áfram á sömu braut. - sþs Hvatningarverðlaun ÖBÍ veitt: Breytti viðhorfi fólks til fatlaðra FYRSTU VERÐLAUNIN Freyja Haralds- dóttir tekur á móti verðlaununum fyrir hönd einstaklinga við athöfnina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Tvær nauðganir um helgina Tvær nauðganir voru tilkynntar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Bæði málin komu upp aðfaranótt sunnudags. Að sögn fulltrúa lögreglunnar átti önnur nauðgunin sér stað í heimahúsi en hin á skemmtistað. Ekki fengust upp- lýsingar um hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málanna. LÖGREGLUFRÉTTIR ALÞINGI Hörð umræða skapaðist um fundarstjórn forseta Alþingis þegar taka átti til umræðu frumvarp um breytingar á þingsköpum Alþingis á sjöunda tímanum í gær. Þingmenn Vinstri grænna mótmæltu því að frumvarpið yrði rætt fram á nótt. Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður VG, harmaði vinnubrögð forseta þingsins og óskaði eftir því að reynt yrði að komast að samkomulagi allra flokka um framhald málsins. Þingfundi var frestað til að ræða framhaldið og ákveðið að ljúka umræðum á næturfundi en geyma atkvæðagreiðslu þar til síðar í vikunni. - bj / sjá síðu 10 Næturfundur um þingsköp: Þingmenn VG vildu samráð SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.