Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2007, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 04.12.2007, Qupperneq 20
20 4. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson, Kristján Hjálmarsson og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 L íklega getur enginn, sem ekki hefur reynt, ímyndað sér hvernig það er að eiga ekki í nein hús að venda, að komast hvergi inn undir þak í hita. Þetta eru þó örlög tuga manna og kvenna sem lifa á götum Reykjavíkur. Tölum ber ekki saman um hversu margir heimilislausir eru á götum borgarinnar. Ljóst er þó að þeir skipta tugum, jafnvel mörgum tugum, og það er vissulega óviðunandi þegar í hlut á velmegunar- og velferðarþjóðfélag eins og Ísland er. Ekki síst verða tölurnar sláandi nú þegar kuldinn er farinn að bíta. Skiptar skoðanir eru um það hvort það sé í öllum tilvikum neyð að lifa á götunni eða hvort einhverjir kunni að velja sér þetta hlutskipti. Þó verður alltaf að gera ráð fyrir að í lang- flestum tilvikum sé líf án þaks yfir höfuðið hrein neyð. Mikill meirihluti þessa fólks býr við skerta heilsu, bæði andlega og líkamlega, og í sumum tilvikum er það afleiðing ofneyslu áfengis og annarra vímuefna. Margt af þessu fólki bráðvantar aðhlynningu og aldrei má gefa upp þá von að það geti aðlagast samfélaginu á ný. Fólkið á götunni er einstaklingar með margbreytilegar þarfir sem mæta verður á mismunandi hátt. Úrræði sem hentar einum hentar ekki endilega öllum. Markmiðið hlýtur þó alltaf að vera að koma sem flestum í skjól; að leitast við að uppræta það að fólk búi í tjöldum eða ókyntum húsum þar sem það hefur fundið sér skýli fyrir veðri og vindum. Heimili með vakt allan sólarhringinn, eins og Samhjálp og Reykjavíkurborg reka fyrir heimilislausa karla, hefur gefist vel. Konukot veitir konum skjól og gistiskýlið í Þingholtsstræti körlum. Slíkum úrræðum þarf að fjölga og huga þá einnig að því að pör kunni að vilja búa saman. Fréttir af litlum færanlegum húsum sem Reykjavíkurborg hyggst taka í notkun gefa til kynna vilja borgaryfirvalda til að mæta heimilislausum á fjölbreyttari máta en áður hefur tíðkast. Þetta er áhugaverð tilraun sem borgaryfirvöld eiga skilið hrós fyrir. Þessi hús munu væntanlega henta fólki sem ekki vill búa undir eftirliti eins og tíðkast á öðrum heimilum fyrir heimilislausa og í gistiskýlum. Í vikunni sem leið fylgdi blaðamaður Fréttablaðsins heimilislausu fólki á götum Reykjavíkur. Um helgina var einnig í blaðinu umfjöllun frá heimsókn á meðferðarheimilið í Krýsuvík. Þar var rætt við fólk sem snúið hefur baki við lífinu á götunni og stefnir ótrautt að því að hefja nýtt líf að lokinni meðferð. Viðtölin við þetta bjartsýna fólk vekja von. Sú þjóð sem býr við mestu velmegun í heimi hefur metnað til að hlúa að sínum smæstu bræðrum. Aðgerðir Reykjavíkur- borgar til að mæta heimilislausum og starfsemin í Krýsuvík sýna það. Fólkið á götunni er einstaklingar með margbreytilegar þarfir sem mæta verður á mismunandi hátt. Úrræði sem hentar einum hentar ekki endilega öllum. Andrúmsloftið í hátíðarsal Háskóla Íslands var þrungið spennu þegar skýrsla Þróunar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna var kynnt í síðustu viku. Ég vissi ekki á hverju ég átti von og fylltist gleði og stolti þegar ljóst var að Ísland væri nú í fyrsta sæti. Lífskjörin eru best hér, jafnréttismálin líka (ókei, ég viðurkenni að mér flaug í hug að ástandið hlyti þá að vera bágt í samanburðarlöndunum) og við skipum fyrsta sætið í ýmsum öðrum samanburðartöflum. Í stað þess að fagna og boða almennan frídag í tilefni dagsins lögðu valdarnir, eins og Njörður P. Njarðvík leggur til að við köllum ráðherrana, áherslu á ábyrgð Íslands í samfélagi þjóða. Nú er ég frekar ábyrgðarfull manneskja en ég vil líka hafa það skemmti- legt og því hefði mér þótt í lagi að fagna þessu aðeins. Ekki fyllast strax efasemdum um að við höfum það betra en aðrar þjóðir og samviskubiti yfir því að allir sitji ekki við sama borð. Er ekki í lagi að leyfa sér að vera stolt og glöð eitt andartak? Berja sér á brjóst og fagna því að við höfum gengið til góðs götuna fram eftir veg? Fjárfest í menntun Utanríkisráðherra nefndi í ræðu sinni að hún hefði fengið Rauða kross-pakka þegar hún var í barnaskóla af því að Ísland var þá talið til þróunarlanda. Nú tæpri hálfri öld síðar sendum við heila gáma af jólapökkum til barna í Úkraínu. Hvað breyttist? Hvaða lærdóm geta aðrar þjóðir dregið af reynslu okkar? Er svarið ekki í grófum dráttum það að síldar- og seinna stríðsgróðinn var notaður til að mennta þjóðina og við fórum að nýta náttúruauðlindirnar? Amma mín sem var fædd í byrjun síðustu aldar sagði mér oft að hún hefði líka getað lært ef hún hefði haft tækifæri til þess. Foreldrar hennar gátu ekki sent öll börnin til mennta. Þau hafa líklega verið á undan sinni samtíð því ein dóttirin fékk að fara í nám og var með fyrstu konunum til að læra læknisfræði. Amma lagði mikla áherslu á að börnin hennar gengju menntaveginn. Hún skrifaði alltaf Stúdent á bréfin til mín, nokkuð sem mér fannst hálf vandræða- legt því stúdentsprófið var þá ekki neitt sem mér fannst hægt að státa af. Haustið sem ég kláraði stúdentinn spurði afgreiðslukonan í Kaupfélaginu hvenær hún gæti hætt að halda mér uppi. Ég var svo einföld að ég sagðist hafa haldið að foreldrar mínir héldu mér uppi, en hún útskýrði fyrir mér (og lét hina viðskiptavinina bíða í röð fyrir aftan mig á meðan) að það væru skattgreið- endur eins og hún sem sæju fyrir okkur þessum auðnuleysingjum sem væru í skóla. Framsýni og dugnaður Gróðinn af síldinni og stríðinu var nýttur vel og með aukinni þekkingu gátum við nýtt náttúru- auðlindirnar betur. Því eins og herra Pétur Sigurgeirsson, síðar biskup, sagði í messunni á Akureyri fyrir hartnær þremur áratugum og ég gleymi aldrei, þá er mönnunum ekki gefið allt, en hamingja hvers og eins felst í því að nýta það sem honum er gefið. Þetta má heimfæra upp á þjóðir, engri þjóð er gefið allt, en hamingja hennar og farsæld felst í því að nýta það sem henni er gefið. Mér finnst ekki þurfa að taka það fram að bæði maður og þjóð þurfa að nýta vel það sem þeim er gefið. Annars fer fyrir þeim eins og bóndanum sem átti gæsina sem verpti gulleggjum; í græðgi sinni slátraði hann gæsinni því hann gat ekki sætt sig við að fá bara eitt egg á dag. Hann vildi ná þeim öllum í einu. Fyrir vikið bar hann ekkert úr býtum. Það er ekki tilviljun að við erum í fyrsta sætinu á lífskjara- lista Sameinuðu þjóðanna, það er sökum framsýni og dugnaðar þjóðarinnar. Það var mikilsvert framlag til verndunar loftslagsins þegar Íslendingar hættu að kynda hús sín með kolum og fóru að nota heitt vatn í staðinn. Það sem háði okkur forðum, að við höfum engan aðgang að jarðefnaelds- neyti, varð til þess að við byggðum upp þekkingu til að nýta þær auðlindir sem við höfum – jarðvarma og fallvötn. Með starfi okkar í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna undanfarin þrjátíu ár höfum við lagt okkar af mörkum til að miðla þeirri þekkingu. Það er alltaf hægt að gera betur, en það þarf ekki að koma í veg fyrir að við getum glaðst fölskvalaust yfir góðum árangri. Glöð á góðum degi Lífskjör UMRÆÐAN Kirkjumál Í leiðara Fréttablaðsins 3. desember fullyrðir Björgvin Guðmundsson ranglega. Hann segir: „Hins vegar greiða allir skattgreiðendur, hverrar trúar sem þeir eru, laun presta þjóð- kirkjunnar.“ Þetta er ekki rétt. Í 62. gr. stjórnarskrárinnar er að finna eftir- farandi: „Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja Íslands, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.“ Þeir sem vilja geta séð, að með lögum frá 1907 voru kirkjujarðirnar afhentar ríkinu til sölu. Í staðinn skyldi ríkið greiða laun prestanna og varð þannig vörsluaðili eigna fyrir kirkjuna. Með samkomulagi milli þjóðkirkjunnar og ríkisvalds- ins 1997 um kirkjujarðirnar og með lögum frá 1. janúar 1998 um stjórn og starfshætti kirkjunnar, var stjórnsýsla Þjóðkirkjunnar aukin og styrkt. Greiðslur til Þjóðkirkjunnar byggjast allar á þeim eignum, sem henni höfðu safnast fram á síðustu öld. Það er því rangfærsla og villandi gagnvart lesendum Fréttablaðsins, að tala um að prestar þjóðkirkjunnar þiggi laun sín úr ríkissjóði. Ef einhverjum er falið það trúnaðarstarf, að vera fjárhaldsmaður annars aðila (vörsluaðili eigna hans), eins og t.d. getur verið, þegar um arf er að ræða, telst hann ekki eigandi eignanna, né þiggur eigandinn af fjárhaldsmanninum, taki hann af eignunum. Fullyrðingin er því röng. Í þessari sömu grein er einnig að finna þessa einkennilegu setningu: „En stofnanir hins opinbera, sem hafa freklega tekið að sér stórt hlutverk í uppeldi ungs fólks, gegna einnig stóru hlutverki.“ (Breiðletrun mín – BÁ). Í samhengi við greinina í heild verður ekki betur séð en leiðarahöfundur eigi m.a. við barna- og unglingaskóla landsins (skyldunám), sem hafi „freklega tekið að sér stórt hlutverk í uppeldi ungs fólks“. Það er mjög ranglátt að segja að þeir hafi „freklega tekið að sér stórt hlutverk“. Skólar starfa í umboði foreldranna, eru full- trúar þeirra og er trúað fyrir því mikilvæga hlutverki að stuðla frekar að menntun barna og unglinga en heimilin geta veitt. Það er mjög alvarleg fullyrðing, að ætla skólum landsins, þ.e.a.s. kennurum og skólastjórum, eitthvað annað en það, að leiðbeina börnum og unglingum á þann hátt bestan, sem samræmist lögum landsins og óskum foreldranna sjálfra. Höfundur er prestur í Hallgrímskirkju. Leiðaraskrif leiðrétt BIRGIR ÁSGEIRSSON RAGNHILDUR VIGFÚSDÓTTIR Í DAG | Það er alltaf hægt að gera betur, en það þarf ekki að koma í veg fyrir að við getum glaðst fölskvalaust yfir góðum árangri. Bætt ímynd Fréttablaðið sagði frá því í gær að síðar í vikunni kæmi út bók um Pólstjörnumálið svokallaða, þegar lögreglan lagði hald á tugi kílóa af amfetamíni á Fáskrúðsfirði. Höfundur bókarinnar, Ragnhildur Sverrisdóttir, hefur verið afar snör í snúningum því ekki eru nema rúmir tveir mánuðir síðan málið kom upp. Bókin lýsir málinu aðallega frá sjónarhóli lögregl- unnar, málið er enda enn í rannsókn og sakborningarnir tjá sig trauðla í bili. Ekki er að undra þótt laganna verðir hafi verið til í að láta dæluna ganga um sinn hlut í málinu; lög- reglan var í sárri þörf fyrir að bæta ímynd sína og í því ljósi hefur Pólstjörnumálið reynst dýrmæt- ara en nokkur markaðsherferð. Ekkert fyndinn Borgarstjórn efndi til viðhafnarkvöld- verðar í Viðey á dögunum í tilefni af níutíu ára afmæli Reykjavíkurhafnar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, hélt tölu og lét nokkra brandara flakka í leiðinni. Einn var á þá leið að ólíkt íslenska hestinum hefðu konur aðeins tvær gangteg- undir, það er yfirgang og frekjugang. Ekki kunnu allir að meta grínið og munu Svandís Svavarsdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir hafa skundað úr salnum. Þær fóru þó ekki langt, enda fastar á eyju með Vilhjálmi, en biðu af sér gamanmál hans áður en þær sneru aftur. Misskilin auglýsing Fjarskiptafyrirtækið Nova opnaði fyrir farsímaþjónustu sína á laugardag, ásamt því að opna verslun í Lágmúla. Af því tilefni var húsið sveipað stóru tjaldi merktu Nova og riðið á vaðið með auglýsingaherferð undir slagorðinu „Stærsti skemmtistaður í heimi“, en þar er átt við internetið í farsímanum. Í starfsmannaveislu sem haldin var í versluninni á föstudags- kvöld kom þó í ljós að einhverjir tóku slagorðið fullbókstaflega, og héldu að verið væri að opna stærsta skemmtistað í heimi. Allt kvöldið þurfti starfsfólk Nova að vísa fólki frá sem ætlaði að kíkja á þennan nýja og risastóra skemmtistað í Lágmúla. bergsteinn@frettabladid.is salvar@frettabladid.is Tugir manna eru heimilislausir í Reykjavík. Fólk götunnar STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.