Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2007, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 04.12.2007, Qupperneq 34
 4. DESEMBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● fyrirtækjagjafi r Flestir brunar vegna kerta á vinnustað verða í desember og janúar. Forvarna- húsið gefur góð ráð um notkun kerta á vinnustað. Árlega verður nokkurt tjón í fyrirtækjum vegna bruna frá kertum en Sjóvá tók nýlega saman tölur um slíka bruna. Sjóvá greiddi fyrirtækjum sem urðu fyrir tjóni vegna bruna frá kertum að meðaltali um 270 þúsund krónur á tímabilinu 2002 til 2006. Hæsta ein- staka tjónsupphæð sem greidd var út á tíma- bilinu vegna kertabruna var rúmar 4 milljón- ir króna. Þessar upphæðir segja þó ekki alla söguna þar sem óþægindi fyrirtækja vegna bruna, töpuð gögn eða vinna verður seint metin til fjár. Kertabruni hjá fyrirtækjum var mismunandi á milli ára en í flestum til- fellum kviknaði í kertaskreytingu eða kerti og urðu flest tjónin í desember og janúar. Forvarnahús Sjóvá hefur það að markmiði að miðla upplýsingum og fræða almenning um slysavarnir. Í vetur er lögð megináhersla á eldvarnir og hafa því verið teknar saman nokkrar leiðbeiningar til fyrirtækja um notkun kerta á vinnustað. VINNUSTAÐIR VERÐA AÐ SETJA SKÝRAR REGLUR UM NOTKUN KERTA Á VINNUSTAÐ. ■ Skiljið aldrei eftir logandi kertaskreyt- ingu inni á kaffistofu starfsmanna. ■ Bannið notkun kerta á skrifborðum starfsmanna. ■ Slökkvið ávallt á kertum í fundarher- bergjum eftir að fundi lýkur. ■ Sá starfsmaður sem kveikir á kerti ber ábyrgð á því að slökkva á því aftur. ■ Staðsetjið ekki kertaskreytingu í drag- súgi þar sem vindur eða gegnumtrekkur getur feykt loganum í skreytinguna. ■ Ef skreytingin er á afgreiðsluborði þarf að gæta að því að viðskiptavinir eigi ekki á hættu að reka sig í logann frá kertinu. ■ Hafið kertaskreytingu ekki nærri tækjum sem gefa frá sér hita. ■ Ef logandi kerti eiga að vera á borð- um í jólagleðinni sem haldin er á vinnu- staðnum þarf að ákveða fyrir fram hver slekkur á þeim. ■ Eftir að kertalogi hefur verið slökktur getur ennþá leynst glóð í kveiknum. Góð regla er að væta kertakveik- inn með vatni þegar slökkt er á kerti til að ekki leynist glóð. ■ Staðsetjið útikerti ekki of nærri inngangi verslana eða veitingastaða. ■ Færið aldrei logandi úti- kerti til, það hitnar mjög að utan, vaxið verður fljótandi og mjög heitt. ■ Kynnið reglurnar fyrir öllum starfsmönnum. ÞEGAR VALIN ER KERTASKREYTING: ■ Kertastjakar og annað undirlag kerta þarf að vera stöðugt og úr óbrennanlegu efni. ■ Kertin þurfa að vera vel skorðuð og föst í kertastjökum, gott er að nota kerta- stjaka sem standa vel upp úr skreyting- unni. ■ Styttið kveik kerta áður en kveikt er á þeim í fyrsta skipti svo ekki skapist hætta á því að hluti af kveiknum brotni og hann brenni út frá sér. ■ Varist skreytingar þar sem kertin eru mishá, hitinn frá lægra kertinu getur brætt hærra kertið. ■ Klippið skraut og greinar af sem ykkur finnst vera of nærri kertaloganum þegar kertið fer að brenna niður. ■ Ekki setja kerti ofan í hvað sem er – falleg glös geta hitnað og sprungið ef kerti eru sett ofan í þau. Ekki nota hvaða glös sem er undir kerti. Sá starfsmaður sem kveikir á kerti ber ábyrgð á því að slökkva á því aftur. Örugg kertajól á vinnustað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.