Fréttablaðið - 04.12.2007, Page 36

Fréttablaðið - 04.12.2007, Page 36
 4. DESEMBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR10 ● fréttablaðið ● fyrirtækjagjafi r ● SÍGILT FRÁ VINNUNNI Flest fyrirtæki hér á landi gefa starfsmönnum sínum jólagjafir. Gjafirnar eru misjafnlega veg- legar, allt frá konfekti upp í utan- landsferðir. Hinar sígildu gjafir eru þó konfekt, matar- körfur, peningar eða vörur merktar fyrirtækinu eins og flíspeysa, fílófax, teppi eða vesk i . Gjafirnar mælast misvel fyr i r h já starfsfólki og því alls ekki auðvelt að vera í sporum vinnuveitandans eða þess sem velur gjafirnar. - sig Gjafakarfa með hamborgarhrygg og hangikjöti er sígild gjöf og kemur líklega flestum að góðum notum yfir hátíðarnar. Sum fyrirtæki hafa hlutina einfalda og gefa Mackin- tosh-konfekt ár eftir ár. Ostakörfur hafa jafnan notið mikilla vinsælda sem gjafir fyrirtækja til starfsfólks síns. Ein vinsælasta gjöfin sem fyrirtæki geta gefið starfsfólki er peningar. Þá getur hver og einn valið sér sína gjöf sjálfur en eitthvað er á reiki með það hvort skatturinn taki þá sneið af kökunni. „Ég hef alltaf verið hjá svo litlum og skrítnum fyrirtækjum að þar hefur ekki verið um stórgjafir að ræða,“ segir Sigrún Valbergs- dóttir, leikstjóri og leiðsögu maður, þegar hún er spurð út í gjafir sem hún hefur fengið frá vinnuveit- endum gegnum tíðina. Hún kveðst samt tvö ár í röð hafa fengið góðar gjafir frá sama fyrirtæki. Önnur var stórt handklæði og hin var stórt flísteppi. „Hvorutveggja hlý- legar gjafir og afskaplega nota- drjúgar,“ segir hún og rifjar upp fleiri. „Svo fékk ég hljóm disk frá einu fyrirtæki og skálar frá öðru. En lengst var ég að vinna hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga sem var bláfátækt. Ég var sjálf framkvæmdastjóri þess og ofboðs- lega nísk fyrir hönd fyrirtækis ins. Nei, engar jóla gjafir þar.“ Nískur framkvæmdastjóri Sigrún hefur stundum fengið litlar en hlýlegar gjafir. Íslensk fyrirtæki eru leggja góð- gerðamálum lið í síauknum mæli, meðal annars með kaupum á jóla- kortum frá ýmsum félagasam- tökum, þar sem ágóði af sölunni rennur til einstakra málefna. Kort eru ekki aðeins vís með að gleðja við- skiptavini og starfs- menn, heldur vekja athygli á góðum mál- stað og von- andi létta ein- hverjum lífið sem eiga sárt um að binda. Þá hafa sum fyrirtæki jafn- vel tekið upp á því að sleppa jóla- kortum til viðskiptavina og nota þess í stað andvirðið til að styrkja ákveðinn málstað. Í raun gild- ir einu hvor leiðin er farin, hvort tveggja er jafn göfugt og gott og lætur manni líða vel á sálinni. Til styrktar góðu málefni Jólakort frá Thor- valdsen-félaginu árið 2005.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.