Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2007, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 04.12.2007, Qupperneq 45
ÞRIÐJUDAGUR 4. desember 2007 25 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 421 6.861 -1,76% Velta: 3.798 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 10,26 +0,00% ... Bakkavör 60,00 +0,17% ... Eimskipafélagið 36,80 -0,81% ... Exista 25,50 -1,35% ... FL Group 19,25 -7,90% ... Glitnir 24,65 -0,81% ... Icelandair 28,20 -0,70% ... Kaupþing 914,00 -2,25% ... Landsbankinn 37,15 -1,20% ... Straumur-Burðarás 16,30 -1,51% ... Össur 99,00 -1,00% ... Teymi 6,37 -1,24% MESTA HÆKKUN SPRON +3,32% ALFESCA +0,92% EIK BANKI +0,19% MESTA LÆKKUN FL GROUP -7,90% 365 -3,32% KAUPÞING -2,25% Umsjón: nánar á visir.is Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504 Afgreiðslutími virka daga: 10-18 og laugard. 11-15 Heilsurúm á jólatilboði Stuðningur sem þú treystir, þægindi sem þú elskar Hágæða sængur og heilsukoddar. Úrval af sængurfatnaði og rúmteppum. Gjafavara í miklu úrvali frá þekktum vörumerkjum. Handklæði, sloppar, baðmottur og baðvara. Violino leðursófar á jólatilboði 15% afsláttur Af sængum og heilsukoddum 15% afsláttur Af baðmottum og baðvörum Úrval af gjafavöru Úrvalsvísitalan hefur aldrei lækk- að eins mikið í einum mánuði eins og í nóvember. Þá lækkaði hún um 13,9 prósent. Í Morgunkorni Glitnis segir að haustið virðist oft fara illa í markaði. Í október árið 2004 hafi úrvalsvísitalan til dæmis lækkað um 11,5 prósent. Það er næstmesta lækkun innan mánaðar í sögu kaup- hallarinnar. Í nóvember var jafnframt met slegið í fjölda viðskipta í norrænu OMX-kauphöllunum. Nýja metið er 234.070 viðskipti á dag. Fyrra met var 214.167 viðskipti á dag í ágúst 2007. Jukka Ruuska, forstjóri norrænu OMX-kauphallanna, rekur þetta til MiFid-tilskipunar- innar, nýs regluverks sem nær yfir öll fjármálafyrirtæki. „Miðað við svipaða reynslu frá Bandaríkjun- um, búumst við þess vegna við að velta í viðskiptum muni aukast enn meira í framtíðinni,“ er eftir honum haft í tilkynningu. - hhs Versti mánuður frá upphafi Gengi helstu hlutabréfavísitalna lækk- aði víða um heim í gær í kjölfar þriggja daga hækkanahrinu í síðustu viku. Takturinn var sleginn við lokun markaða í Japan í gærmorgun þegar Nikkei-vísitalan lækkaði um 0,33 pró- sent. Á eftir fylgdu vísitölur í Bret- landi og á Norðurlöndunum, en gengi þeirra lækkaði um allt frá 0,2 prósent- um til rúmrar prósentu. Úrvalsvísi- talan í Kauphöllinni hér lækkaði tals- vert meira en í nágrannalöndunum á sama tíma, eða um 1,88 prósent. Danski markaðurinn var hins vegar undan- tekning því þar nam hækkunin 1,04 prósentum. Nokkrar sveiflur voru á hlutabréfa- mörkuðunum, ekki síst í Bandaríkjun- um enda sveifluðust vísitölur frá grænu í rautt nær viðstöðulaust. Fréttaveitur Bloomberg og Associated Press höfðu eftir fjármála- skýrendum í gær að taugatitrings gæti enn á hlutabréfamarkaði, ekki síst í Bandaríkjunum en þar er unnið að því að bæta hag fasteignaeigenda. Af þess- um sökum þarf lítið til að hreyfa við mönnum. Þá eru viðbrögð við jákvæð- um fréttum á stundum öfug miðað við sem ætla mætti. Slæmar fréttir geti þess vegna verið góðar fréttir enda geti það ýtt undir lækkun stýrivaxta vestanhafs og öfugt, líkt og Bloomberg tekur til orða. - jab FYLGST MEÐ TÖLUNUM Í TÓKÝÓ Hlutabréfavísi- tölur voru flestar á rauðu í gær vegna taugatitr- ings á viðkvæmum markaði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Mánudagsþreyta á markaði Marel Food Systems safnaði sem svarar 30 milljónum evra í lokuðu hlutafjárútboði sem lauk á föstu- dag. Nýir hlutir svara til tæplega átta prósenta heildarhlutafjár félagsins. Lífeyrissjóðir tryggðu sér tvo þriðju hluta af nýja hluta- fénu, en afgangurinn féll öðrum fjárfestum í skaut. Allir helstu lífeyrissjóðir lands- ins eru nú á meðal stærstu hlut- hafa Marels. Verð hlutanna var 92 krónur á hlut en var til saman- burðar 95 krónur við lokun mark- aðar í gær. Þá er verðið fjórum prósentum undir lokagengi bréfa Marels á föstudag. Í kynningu Marels á kaupum á Stork Food Systems kom fram að til stæði að bjóða út nýtt hlutafé fyrir 147 milljónir evra, jafnvirði rúmra 13,2 milljarða króna, en á næsta ári er fyrirhugað forgangs- réttarútboð að fjárhæð um 117 milljónir evra. - ss/óká Lífeyrissjóðir keyptu í Marel Búist er við að stjórn Royal Bank of Scotland afskrifi um tvo milljarða punda, eða nálægt 250 milljörðum króna, vegna undirmálslánakrepp- unnar á Bandaríkjamarkaði. Fjallað er um málið í sunnudags- útgáfu The Telegraph, en þar segir að hluthafar í RBS hafi gert kröfu um að bankastjórnin geri hreint fyrir sínum dyrum. Upphæðin mun þó ekki öll vegna undirmálslána, heldur kemur þar einnig til tap vegna kaupa á ABN Amro. Hlutabréfaverð RBS hefur fallið um 30 prósent í ár. Bankanum er á móti talinn til tekna 3 milljarða punda hagnaður í ár af eign í Bank of China, auk 4 milljarða punda hagnaðar sem vænst er af sölu járn- brautarfélagsins Angel Trains. RBS er vel kunnur í fjármálalíf- inu hér, en bæði Kaupþing og Lands- bankinn hafa átt samstarf með bankanum við fjármögnun ein- stakra verkefna. - ss/óká RBS afskrifi 250 milljarða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.