Fréttablaðið - 04.12.2007, Side 48

Fréttablaðið - 04.12.2007, Side 48
 4. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR Kvöldmaturinn sam- anstóð af rúgbrauði. Ekki þó rúgbrauðinu sem hafði verið keypt fyrst enda vildi húsfreyjan ekki sjá það. „Þetta er með sykri,“ öskraði hún og aumingjans hús- bóndinn hrökklaðist í burtu með svokallað Jöklabrauð. Hún vildi fá danskt rúgbrauð. Ekki vegna aðdáunar sinnar á Dönum, síður en svo, henni hafði alltaf verið í nöp við þá, nei, vegna þess að danskt rúgbrauð var svo gott í magann. „Ertu alveg viss, ástin mín?“ muldraði hann og hún kinkaði kolli. „Og ananas-safa,“ bætti hún við. Hann klæddi sig í skóna og leit út um gluggann. Fyrir utan blés vindurinn engum meðbyr heldur mótbyr, sama hvernig var staðið, og hann arkaði af stað. Afgreiðslu- maðurinn horfði á hann með undr- unaraugum. Þetta var í fjórða sinn sem húsbóndinn kom í verslunina á síðasta klukkutímanum. Fyrst hafði verið keypt venjulegt brauð og lifrarpylsa og kæfa að ógleymd- um mildum morgunsafa. „Ég er komin með ógeð á þessu,“ hafði hún sagt þrátt fyrir að á innkaupa- SMSinu hefðu þessir þrír hlutir verið efstir á óskalistanum aðeins nokkrum mínútum áður. „Farðu með þetta, lyktin er ógeðsleg. Mig langar í pitsu með pepperoni,“ sagði hún. Einn og hálfur mánuður var liðinn síðan það kom kross á CareBlue-prófið og ljóst þótti að nýr meðlimur væri að bætast í hópinn. En þegar pitsan hafði verið hituð í ofninum og húsbóndinn sá fram á náðuga stund heyrðust hróp og köll innan úr stofu. „Ekk- ert kjöt, mig langar ekkert í þetta.“ Pitsunni var snögglega kippt út og hent beint í ruslið. „Mig langar í franskar,“ bað hún um og enn var rölt af stað. „Og engan morgun- safa, ég vil malt og appelsín,“ bætti hún við. En þegar frönsk- urnar voru rétt að taka lit kom hún askvaðandi inn í eldhúsið, tók þær út og fleygði þeim í ruslið. „Kannski bara rúgbrauð, danskt og helst mildan morgunsafa?“ STUÐ MILLI STRÍÐA Nýr erfingi kallar á nýjan matseðil FREYR GÍGJA GUNNARSSON VORKENNIR ÓLÉTTUM VINI SÍNUM ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell Er það einhleyp- ingabarinn í kvöld, Ralph? Hefur þú séð þetta barn? Mér finnst gott að vera í herberginu mínu, ókei?? Ég verð að hafa íbúðina fyrir mig í kvöld! Ég ætla að elda fyrir Kamillu! Hey! Back on track! En huggulegt! Já, gráttu þínum bitru tárum, Þ.L.! Ég hef fundið konuna mína! Ja... Jú... Ég meina... Þú ert sem sagt strax byrjaður! Þrátt fyrir allt... gangi þér vel! Og í þetta skiptið verður allt uppi á borði! Engin leyndarmál! Engar lygar! Svo að þú ætlar að elda matinn? Já, já. ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ó, Lárus... Lóa er bara svo sæt! Takk, Margrét. Ég skal taka hana. Þau vaxa svo fljótt! Já, heldur betur. Má ég ekki bara... Betl f yrir byrje ndur Áður en þú veist af verður hún fullorðin og flytur að heiman! Ég veit það... Öö... Njóttu hvers augnabliks! Það er það sem ég er að reyna!! Hvernig leist Mjása á matinn sinn? Hann hefði ekki viljað snerta hann með þriggja metra löngu priki. Ohh... Komdu nú. Sendu sms BTC BMV Á númerið 1900og gætir unnið! Vinningar eru DVD myndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! SMS LEIKUR Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . Kemur í verslanir 6. desember!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.