Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2007, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 21.12.2007, Qupperneq 2
2 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR Bergvin, þarftu ekki bara að skella þér á stefnumót? „Ég fór á blint stefnumót í sumar og hef verið blindaður af ást síðan.“ Bergvin Oddsson, formaður ungmenna- hreyfingar Blindrafélagsins, hefur bent á að hollensku blindrasamtökin vísi félagsmönnum sínum á notendavæna klámsíðu fyrir blinda á sinni heimasíðu. BRETLAND, AP Elísabet II Breta- drottning náði því síðdegis í gær að verða langlífust allra þeirra sem setið hafa í hásæti breska konungdæmisins fyrr og síðar. Sló Elísabet þar með Viktoríu drottningu við, sem fæddist 24. maí 1819 og varð 81 árs og 243 daga er hún dó eftir 63 og hálft ár í hásæti. Þótt Elísabet II hafi nú náð hærri lífaldri en Viktoría á hún nærri átta ár í að slá henni við í þaulsætni í hásæti. Auk Viktoríu hafa tveir konungar setið lengur en Elísabet. Hún tekur fram úr Hinrik III í mars næstkomandi og Georg III á árinu 2012. - aa Langlíf Bretadrottning: Elísabet II slær Viktoríu við ELÍSABET II Hefur náð hærri lífaldri en Vikoría en setið skemur en hún í hásæti. DÓMSMÁL Hæstiréttur dæmdi í gær 24 ára gamlan mann, Andra Þór Guðmundsson, í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa skipulagt smygl á ríflega 360 grömmum af kókaíni til landsins frá Amsterdam. Hafði héraðs- dómur dæmt manninn í þriggja mánaða styttri fangelsisvist. Andri fékk karlmann og konu til að flytja efnið til landsins og afhenti þeim peninga fyrir efninu, flugmiða og uppihaldi. Seinna fór hann til Amsterdam og tók við efninu, pakkaði því og afhenti þeim það til að flytja til landsins. Voru þau stöðvuð í Leifsstöð með efnið. - sgj Kókaínsmyglari dæmdur: Höfuðpaur fær 15 mánuði Calia Italia Premium hvíldarsófi (Stærð: 222 sm) Öll sætin eru með skemli. Fæst með ljósu, dökkbrúnu eða svörtu leðri Fæst einnig sem 2ja sæta og 4ja sæta. Verð kr. 179.900,- SETT EHF • ASKALIND 2A • 201 KÓPAVOGUR • SÍMI: 534 1400 • WWW.SETT.IS OPNUNARTÍMI: MÁN. - FÖS 11:00 - 18:00 LAUGARDAGA 11:00 -16:00 SUNNUDAGA 13:00 - 16:00 BJÓÐUM MIKIÐ ÚRVAL AF HÚSGÖGNUM Á HAGSTÆÐU VERÐI VÖNDUÐ HÚSGÖGN SÓFASETT, HVÍLDARSÓFAR, BORÐSTOFUHÚSGÖGN, RÚM OG MARGT FLEIRA HEILSA Ráðist verður í átak á vegum Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar á nýju ári til að fjölga kvenkyns gestum sundlauganna. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Íþrótta- og tómstundaráði, segir nokkru muna á aðsókn kynjanna í laugarnar, yfir vetrarmán- uðina séu karlar til dæmis um 55 af hundraði en konur um 45 af hundraði. „Þetta er misjafnt eftir aldurshópum, hlutfallið er tiltölulega jafnt hjá börnum og ungu fólki og svo er þetta líka misjafnt eftir laugum,“ segir Steinþór. Mestu munar í Sundhöllinni og Laugardalslaug, sem aldraðir eru duglegir að sækja og þar eru karlarnir mun fleiri en konurnar. Steinþór segist einhver ráð eiga til að fjölga konum í sundlaugunum og bendir á að að kvöldi 24. október síðastliðins þegar kvennafrídagsins var minnst hafi einungis konum verið heimill aðgangur að Vesturbæjarlauginni. „Það var góður undirbúningur. Við heyrðum hljóðið í konum og afstöðu þeirra og getum byggt á því.“ Ásamt Steinþóri mun mannréttindafulltrúi ÍTR vinna að því á nýju ári að fjölga konum í sundlaug- um borgarinnar. - bþs Átak verður gert í að fjölga kvenkyns gestum sundlauganna á nýju ári: Vilja fleiri konur í sundlaugarnar Í LAUGINNI Reyna á að laða fleiri konur í sund á nýju ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UMHVERFISMÁL Svandís Svavars- dóttir borgarfulltrúi segir breyt- ingar á skipulagi Hólmsheiðar munu forða tólf til fimmtán þúsund trjám frá eyðingu. „Með þessum breytingum verður komið verulega til móts við þær athugasemdir sem bárust vegna skógareyðingar á svæðinu,“ segir í svari Svandísar við fyrirspurn sjálfstæðismanna í borgarráði. Sjálfstæðismenn vildu vita hvort breyta ætti skipulaginu á Hólms- heiði til að vernda trjágróður og hvort breyta ætti skipulagi á Reynis- vatnsási til að vernda svæði sem tilheyrir Græna treflinum svokall- aða, eins og borgarfulltrúar Vinstri grænna hefðu viljað þegar þeir voru í minnihluta í borgarstjórn. Svandís segir í svarinu að í aug- lýstri tillögu fyrir Hólmsheiði hafi verið gert ráð fyrir um níutíu hekt- urum undir lóðir og mannvirki. Í endurskoðaðri tillögu sé lagt til að það svæði verði minnkað um um það bil ellefu hektara. „Þetta á sérstaklega við um þau svæði þar sem skógur er hvað þétt- astur,“ segir Svandís sem, eins og áður segir, kveður á bilinu tólf til fimmtán þúsund tré „bjargast“ við breytinguna. Nú er beðið formlegrar umsagn- ar Skógræktarfélags Reykjavíkur en Svandís segir fulltrúa félagsins hafa tekið nýju hugmyndunum vel þegar þeim voru kynntar þær í byrjun mánaðarins. - gar Svandís Svavarsdóttir boðar breytt skipulag á Hólmsheiði í þökk skógræktarfólks: Segist bjarga 12 þúsund trjám SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR Oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn segir skógrækt- arfólk taka vel í nýjar hugmyndir um skipulag á Hólmsheiði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HEILBRIGÐISMÁL Uppbygging öldrunarheimila er ómöguleg nema farið verði að greiða húsaleigu á slíkum stofnunum. Þetta segir Júlíus Rafnsson, framkvæmdastjóri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar, og undir orð hans tekur Sveinn Skúlason, forstjóri Hrafnistu. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segir sjálfsagt að fara yfir hugmyndir þeirra. Aðaláherslan á næstu mánuðum verði þó að stórauka heimahjúkrun umfram það sem nú er. Fyrirhugaðar endurbætur á Hrafnistu munu fækka rýmum þar úr 260 í um 150 en á Grund mun rýmum fækka úr 220 í 120. Rúmlega 200 rými munu því detta út á um næstu þremur árum verði ekki brugðist við. Júlíus segir að fyrir sex árum hafi hann reynt að vekja athygli heilbrigðisyfirvalda á mikilvægi þess að nýtt hjúkrunarheimili risi áður en farið yrði í framkvæmdir á Grund. Um helmingur heimilismanna á Grund hefur komið af Landspítalanum. Magnús Pétursson sagði í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn að ef ekki yrði með einhverju móti brugðist sem fyrst við fækkun rýma þar væri ljóst að mikill vandi steðjaði að spítalanum og enn meiri teppur gætu myndast þar en fyrir væru. „Það er brýnt verkefni. Ég geri mér grein fyrir því að fólk getur illa beðið eftir því að komast á hjúkrunarheimili en allt tekur sinn tíma. Viðbrögð okkar við stöðunni nú eru að efla heimahjúkrun enda vilja langflestir vera sem lengst heima hjá sér. Þar fyrir utan er vist á Landspítalanum dýrasta úrræðið,“ segir Guðlaugur. Hann bendir jafnframt á að verið sé að bjóða út þrjátíu dagvistarrými og tuttugu skammtímarými. Þá sé meðal annars þegar unnið að tilraunaverkefnum til að bæta stöðuna. Júlíus segist hafa óskað eftir lóð hjá Reykjavíkur- borg til að byggja hjúkrunarheimili ásamt íbúðum fyrir aldraða, það myndi bæta við 110 rýmum. Hann segist þó ekki sjá fram á að af byggingunni verði greidd húsaleiga. „Í sambýlum fatlaðra og í skóla- byggingum, sem reknar eru af sjálfseignastofnun- um, er gert ráð fyrir leigu. Það sama þarf að gerast á hjúkrunarheimilum,“ segir hann. Júlíus segir það ekki á ábyrgð sjálfseignarstofnna eins og Grundar að sjá til þess að allir hafi efni á húsnæði. „Það er mál fyrir pólitíkusa en ekki sjálfseignastofnanir. Það hlýtur þó að vera hægt að útbúa félagsleg úrræði fyrir þann hóp.“ karen@frettabladid.is Vilja fá leigutekjur á hjúkrunarheimilum Fyrirhugaðar endurbætur á öldrunarstofnunum Grund og Hrafnistu verða til þess að rýmum fækkar um rúmlega 200. Framkvæmdastjóri Grundar segir að uppbygging hjúkrunarheimila sé ómöguleg verði húsaleiga ekki greidd. HÚSNÆÐISMÁL ELDRI BORGA AÐ BREYTAST Rýmum á hjúkr- unarheimilum fækkar um rúmlega 200 á næstunni. Forsvars- menn öldrunarstofnana segja erfitt að vinna að uppbyggingu nema farið verði að greiða húsaleigu. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON JÚLÍUS RAFNSSON SVEINN SKÚLASON GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON SUÐURNES Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lýsir yfir áhyggjum vegna neikvæðrar umræðu um upp- byggingu á fyrrum varnarsvæð- inu á Vallarheiði. Þetta kemur fram í samþykkt á síðasta stjórnarfundi sambandsins. Þar segir að á stuttum tíma hafi náðst að breyta svæðinu í lifandi þjónustu- og vísindasamfélag sem nú þegar hafi haft góð áhrif á samfélagið. Enn fremur segir að mikilvægt sé að vallarsvæðið verði uppspretta nýrra hugmynda og atvinnu fyrirtækja og fái að njóta jákvæðrar kynningar í samfélaginu. - jse Uppbygging á Vallarheiði: Áhyggjur af umræðunni SVEITARSTJÓRNIR „Þeir aðilar sem þarna fara um á hverjum degi eru oft í stórhættu vegna ónógrar lýsingar, sem er reyndar engin,“ segir bæjarstjórn Akraness, sem skorar á „yfirmenn samgöngumála á Íslandi að lýsingu verði strax komið fyrir á að minnsta kosti tvennum tilgreindum gatnamótum á veginum að Akranesi“. „Þegar skammdegið fer í hönd með tilheyrandi verðurfari þá verða umrædd gatnamót erfið yfirferðar vegna myrkurs, endurskin umferðarmerkja verða skítug og þar af leiðandi mun lakari vegvísir en ella,“ segir bæjarstjórnin. - gar Bæjarstjórn Akraness: Vill ljósastaura við slysagildrur LEIÐIN TIL AKRANESS Gatnamót á vegin- um til Akraness eru sögð slysagildrur. FÓLK „Þótt til séu aðrir fallegir staðir í heiminum eru þeir fáir sem bjóða friðinn, öryggið og rólegheitin sem við höfum upplifað hér,“ segja eiginkonur útlendra starfsmanna við álverið á Reyðarfirði í opnu kveðjubréfi til allra íbúa Fjarðarbyggðar. „Við sem erum eiginkonur þeirra sem unnu við byggingu álversins höfum verið að kveðja ykkur hljóðlega undanfarið en það hefur verið okkur erfitt,“ segja Karen McKenzie og Jo-Ann Cameron. „Bestu þakkir fyrir að bjóða okkur öll velkomin og leyfa okkur að vera hluti af samfélag- inu ykkar.“ - gar Útlendingar á Reyðarfirði: Eiginkonurnar mæra Ísland SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.