Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2007, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 21.12.2007, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 21. desember 2007 11 Eldur í Hljómskálagarðinum Eldur kom upp í Hljómskálagarðinum í Reykjavík um fimmleytið í gær. Kom eldurinn upp í leiktækjum en að sögn slökkviliðsmanna var eldurinn ekki mikill. Til öryggis voru dælubíll og sjúkrabílar sendir á staðinn. LÖGREGLUFRÉTTIR Nýr skrifstofustjóri Regína Ásvaldsóttir verður ráðin nýr skrifstofustjóri borgarstjórnar. Regína var nú síðast sviðsstjóri þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar. Hún var valin úr hópi sex umsækjenda. REYKJAVÍKURBORG SAMFÉLAGSMÁL Algengasta búsetuform á landinu er að fólk búi eitt. Kjarnafjölskyldan, fólk með börn, er nú næstalgengasta búsetu- formið. Þetta kemur fram í rannsókn Hagstof- unnar fyrir árin 2004 til 2006. Hlutfall einhleypingsheimila á höfuðborgar- svæðinu er nú 35 prósent, en 33,7 prósent á landinu öllu. Þetta hlutfall er minna í bæjum á landsbyggðinni og minnst í sveitum. Þar er algengast að fólk búi saman og með börnum sínum. Áður voru pör með börn algengasta heimilisformið, en þau eru nú 33 prósent heimila. Eitt af hverjum tíu heimilum er heimili einstæðs foreldris. Hlutfallið er hæst á höfuðborgarsvæðinu, rúm ellefu prósent, en lægst í sveitum, rúm sjö prósent. Barnlaus pör fylla tæpan fimmtung heimila á landsvísu og rúm fjögur prósent heyra til annars konar heimilisgerð, segir Hagstofan. Þegar rýnt er í tölur um heimilisreksturinn kemur á daginn að útgjöld einhleypra eru hlutfallslega hæst. Þeir eyða til dæmis að jafnaði meiru á mann í síma og önnur fjarskipti, íþróttir, fjölmiðla og happdrætti og veitingar. Einhleypir eyða líka um efni fram, eða að jafnaði næstum fimm prósentum meira en þeir afla. - ikh / Sjá Markaðinn síðu 12 Rannsókn Hagstofunnar sýnir að algengast er að fólk búi eitt: Kjarnafjölskyldan ekki stærst AKRANES Verkalýðsfélag Akraness hefur skorað á bæjarráð Akra- ness að greiða starfsmönnum Akraneskaupstaðar 30 þúsund króna jólabónus líkt og starfs- menn Hafnar- fjarðarbæjar fá. Einnig hefur félagið skorað á bæjarráðið að skoða með jákvæðum hug launahækkanir til tekjulægstu starfsmanna sveitarfélag- anna á höfuð- borgarsvæðinu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur átt fund með bæjarráði til að ræða þessi mál. Í frétt á vefsíðu félagsins segir að bæjarráðið ætli að skoða málin. „Nú er bara að vona að þeir fylgi fordæmi sveitarstjórnarmanna á höfuð- borgarsvæðinu og geri vel við sína starfsmenn öllum til heilla,“ segir þar. - ghs Verkalýðsfélag Akraness: Vill 30 þúsund í jólabónus VILHJÁLMUR BIRGISSON STJÓRNMÁL Samgönguráðherra, Kristján Möller, hefur skipað nefnd sem ætlað er að endur- skoða umferðar- lögin en núgildandi lög eru að stofni til frá 1987. Meðal þess sem á að skoða er tekjutenging sekta vegna umferðarlaga- brota og hvort setja beri áfengislása í bíla til að koma í veg fyrir ölvunarakstur. Róbert Spanó, lagaprófessor við Háskóla Íslands, er formaður nefndarinnar en aðrir nefndar- menn eru Jón Haukur Edwald, Karl Ragnars, Gunnar Narfi Gunnarsson, Ólafur Guðmunds- son og Kolbrún Sævarsdóttir. - bþs Umferðarlög endurskoðuð: Áfengislásar og tekjutengdar sektir í skoðun RÓBERT SPANÓ INDLAND, AP Eðlisfræðikennari sem grunaður er um að hafa agað ódæla nemendur með því að gefa þeim raflost hefur verið handtek- inn, að því er yfirvöld á Indlandi greindu frá á miðvikudag. Kennarinn notaði víra tengda rafhlöðum til að gefa áttundu- bekkingum væg raflost í skóla í bænum Bhusaval. Atvikið átti sér stað á laugardag þegar kennarinn sagði nemendum að mæta á tilraunastofu skólans til að gera tilraunir en þótti þeir hegða sér illa. Kennarinn á yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi verði hann sakfelldur. - sdg Indverskur eðlisfræðikennari: Gaf nemendum sínum raflost BÆJARSTJÓRAHJÓNIN Í BOLUNGARVÍK ÁSAMT BÖRNUM Nú er algengast að fólk búi eitt. HEIMILISGERÐIR Einhleypir 33,7% Barnlaust sambýlisfólk 18,9% Sambýlisfólk með börn 33,0% Einstæðir foreldrar 10,0% Önnur heimilisgerð 4,3% Heimild: Hagstofa Íslands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.