Fréttablaðið - 21.12.2007, Síða 28

Fréttablaðið - 21.12.2007, Síða 28
28 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR taekni@frettabladid.is TÆKNIHEIMURINN Vefurinn: The Onion Bandarísk húmorsíða með meinfyndnum fréttum. Líklega ein af fyrirmyndum Baggalútsdrengjanna. www.theonion.com Tónlistarleikurinn Guitar Hero III er jólaleikurinn í ár. Hann selst í bílförm- um og er uppseldur í mörgum leikjaverslun- um. Í leiknum er spilarinn í hlut- verki rokkstjörnu, og sér um að spila undir á gítar í ýmsum frægum rokklögum. Til þess notar hann sérstakan plastgít- ar sem fylgir með leiknum, með því að ýta á takka á hálsinum og slá á „streng- ina“ í takt við lagið. Meðal hljómsveita sem eiga lög í leiknum eru Guns N‘ Roses, Metallica, The Rolling Stones, Weezer, Slayer og Dragon force. Alls er hægt að spila yfir sextíu lög. Leikurinn er til fyrir allar helstu leikjatölvurnar: Xbox 360, Wii, Playstation 3 og Play- station 2, en auk þess er hann til fyrir PC-tölvur. Hann kostar á milli níu og tíu þúsund krón- ur með gítarnum, en hægt er að kaupa leikinn án gítars ef menn eiga slíkan fyrir. „Guitar Hero stoppar varla í búðunum hjá okkur, við feng- um fimm bretti send með flugi á mánudaginn og þau voru uppseld á þriðjudag,“ segir Gunnar Ingv- arsson, vörustjóri hjá BT. „Við gætum hafa selt fimmfalt meira af honum ef framboðið væri meira. Í dag koma fimm bretti í viðbót, og ég býst fastlega við að þau seljist upp á morgun.“ Örn Barkarson, innkaupastjóri afþreyingar hjá Elko, tekur í sama streng. „Guitar Hero er alveg hrikalega stór fyrir þessi jól, hann er uppseldur hjá okkur og búinn að vera það í ágætis tíma,“ segir hann. Það er mikið verið að kaupa leikinn í jólagjafir, en svo sjáum við líka fólk kaupa þetta fyrir sig sjálft.“ Hann segist sjálfur hafa prófað leikinn og finnist hann skemmti- legur. „Þetta er fín afþreying og góður partíleikur. Í rauninni er hann svipaður og Buzz-spurninga- leikirnir og Singstar, bara enn einn leikurinn í þá flóru.“ Rokkstjörnuhermir undir jólatrjám leikjaunnenda Leopard, sjötta útgáfa Mac OS X stýrikerfisins, hefur selst betur á fyrsta mánuði eftir útgáfu en nokkuð annað stýrikerfi frá Apple. Meira en tvær milljónir stýrikerfisins seldust í nóvember, en það kom út í lok október. Viðtökurnar koma sér mjög vel fyrir Apple því helsti keppinaut- urinn, Windows Vista, hefur hlotið dræmar móttökur. - sþs Tvær milljónir í nóvember: Leopard rýkur úr hillunum Forsvarsmenn bandaríska skráaskiptavefjarins TorrentSpy, þar sem hægt er að nálgast kvikmyndir, tónlist, tölvuleiki og annað höfundarréttarvarið efni, hafa tapað dómsmáli sem snýst um höfundarréttarbrot. Samtök rétthafa kvikmynda í Bandaríkj- unum, MPAA, kærðu vefinn. Höfundarréttarsamtökin þurftu ekki að sanna að um höfundar- réttarbrot væri að ræða, því forsvarsmenn síðunnar urðu ekki við beiðnum um að varðveita sönnunargögn heldur eyddu þeim. Þar með féll dómurinn sjálfkrafa höfundarréttarsamtök- unum í vil. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu var lögbann sett á stærsta skráaskiptavef landsins, Torrent.is, hinn 19. nóvember og honum lokað. Samtök myndrétt- hafa á Íslandi, Smáís, lögðu fram lögbannskröfuna sem sýslu- maðurinn í Hafnarfirði féllst á. - sþs Sjálfkrafa dæmdir sekir fyrir að eyða sönnunargögnum: Torrentvefur tapar í dómsmáli vestra Duke Nukem sýnishorn Leikjaunnendur gripu andann á lofti í vikunni þegar nýtt sýnis- horn skotleiksins Duke Nukem Forever fór í dreifingu á netinu. Leikurinn, sem er búinn til af 3D Realms, hefur verið í framleiðslu í tíu ár og er ókrýndur konungur þeirra tölvu- leikja sem ætla aldrei að koma út. Enginn útgáfudagur er þó tiltekinn í sýnishorninu, sem sýnir Duke reykjandi vindil á bekkpressubekk. Firefox 3 fer í aðra betu Ný tilraunaútgáfa Firefox 3 vafrans kom út síðasta þriðjudag. Meðal annars er búið að laga fjölda minn- isleka sem eru til staðar í Firefox 2 og gera vafrann hraðari í notkun. Hægt er að ná í Firefox 3 Beta 2 á vefnum, en hafa skal í huga að útgáfan er aðeins hugsuð til prófana og inniheldur mögulega villur. Ár stjörnufræðinnar 2009 Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að árið 2009 verði alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar. Þá verður haldið upp á einn mikilvægasta atburð í sögu raunvísinda, þegar Galíleó Galílei beitti sjónauka fyrstur manna til rannsókna í stjörnufræði. Farsími vegna öryggis Foreldrar vilja að börnin sín séu með farsíma öryggis- ins vegna. 78 prósent þeirra 339 foreldra sem tóku þátt í rannsókn sögðust íhuga að kaupa farsíma handa barni sínu svo þeir gætu náð sambandi við það í neyð. Þrettán prósent sögðust vilja að börnin sín héldu sambandi við vini og fjölskyldu, og sex prósent viðurkenndu að þeir íhuguðu að kaupa farsíma handa barninu sínu af því að það hefði beðið um hann. Amitelo semur við ZTE Svissneska farsímafyrirtækið Amitelo, sem hyggst koma upp farsímaþjónustu hérlendis á næsta ári, hefur samið við kínverska fyrirtækið ZTE um sam- starf við fjármögnun og uppbyggingu GSM-kerfisins á Íslandi. Amitelo hefur verið í fréttum að undanförnu vegna gruns um að fyrirtækið hafi framvísað falsaðri bankaábyrgð við útboð á uppbyggingu GSM-kerfis á landsbyggðinni. Tunglið yngra en talið var Tunglið okkar er þrjátíu milljónum ára yngra en hingað til hefur verið talið. Það varð ekki heldur til þegar loftsteinn á stærð við Mars rakst á jörðina, heldur myndaðist það úr hluta jarðarinnar sem brotnaði frá henni sextán milljónum ára eftir að kjarni jarðar myndaðist. Þetta er niðurstaða vísinda- manna við svissnesku vísindastofnunina í Zürich, sem er greint frá á vef vísindatímaritsins New Scientist. ThinkSecret lokað Vefnum ThinkSecret, þar sem birst hafa sögusagnir um nýjar Apple-vörur, hefur verið lokað. Þetta var gert í samráði við Apple, skrifar útgefandinn Nick Ciarelli í síðustu fréttinni á vefnum. Með því lýkur málsókn sem Apple hóf gegn ThinkSecret vegna þess hve vefurinn birti oft fréttir um hluti sem áttu að heita trúnaðarmál innan fyrirtækisins. ROKKAÐ FEITT Hægt er að spila sem Slash, gítarleikarinn í Guns N‘ Roses, í Guitar Hero III, auk annarra persóna. Yfir sextíu lög eru í leiknum, flest þeirra upprunalegar upptökur. „Það er margt að gerast hjá okkur þessa dagana, um áramótin erum við að setja á fót nýja þjónustu sem breytir áherslunum okkar svolítið,“ segir Frosti Heimisson, framkvæmdastjóri OpenHand. „Þannig förum við úr því að vera í samkeppni við til dæmis BlackBerry og yfir í eins konar sérlausnahluta.“ OpenHand sérhæfir sig í samskiptalausnum fyrir farsíma, og býr til hugbúnað sem gerir fólki kleift að nálgast tölvupóst, dagatal og tengiliðalista í gegnum farsímann. Frosti segir að eftir ára- mót verði einnig hægt að búa til sérhæfðari forrit fyrir farsímann, eins og til dæmis sölu- kerfi eða tímaskráningakerfi. „Við erum búnir að vera að vinna með þetta kerfi í langan tíma, en opinbera útgáfan kemur út um áramótin. Við erum til dæmis núna að vinna verkefni í Suður-Afríku þar sem allt að níu þúsund starfsmenn á vegum ríkisstjórnarinnar þar munu nota OpenHand lausn til að skrá niður íbúa og aðstoða þá við að sækja ýmsa þjónustu á vegum ríkisins. Síðan erum við líka í samstarfi við flutningafyrirtæki, fjár- málastofnanir, banka, opinberar stofnanir og fleiri um mögulegar lausnir í farsíma sem veittu aðgang að innri kerfum fyrirtækisins.“ Frosti bætir við að OpenHand hafi nýlega tekið upp hina svokölluðu tuttugu prósenta reglu, sem Google gerði fræga. Hún felst í því að starfsmenn OpenHand mega eyða tuttugu prósentum af vinnutíma sínum í gæluverkefni sem þeir hafa áhuga á, svo lengi sem það gagnast fyrirtækinu. „Ég held við séum með þeim fyrstu hérna á Íslandi til að taka upp þessa reglu, og við vonum að þetta skili sér í sniðugum lausnum. Við köllum bara eftir góðum hugmyndum frá fólki að sniðugum forritum í farsím- ann.“ TÆKNISPJALL: FROSTI HEIMISSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI OPENHAND Vinna fyrir suður-afrísku ríkisstjórnina NÆTURVAKTIN KOMIN Á DVD NÆTUR- VAKTIN allir 12 þættirnir á 2 diskum troðfullir af aukaefni; tilurð þáttanna / upptökur frá spunum, gerð næturvaktarinnar og yfirlestur (commentary) frá höfundum og aðalleikurum. Eigum við að ræða það eitthvað? 2 DVD HETJULEIKUR Guitar Hero III er til fyrir leikjatölvurnar Xbox 360, Wii, PlayStat- ion 3 og PlayStation 2. Auk þess er til útgáfa fyrir PC-tölvur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TORRENTSPY Á vefsíðunni má nálgast kvikmyndir, tölvuleiki, forrit, tónlist og annað höfundarréttarvarið efni. For- svarsmenn hennar voru dæmdir sekir, en refsing verður ákvörðuð síðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.