Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2007, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 21.12.2007, Qupperneq 30
30 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 590 6.217 +0,05% Velta: 7.296 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 9,76 -1,01% ... Bakkavör 56,80 +1,25% ... Eimskipafélagið 35,75 +0,00% ... Exista 17,85 -6,55% ... FL Group 14,70 +0,00% ... Glitnir 21,80 +0,23% ... Icelandair 25,75 +0,78% ... Kaupþing 863,00 +1,05% ... Landsbankinn 35,50 -0,28% ... Straumur-Burðarás 15,05 +0,00% ... Össur 98,00 +1,03% ... Teymi 5,50 -1,26% MESTA HÆKKUN SLÁTURFÉ. SUÐURL. 5,41% ATLANTIC PETROL. 1,52% BAKKAVÖR 1,25% MESTA LÆKKUN SPRON 7,92% FLAGA 7,14% EXISTA 6,55% Áramótaheitið ekki megrun Vefútsendingar Seðlabankans við stýrivaxta- ákvarðanir hafa gengið brösuglega. Svo var við tilkynningu stýrivaxta í gær. Davíð Oddsson Seðlabankastjóri sagði að þetta væri bölvað, þegar athygli hans var vakin á þessu. Menn hefðu lagt sig alla fram um að hafa þessi mál í lagi. Enda skipti máli að menn gætu fylgst með og allir fengju upplýsingarnar á sama tíma. Nú væri ljóst að áramóta- heitið að þessu sinni yrði ekki að fara í megrun, heldur að tryggja að vefútsend- ingar við stýrivaxtaákvarðanir gengju betur fyrir sig. Margir munu líklega gleðjast yfir þessu áramótaheiti Seðlabankastjóra. Í gær mátti heyra köll og öskur á gólfi fjármálafyrirtækja. Menn þyrsti í upplýsingar frá Seðlabankanum en fengu ekki. Taugatitringur á fjár- málamörkuðum hefur gert menn mjög stressaða. Gleymdist tölvan aftur? Tilfellið er nefnilega að við stýrivaxtaákvörð- unina 1. nóvember síðastliðinn var nákvæm- lega það sama uppi á teningnum og bankinn hafði vart undan að róa æsta áhugamenn um efnahagsmál sem höfðu ætlað að fylgjast með kynningarfundinum á netinu. Nýherji annast útsendingarnar, líkt og rækilega kom fram á óvirkri útsendingarsíðunni. Ólíklegt verður þó að teljast að sami vandi hafi plagað útsendinguna og síðast þegar tæknimaður fyrirtækisins hafði með sér ranga tölvu upp í Seðlabanka. Enda var ástandið heldur verra núna því ekkert birtist. Þá gat að minnsta kosti að líta skyggnu- sýningu þótt hvorki heyrðist né sæist til Seðlabanka- stjórans. Þetta gengur bara vonandi betur næst. Peningaskápurinn ... „Það hefur gríðarleg áhrif á gengi SPRON þegar Exista lækkar,“ segir Hermann Már Þórisson, sér- fræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, um fall á gengi bréfa í báðum félögum í gær og fyrradag. Þar af féll gengi SPRON um 7,92 prósent, mest skráðra félaga. Sparisjóðurinn á talsvert undir Existu með sjö prósenta eignarhlut og fylgir gjarnan hreyf- ingum á eign sinni. Gengi hlutabréfa í Existu féll um 6,55 prósent í gær og hefur því fallið um 13,38 prósent síðustu tvo viðskiptadaga. Gengið endaði í 17,85 krónum á hlut. Það hefur aldrei verið lægra enda talsvert undir útboðsgengi félagsins í sept- ember í fyrra. Hæst fór það í 40,25 krónur á hlut fimm sléttum mán- uði og hefur það því fallið um 55 prósent síðan þá. SPRON hefur síður en svo átt góðu gengi að fagna frá skráningu í október en markaðsverðmæti hans hefur fallið um rúm 30 pró- sent á um tveimur mánuðum og stendur gengi sparisjóðsins í lægsta gildi frá upphafi. Greinendur segja litlar skýring- ar á falli Existu og benda á að undir liggjandi eignir félagsins, svo sem í norrænu fjármálafyrir- tækjunum Sampo og Storebrand, ekki liggja því til grundvallar. Úrvalsvísitalan byrjaði gærdag- inn á lækkun og fór til skamms tíma undir 6.200 stigin. Hún jafn- aði sig lítillega eftir því sem á leið en hækkun hennar á milli daga nam einungis fimm punktum. Vísi- talan endaði því í 6.217 stigum við lokun markaða sem merkir að hún situr á sömu syllu og í byrjun jóla- mánaðar á síðasta ári. - jab STJÓRNENDUR EXISTU Erlendur Hjalta- son, annar forstjóra, og Lýður Guð- mundsson, formaður stjórnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Exista og SPRON saman í fallinu Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir um sinn. Davíð Oddsson seðlabanka- stjóri segir að bankinn bregðist við ef verðbólgu- horfur versni. Hann neitar því ekki að óbreyttir vextir jafnist á við vaxtahækkun við núverandi aðstæður. „Sumir geta litið þannig á,“ segir Davíð Oddsson, spurður um hvort óbreyttir stýrivextir jafngiltu hækkun vaxta við núverandi aðstæður. Seðlabankinn kynnti í gær að stýrivextir yrðu óbreyttir um sinn. Þeir eru nú 13,75 prósent. „Markaðsáhrifin verða þau að það eru þrengri kjör hér í alþjóð- legu samhengi en ella,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Seðlabankar bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa nýlega lækk- að hjá sér vexti og vaxtamunur því aukist. Ólafur bætir því við að ótryggt markaðsástand hér sem ytra og yfirlýsingar Seðlabankans um for- sendur fyrir lækkun stýrivaxta styðji ákvörðun um óbreytta vexti nú. Davíð Oddsson sagði samt sem áður að varasamt væri að leggja of mikið upp úr áhrifum óbreyttra vaxta, en neitaði því ekki afdráttar- laust að líta mætti á það sem vaxtahækkun í þessum saman- burði. Arnór Sighvatsson, aðalhag- fræðingur Seðlabankans, sagði að fjárhagsleg skilyrði hefðu orðið erfiðari, þrátt fyrir að vextir hefðu ekki breyst. „En það jafn- gildir því ekki að óbreyttir vextir séu hækkun.“ Davíð sagði að vaxtahækkun bankans í nóvember hefði haft kröftug áhrif, auk aðhalds frá versnandi skilyrðum á alþjóðleg- um fjármagnsmörkuðum. „Þessi skilyrði munu án efa leiða til hjöðnunar innlendrar eftir- spurnar.“ „Óhagstæð fjármálaskilyrði og lækkun eignaverðs munu draga úr eftirspurn og verðbólguþrýstingi. Á móti gæti komið lækkun á gengi krónunnar sem enn er hátt í lang- tímasamhengi. Áframhaldandi styrkur krónunnar er háður vilja erlendra fjárfesta til að nýta sér vaxtamun og þar með að fjár- magna viðskiptahallann,“ sagði Davíð. ingimar@frettabladid.is Ekkert slakað á klónni Greiningardeild Kaupþings segir að kveði við nýjan tón í ákvörðun Seðlabankans. „Nú er vísað til fjármálastöðugleika fremur en verðstöðugleika.“ Órói á fjármála- mörkuðum ytra og lækkanir á eignaverði – bæði á hlutabréfum og fasteignum – muni kæla hag- kerfið og þrýsta niður verðbólgu. Forsendur hafi skapast fyrir hrað- ara vaxtalækkunarferli en áður var gert ráð fyrir. Hraðari lækkun Greiningardeild Landsbankans telur að stýrivextir hafi nú náð hámarki. „Samkvæmt spá okkar skapast forsendur fyrir lækkun um mitt næsta ár. Lækkandi fast- eignaverð gerir það að verkum að 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans næst tímabundið við lok næsta árs en verðbólga eykst síðan á nýjan leik. Í lok árs 2009 verður verðbólgan um 5,5 prósent en fer svo hjaðnandi á árinu 2010.“ Vextir í hámarki „Vextir verðtryggðra langtíma- skuldabréfa, sem lengi tóku lítt mið af auknu peningalegu aðhaldi, hafa hækkað skarpt í ár, ekki síst eftir síðustu hækkun stýrivaxta. Verð hlutabréfa hefur einnig lækkað verulega undanfarna mánuði sem eykur fjármagns- kostnað fyrirtækja og veikir efnahagsreikning þeirra og heim- ilanna. Þessi þróun leiðir væntan- lega til lækkunar á verði fast- eigna á næstu misserum eins og þegar hefur orðið víða erlendis. Slík framvinda mun hafa bein áhrif á verðbólgu í gegnum hús- næðislið vísitölunnar og óbein áhrif vegna minni innlendrar eftirspurnar.“ Úr rökstuðningi Seðlabankans ARNÓR SIGHVATSSON OG DAVÍÐ ODDSSON RÆÐAST VIÐ Varasamt að leggja of mikið upp úr áhrifum óbreyttra vaxta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VÖXTUM VAR HALDIÐ ÓBREYTTUM Ákvörðun Seðlabankans mun væntanlega leiða til lækkunar á verði fasteigna á næstu misserum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Gengi krónu hefði lækkaði Greiningadeild Glitnis spáði óbreyttum vöxtum og segir að skiptar skoðanir hefðu verið um það á markaði hvort vextir yrðu ef til vill hækkaðir. Það megi merkja á því að gengi krónunnar hefði lækkað strax við opnun markaða í gærmorg- un og ávöxtunarkrafa skulda- bréfa einnig. Greiningin telur líklegt að það sé yfirskot sem gangi til baka á næstu dögum. MARKAÐSPUNKTAR Bear Stearns, fimmti stærsti fjár- festingar bankinn á Wall Street í Bandaríkjunum, skilaði „rauðum tölum“ á síðasta ársfjórðungi, að því er grein- ingardeild Kaupþings segir. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem það gerist eftir að félagið var skráð á markað 1985. Fram kemur að afskriftir fasteigna- tengdra verðbréfa Bear Stearns hafi numið um 1,9 milljörðum dollara, eða yfir 120 milljörðum króna. Þetta er sagt slaga hátt upp í hreinar rekstrartekjur bankans á fjórðungnum. Launavísitalan hækkaði um 0,4 prósent í nóvember samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í gær. Miðað við tólf mánaða tímabil hefur launavísital- an hækkað um 8,3 prósent, miðað við 8,1 prósent í október. Greiningardeild Landsbankans segir hækkun undan- farinna mánaða jafngilda um það bil hálfu prósentustigi á milli mánaða. Andri Már Ingólfsson, 44 ára for- stjóri og eigandi Primera Travel Group, er maður ársins í íslensku atvinnulífi árið 2007, að mati dómnefndar Frjálsrar verslunar. Í tilkynningu tímaritsins kemur fram að Andra hljót- ist heiðurinn fyrir framúrskarandi árangur við að stækka eigin fyrirtæki, athafna- semi og djarflega framgöngu við yfir- tökur á erlendum ferðaskrifstof- um. Auk þess að vera eini eigandi Primera Travel Group á Andri Már 80 prósent í flugfélaginu Jetx – Primera Air og fyrirtækið Heimshótel sem keypti gamla Eimskipafélagshúsið þar sem nú er Hótel Radisson SAS 1919. Verðlaun Frjálsrar verslunar verða afhent í Súlnasal Hótels Sögu föstu- daginn 28. desem- ber næstkom- andi. - óká Andri Már maður ársins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.