Fréttablaðið - 21.12.2007, Side 32
32 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR
Finnskir lífeyrissjóðir
auka hlut sinn í finnska
fjarskiptafyrirtækinu
Elisa. Þeir eru andsnúnir
hugmyndum Novators um
framtíð félagsins.
„Þetta kemur ekki algerlega á
óvart,“ segir Orri Hauksson, verk-
efnisstjóri hjá Novator í Finnlandi.
Finnskir lífeyrissjóðir hafa
undan farna daga aukið hlut sinn í
finnska fjarskiptafyrirtækinu
Elisa úr tæpum fimm í átta pró-
sent, að því er fram kemur í frétt
Reuters.
Lífeyrissjóðina og Novator
greinir á um framtíðarstefnu Elisa.
Novator vill gera grundvallar-
breytingar á félaginu, sem lagðar
verða fyrir hluthafafund sem hald-
inn verður í janúar. Stjórn félags-
ins og lífeyrissjóðirnir eru ekki
fylgjandi breytingunum.
Novator vill kljúfa félagið upp í
rekstrarhluta og fjárfestingahluta
auk þess að auka völd stjórnar
fyrirtækisins. Þá vill Novator
einnig fá fulltrúa í stjórn. Björg-
ólfur Thor hefur sagt að nýta
megi möguleika félagsins betur.
Stjórnin heldur því fram að
félagið hafi skilað viðunandi hagn-
aði.
Eignaraðild í Elisa er mjög
dreifð. Hluthafar eru yfir 200 þús-
und, en munu samt hafa mikil
áhrif á hluthafafundum.
Novator, fyrirtæki Björgólfs
Thors Björgólfssonar, er sem fyrr
stærsti hluthafinn með 11,5 pró-
senta hlut.
Orri segir að Novator sé undir
það búinn að kynna sitt mál fyrir
hluthöfum, einkum erlendum
fjárfestum, sem ráði tæplega
helmingi hlutafjár.
ingimar@frettabladid.is
Lífeyrissjóðirnir búa sig
undir átök við Novator
STENDUR Í STRÖNGU Hugmyndir Björgólfs Thors Björgólfssonar um breytingar á fjar-
skiptafyrirtækinu Elisa hafa mætt andstöðu í hópi stjórnenda finnskra lífeyrissjóða.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Magnús Þorsteinsson, stjórnarfor-
maður Eimskipafélags Íslands,
sagði sig í gær úr stjórn félagsins á
stjórnarfundi og lætur þegar af
stjórnarsetu að eigin ósk. Sindri
Sindrason var kjörinn nýr stjórnar-
formaður Eimskipafélagsins, en ný
stjórn verður kosin á aðalfundi í
febrúar næstkomandi.
Magnús Þorsteinsson á þriðj-
ungshlut í Eimskip og er annar
tveggja kjölfestufjárfesta í félag-
inu. Félög tengd Landsbankanum
fara einnig með um þriðjungshlut.
Í fréttatilkynningu segir Magnús
að þetta sé ágætur tímapunktur til
að draga sig í hlé. Búið sé að koma
Eimskipafélaginu á þá braut sem að
var stefnt og skynsamlegt að hverfa
frá þegar hugur hans sé farinn
annað. Þorsteinn segist kveðja Eim-
skip sáttur og tekið er fram að brott-
hvarf hans tengist ekki á nokkurn
hátt ákvörðun Samkeppnis eftirlits í
fyrradag um að sekta félagið fyrir
brot á samkeppnislögum. - bg
Magnús hættir í
stjórn Eimskips
HVERFUR Á BRAUT Magnús Þorsteinsson er hættur í stjórn Eimskipafélagsins. Hugur
hans stefnir annað. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Samson eignarhaldsfélag ætlar á
næstu vikum að selja fasteigna-
arm félagsins – Samson Propert-
ies ehf. – að því er fram kemur í
skráningarlýsingu sem félagið
birti í Kauphöllinni í gær.
Ekki kemur fram í lýsingunni
hverjir geti verið kaupendur
félagsins eða hvert söluverð þess
komi til með að vera. „Samson
eignarhaldsfélag, sem er kjöl-
festuhluthafi í Landsbankanum,
eignaðist Samson Properties á síð-
asta ári,“ segir í umfjöllun grein-
ingardeildar Kaupþings um til-
kynninguna. Fram kemur að ein
helsta eign Samson Properties sé
helmingshlutur í SG Nord Holding
sem eigi helmingshlut í WTC, sem
sé að þróa 129 þúsund fermetra
háhýsi í Kaupmannahöfn. Þá á
félagið tæpan þriðjung í Sjælsö
Gruppen, en það er eitt stærsta
fasteignaþróunarfélag Danmerk-
ur og skráð í Kaupmannahafnar-
kauphöll OMX. - óká
Samson selur
fasteignaarm
Hugbúnaðarfyrirtækin Google,
Yahoo og Microsoft hafa verið
sektuð um 31,5 milljónir dollara,
jafnvirði um tveggja milljarða
króna, fyrir að hafa auglýst net-
pókerspil.
Það er bandaríska dómsmála-
ráðuneytið sem sektaði risafyrir-
tækin en lög tóku gildi þar í landi
á síðasta ári sem banna fjárhættu-
spil á netinu. Félögin þrjú sögðust
saklaus í málinu en sekt þeirra
rennur í sjóð vegna barna sem
horfið hafa í Bandaríkjunum eða
hafa verið misnotuð. Einnig fara
peningarnir í auglýsingaherferð
gegn netfjárhættuspilum sem
beinast mun að ungu fólki, sam-
kvæmt frétt Vísis. - bg
Sektuð fyrir að
auglýsa póker
TÖLVUFYRIRTÆKI SEKTUÐ Engan net-
póker.
B&L