Fréttablaðið - 21.12.2007, Síða 32

Fréttablaðið - 21.12.2007, Síða 32
32 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR Finnskir lífeyrissjóðir auka hlut sinn í finnska fjarskiptafyrirtækinu Elisa. Þeir eru andsnúnir hugmyndum Novators um framtíð félagsins. „Þetta kemur ekki algerlega á óvart,“ segir Orri Hauksson, verk- efnisstjóri hjá Novator í Finnlandi. Finnskir lífeyrissjóðir hafa undan farna daga aukið hlut sinn í finnska fjarskiptafyrirtækinu Elisa úr tæpum fimm í átta pró- sent, að því er fram kemur í frétt Reuters. Lífeyrissjóðina og Novator greinir á um framtíðarstefnu Elisa. Novator vill gera grundvallar- breytingar á félaginu, sem lagðar verða fyrir hluthafafund sem hald- inn verður í janúar. Stjórn félags- ins og lífeyrissjóðirnir eru ekki fylgjandi breytingunum. Novator vill kljúfa félagið upp í rekstrarhluta og fjárfestingahluta auk þess að auka völd stjórnar fyrirtækisins. Þá vill Novator einnig fá fulltrúa í stjórn. Björg- ólfur Thor hefur sagt að nýta megi möguleika félagsins betur. Stjórnin heldur því fram að félagið hafi skilað viðunandi hagn- aði. Eignaraðild í Elisa er mjög dreifð. Hluthafar eru yfir 200 þús- und, en munu samt hafa mikil áhrif á hluthafafundum. Novator, fyrirtæki Björgólfs Thors Björgólfssonar, er sem fyrr stærsti hluthafinn með 11,5 pró- senta hlut. Orri segir að Novator sé undir það búinn að kynna sitt mál fyrir hluthöfum, einkum erlendum fjárfestum, sem ráði tæplega helmingi hlutafjár. ingimar@frettabladid.is Lífeyrissjóðirnir búa sig undir átök við Novator STENDUR Í STRÖNGU Hugmyndir Björgólfs Thors Björgólfssonar um breytingar á fjar- skiptafyrirtækinu Elisa hafa mætt andstöðu í hópi stjórnenda finnskra lífeyrissjóða. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Magnús Þorsteinsson, stjórnarfor- maður Eimskipafélags Íslands, sagði sig í gær úr stjórn félagsins á stjórnarfundi og lætur þegar af stjórnarsetu að eigin ósk. Sindri Sindrason var kjörinn nýr stjórnar- formaður Eimskipafélagsins, en ný stjórn verður kosin á aðalfundi í febrúar næstkomandi. Magnús Þorsteinsson á þriðj- ungshlut í Eimskip og er annar tveggja kjölfestufjárfesta í félag- inu. Félög tengd Landsbankanum fara einnig með um þriðjungshlut. Í fréttatilkynningu segir Magnús að þetta sé ágætur tímapunktur til að draga sig í hlé. Búið sé að koma Eimskipafélaginu á þá braut sem að var stefnt og skynsamlegt að hverfa frá þegar hugur hans sé farinn annað. Þorsteinn segist kveðja Eim- skip sáttur og tekið er fram að brott- hvarf hans tengist ekki á nokkurn hátt ákvörðun Samkeppnis eftirlits í fyrradag um að sekta félagið fyrir brot á samkeppnislögum. - bg Magnús hættir í stjórn Eimskips HVERFUR Á BRAUT Magnús Þorsteinsson er hættur í stjórn Eimskipafélagsins. Hugur hans stefnir annað. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Samson eignarhaldsfélag ætlar á næstu vikum að selja fasteigna- arm félagsins – Samson Propert- ies ehf. – að því er fram kemur í skráningarlýsingu sem félagið birti í Kauphöllinni í gær. Ekki kemur fram í lýsingunni hverjir geti verið kaupendur félagsins eða hvert söluverð þess komi til með að vera. „Samson eignarhaldsfélag, sem er kjöl- festuhluthafi í Landsbankanum, eignaðist Samson Properties á síð- asta ári,“ segir í umfjöllun grein- ingardeildar Kaupþings um til- kynninguna. Fram kemur að ein helsta eign Samson Properties sé helmingshlutur í SG Nord Holding sem eigi helmingshlut í WTC, sem sé að þróa 129 þúsund fermetra háhýsi í Kaupmannahöfn. Þá á félagið tæpan þriðjung í Sjælsö Gruppen, en það er eitt stærsta fasteignaþróunarfélag Danmerk- ur og skráð í Kaupmannahafnar- kauphöll OMX. - óká Samson selur fasteignaarm Hugbúnaðarfyrirtækin Google, Yahoo og Microsoft hafa verið sektuð um 31,5 milljónir dollara, jafnvirði um tveggja milljarða króna, fyrir að hafa auglýst net- pókerspil. Það er bandaríska dómsmála- ráðuneytið sem sektaði risafyrir- tækin en lög tóku gildi þar í landi á síðasta ári sem banna fjárhættu- spil á netinu. Félögin þrjú sögðust saklaus í málinu en sekt þeirra rennur í sjóð vegna barna sem horfið hafa í Bandaríkjunum eða hafa verið misnotuð. Einnig fara peningarnir í auglýsingaherferð gegn netfjárhættuspilum sem beinast mun að ungu fólki, sam- kvæmt frétt Vísis. - bg Sektuð fyrir að auglýsa póker TÖLVUFYRIRTÆKI SEKTUÐ Engan net- póker. B&L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.