Fréttablaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 40
[ ]
Fyrir 6-10
Tekur 30 mínútur að undirbúa. Líka góð
daginn eftir.
150 g lúða
150 g ýsa
150 g rækjur
150 g hörpudiskur (má sleppa)
Mikilvægt að setja rækjurnar í eftir að slökkt
er á pottinum eða hafa aðeins 1-2 mínút-
ur á gashellu.
3 hvítlauksrif
3-4 gulrætur sneiddar
1 stk. laukur
1 rauð paprika sneidd
1 græn paprika sneidd
1 dós tómatpuré
1 dós niðursoðnir tómatar
2½ dl vatn
1 teningur fiskikraftur
½ teningur hænsnakraftur
1 tsk. tandoori masala
¼ tsk. karrí
¼ tsk. hvítur pipar
6 sólþurrkaðir tómatar sneiddir
4 msk. mango chutney
1 dl sæt chilisósa
500 ml matreiðslurjómi
Byrja á að hita eina matskeið af olíu í
pottinum og brúna þrjú hvítlauksrif sem
búið er að merja með hnífsblaði og skera
niður. Tekið af hitanum og sett í skál.
Brúna síðan í sama potti gulræturnar, lauk-
inn og paprikurnar í tveimur matskeiðum
af olíu.
Þá er bætt í tómatpuré, niðursoðnu tómöt-
unum, vatni, fiskikrafti, hænsnakrafti, tand-
oori masala, karríi og hvítum pipar. Nú strax
á eftir eru sólþurrkuðu tómatarnir sneiddir
niður og mango chutney, sætu chilisósunni
og matreiðslurjómanum bætt við.
Möluðum svörtum pipar bætt við eftir
smekk og látið sjóða niður í um það bil
fimmtán mínútur. Þá er slökkt undir pott-
inum.
Þegar borðhaldið fer að nálgast er vermt
undir pottinum og fiskurinn (allur nema
skelfiskurinn) settur út í og beðið eftir suð-
unni. Gott að nota lúðu, ýsu eða búra. Skel-
fiskur eins og rækjur, hörpudiskur eða humar
er settur út í þegar potturinn er tekinn af
hellunni. Látið standa í fimm mínútur. Borið
fram með nýju brauði. Til gamans er hægt
að bera súpuna fram í brauðkollum sem
er hægt að kaupa tilbúnar. Smátt skorinni
steinselju er sáldrað yfir.
Fiskisúpa kokksins
Negulnaglar hafa afgerandi ilm og bragð sem minna á jólin.
Það kórónar pörusteikina að stinga negulnöglum í skorurnar, gott
er að nota þá í jólaglögg og kryddlög og einnig má stinga þeim
í mandarínur og appelsínur til að framkalla góðan jólailm.
UPPSKRIFT TÓTU
Pantanir í síma 517 6545 eða netfangið salur@rugbraudsgerdin.is
Veislusalurinn Rúgbrauðsgerðin, Borgartúni 6, 105 Reykjavík
www.rugbraudsgerdin.is