Fréttablaðið - 21.12.2007, Side 46

Fréttablaðið - 21.12.2007, Side 46
BLS. 6 | sirkus | 21. DESEMBER 2007 „Jólafötin okkar eru úr versluninni okkar, KronKron,“ segir Hugrún Dögg Árnadóttir fatahönnuður en hún og kærasti hennar, Magni Þorsteinsson hárgreiðslumaður, reka saman verslunina. „Ég ætla að vera í kjól frá Eley Kishimoto, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, en munstrið í kjólnum er innblásið frá himingeiminum,“ segir Hugrún en kjólinn hefur hún notað áður við hátíðleg tilefni. „Við kjólinn ætla ég að nota brúnleita sokka og sokkabuxur frá Gaspard Yurkevich og bronslitaða Soniu Ryckel skó.“ En sokkana notar Hugrún yfir sokkabuxurnar og gefa þeir alklæðnaðinum skemmtilegt yfirbragð.“ Magni verður í skyrtu eftir franska hönnuðinn Eric Lebon sem er einn af hans uppáhaldshönnuðum, Kott Poulsen svörtum einföldum buxum og skóm frá Narrative,“ upplýsir Hugrún um jólaföt Magna að lokum. PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON, TÓNLISTAR- MAÐUR „Ég verð í geðveikum túrkísbláum jakkafötum sem Coco vinur minn gaf mér fyrirfram í jólagjöf,“ upplýsir Páll Óskar Hjálmtýsson um jólafötin í ár, en Coco sérhannaði jakkafötin fyrir Palla. „Coco á heiðurinn af öllum skrautlegu fötunum mínum,“ segir Palli en eins og alþjóð veit hefur Páll Óskar unun af öllu því sem glitrar og glóir. „Jakkafötin eru útsaumuð með gylltum þræði og skreytt pallíettum og steinum. Fötin voru saumuð í Bangladesh og ég get ekki ímyndað mér annað en að vinnan við að gera bara efnið í fötin hafi tekið heilan mánuð,“ segir Páll Óskar en hver og ein pallíetta er handsaumuð í jakkafötin. „Við fötin ætla ég að nota einfalda hvíta skyrtu og hvíta skó og þá er jóla-lookið fullkomnað,“ segir Páll Óskar að lokum alsæll með jólafötin sem eru listaverk út af fyrir sig. ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI OG FRAMKVÆMDASTJÓRI ESKIMO MODELS „Jólakjóllinn er svartur kjóll frá E-label,“ segir Ásta Kristjánsdóttir en E- label er samstarfsverkefni fatahönnuðarins Ása, Ástu og Andreu Brabin og eru fötin eingöngu seld á netinu. „Hönnun Ása er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég var fljót að festa kaup á þessum kjól þegar ég sá hann, en þessir kjólar seldust upp á fjórum dögum,“ segir Ásta ánægð með kaupin en hún mun klæðast kjólnum í fyrsta skipti á jólunum. „Kjólinn er hægt að nota á marga vegu og við ólík tækifæri, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Hægt er að taka slaufuna af kjólnum og við það verður hann hversdagslegri,“ segir Ásta sem gæti vel hugsað sér að nota kjólinn jafnframt í vinnunni án slaufunnar og vera þá í grófari stígvélum við. HALLGERÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR, STÍL- ISTI OG BLAÐAMAÐUR Á NÝJU LÍFI „Jólakjóllinn er silfurlitaður vintage Therry Mugler-kjóll,“ segir Hallgerður Hallgrímsdóttir, stílisti og blaðamaður á Nýju lífi, en kjólinn fann hún í búð finnska hjálpræðishersins í borginni Turku í Finnlandi. „Mig minnir að ég hafi borgað eitthvað í kringum 1.000 kr. fyrir kjólinn sem hefði örugglega verið talsvert dýrari hefði ég fundið hann í París,“ bætir Hallgerður við, en kjólinn hefur hún notað nokkrum sinnum áður. „Við kjólinn ætla ég að vera í bleikum sokkum frá Agent Provocateur og dökkrauðu lakkskónum mínum,“ segir Hallgerður en skórnir eru í miklu uppáhaldi hjá Hallgerði. „Ég var stödd í Amster- dam og var að leita mér að tjaldi þegar ég sá skóna og hef ekki séð eftir þeim kaupunum enda hef ég notað skóna mikið. Mér finnst að allar konur ættu að eiga lakkskó með bandi yfir ristina,“ segir Hallgerður að lokum sem eflaust mun lýsa upp íslenska skammdegið í silfurlitaða jólakjólnum. HARPA EINARSDÓTTIR, FATAHÖNNUÐUR OG TEIKNARI „Ég verð í silfurgráum kjól frá Starkiller,“ segir Harpa Einarsdóttir fatahönnuður. Starkiller er merki þeirra Hörpu og Selmu Ragnarsdótt- ur klæðskera en þær reka hönnunarstúdíó og verslun í verslunarhús- næði Kjörgarðs á Laugaveginum á þriðju hæð og sérhæfa sig í að hanna og sauma fyrir einstaklinga. „Toppstykkið á kjólnum er alskreytt pallíettum og pilsið er úr shiffon-silki og organsa-efni,“ segir Harpa um jólakjólinn sem hún notar í fyrsta skipti á jólunum, en við kjólinn ætlar Harpa að klæðast svörtum gúmmi-gammósíum frá American Apparel. „Ég hvet alla þá sem vilja öðruvísi jóla- og áramótadress að kíkja til okkar á hönnunarverkstæðið í Kjörgarði,“ bætir Harpa við að lokum. HUGRÚN DÖGG ÁRNADÓTTIR OG MAGNI ÞOR- STEINSSON HÁRGREIÐSLUMAÐUR, EIGENDUR VERSLUNARINNAR KRONKRON Jólafötstjarnanna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.