Fréttablaðið - 21.12.2007, Síða 50
21. DESEMBER 2007 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● jólin koma
Margrét María Pálsdóttir, framleiðandi Duggholufólksins, og
maður hennar Ari Kristinsson voru við nám í Kaliforníu árið 1980
og upplifðu þar óhefðbundinn jóladag sem líður þeim seint úr
minni.
„Aðfangadagurinn var tiltölulega hefðbundinn og við fengum
vinafólk okkar sem bjó skammt frá í heimsókn,“ segir Margrét
María. „Á jóladag suðum við hins vegar hangikjöt sem við höfðum
fengið sent að heiman, hituðum uppstúf og grænar baunir og héld-
um með öll herlegheitin á ströndina. Þar sátum við á teppi í þrjá-
tíu stiga hita og reyndum að ná upp jólastemningu, lýsir Margrét
María. Hún segir það þó ekki hafa gengið sem skyldi þrátt fyrir
hangikjötið.
„Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta var ekki rétta um-
hverfið og höfum notið jólanna á Íslandi miklu betur eftir þetta.
Við höfum að mestu leyti verið heima síðan en fórum þó einu sinni
til Kanaríeyja. Það var samt ekki nærri því eins skrítið og þessi
jóladagur á ströndinni,“ segir hún. - ve
Hangikjöt og upp-
stúf á ströndinni
● Margrét María Pálsdóttir upplifði sérkennilegan
jóladag í Kaliforníu.
Það er öllu jólalegra um að litast heima í stofu hjá Margréti Maríu Pálsdóttur
og Ara Kristinssyni en á hvítri sólarströnd. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Það hefur ekkert sérstakt komið
upp á og eru jólin friðsæl í mínum
huga,“ segir Margrét Eir Hjartar-
dóttir en bætir við að auðvitað hafi
oft verið mikið að gera í söngnum.
„Ég á yndislegar jólaminning-
ar með afa mínum Eiríki Páls-
syni sem var merkismaður í Hafn-
arfirði og svo held ég að ég muni
eftir mér í rauðum flauelsjólakjól
sem barn en það getur verið að ég
hafi bara séð mig þannig á mynd.
Sú mynd er mér að minnsta kosti
ofarlega í huga,“ segir Margrét.
Hin síðari ár hafa hún og móðir
hennar, Hanna Eiríksdóttir, hald-
ið jólin tvær. „Við höfum skipst á
að vera heima hjá hvor annarri og
leggjum mikið upp úr því að elda
góðan mat. Við höfum stundað alls
kyns tilraunastarfsemi í eldhús-
inu en ég hugsa að kengúran sem
við elduðum um árið standi upp
úr. Í ár verðum við heima hjá mér
og nú fær kærastinn minn að vera
með,“ segir Margrét glöð í bragði
þar sem hún er stödd í miðri jóla-
ösinni. vera@frettabladid.is
Tilraunastarfsemi í eldhúsinu
● Margrét Eir segist svo lánsöm að hafa upplifað frekar tíðindalítil jól.
Margrét Eir og móðir hennar hafa stundað ýmiss konar tilraunastarfsemi í eldhúsinu
en kengúran sem þær elduðu um árið stendur upp úr. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
Sverrir Páll Erlendsson, kennari
við Menntaskólann á Akureyri,
segir jólin árið 1995 vera sér sér-
staklega eftirminnileg þegar blaða-
maður biður hann að rifja upp jóla-
minningu. „Þetta ár var ég í leyfi
frá kennslu og var sjálfur við nám í
Suður-Frakklandi. Desember hafði
verið kaldur og mikið um verkföll
svo ég var ekki viss um að kom-
ast út úr landinu yfir hátíðirnar.
Ég komst hins vegar með króka-
leiðum framhjá verkfallsvörðum
og út úr Frakklandi og hélt yfir til
Þýskalands. Þar dvaldi ég um há-
tíðirnar í góðu yfirlæti hjá frænku
minni sem býr í Düsseldorf og fjöl-
skyldu hennar.“
Sverrir Páll segir það hafa verið
mikinn mun að komast frá Frakk-
landi yfir til Þýskalands, enda
séu jólin í Þýskalandi mun líkari
því sem við eigum að venjast hér
heima á Íslandi.
„Jólin í Frakklandi eru ekki jafn
mikil fjölskyldusamkoma og þau
eru hér á Norðurlöndunum og í
Þýskalandi. Frakkar lögðu mikið
upp úr stórum skreytingum og allt
virtist ganga út á að selja konfekt
og slíkar gjafir, meðan skreytt var
með fínlegu jólaskrauti í Þýska-
landi. Þá tóku Þjóðverjar sér frí á
aðfangadag en í Frakklandi mætti
fólk til vinnu. Hins vegar skildist
mér að Frakkar vöknuðu snemma
á jóladagsmorgun og leituðu að
jólapökkunum sínum, svipað og
við gerum mörg hver við páska-
egg hér heima.”
Sverrir Páll segir jólin í Þýska-
landi hafa verið sérstaklega falleg.
„Það var snjór yfir öllu og að lokn-
um mat var gengið út að kirkju
þar sem fólkið í hverfinu hittist. Í
kirkjuturninum voru blásarar sem
léku jólalög og stemningin var því
ótrúleg.“ - öhö
Margt líkt með jólasiðum
Þjóðverja og Íslendinga
● Sverrir Páll Erlendsson, kennari við Menntaskólann á Akureyri, varði jólunum 1995 hjá
frændfólki sínu í Þýskalandi. Hann segir margt líkt með jólavenjum Þjóðverja og Íslendinga.
Sverrir Páll segir mikinn mun á jólahaldi Þjóðverja og Frakka og var því ánægður að komast til Þýskalands yfir hátíðirnar.
MYND/GUNNAR ÖRN MAGNÚSSON
● EKKI GLEYMA BESTU VINUNUM Í öllu jólastressinu vilja
þeir sem lítið hafa sig í frammi gleymast. Gæludýrin okkar þurfa að
ganga í gegnum margt yfir hátíðarnar enda raskast öll regla, fullt af
ókunnugu fólki kemur í heimsókn og heimilið breytist í ofskreytta jóla-
verslun.
Til að gleðja dýrin og róa samviskuna geta eigendurnir gefið
dýrinu sínu eitthvað fallegt í jólagjöf. Úrvalið er hreint ótrúlegt í öllum
gæludýraverslununum. Allt frá fallegri dýnu að liggja á til skrautlegra
tuskudýra. Það sem er þó líklega vinsælast er eitthvað af því sem kitlar
bragðlaukana.