Fréttablaðið - 21.12.2007, Síða 54

Fréttablaðið - 21.12.2007, Síða 54
 21. DESEMBER 2007 FÖSTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● jólin koma Það er löng saga að baki því að Auður ákvað að taka kaþólska trú en hún reyndi þó að gera söguna stutta. „Ég bjó í yfir tíu ár í kaþ- ólskum löndum, Frakklandi og Ít- alíu, og var alltaf svolítið leið yfir að geta ekki farið til altaris. Svo er ég listfræðingur og fer mikið í kirkjur að skoða myndlist en ég hef auk þess alltaf verið veik fyrir menningu og listum miðalda. Á þeim tíma er meirihlutinn af mynd- list trúarleg, kaþólsk myndlist og eru öll fegurstu listaverk fyrri tíma í raun kaþólsk,“ segir Auður og bætir við að síðar komi mynd- brotaaldirnar með siðaskiptun- um. Þá var öllu hent úr kirkjunum og haldnar stórar myndabrennur. „Í raun gerði kaþólskan myndinni hátt undir höfði en með lúther- skunni kemur orðið í staðinn. Ég lít því á siðaskiptin sem mikið sorgar- tímabil í sögu myndlistar,“ útskýrir Auður. Hún segist líka vera hrifin af hinum óbreytanlega trúarlega tíma til mótvægis við hraða og efnis- hyggju nútímans. „Mér finnst kaþ- ólska messuformið ákaflega fallegt og gott að vera laus við skírskotan- ir í samtímann. Annars er trú full- vissa byggð á persónulegri reynslu og það er mjög erfitt að ræða það og útskýra. Ást og trú eru af sömu rót tilfinninga og verða ekki nema að litlu leyti rökstuddar en ég flétta þetta tvennt saman í nýju bókinni minni,“ segir Auður einlæg. En hafa siðaskipti Auðar haft einhver áhrif á jólasiði hennar? „Það er nú þannig á Íslandi að það eru ekki endilega allir í fjölskyld- unni kaþólskir og við fylgjum bara íslenskum jólasiðum. Það er borð- að saman og haldið upp á aðfanga- dagskvöld en ekki bara jóladag eins og tíðkast í kaþólskum lönd- um. Þó hafa ýmsir fallegir siðir komið inn eins og yndisleg barna- messa í Landakotskirkju sem er seinnipart aðfangadags. Síðan ger- ist í raun ekkert fyrr en með mið- næturmessunni þegar jólunum er hringt inn hjá kaþólikkum og svo er morgunmessa á jóladag.“ Sið- irnir draga því dám af umhverfi sínu og tíðaranda. „Ég hef verið um nokkur jól í kaþólskum löndum og hef meðal annars verið í Róm tvisv- ar. Þá fór ég í messu hjá páfanum, Jóhannesi Páli II. Það var miðnæt- urmessa og var hún svakalega löng og var ég orðin ansi þreytt klukkan þrjú,“ segir Auður sællar minning- ar en oft er farið á bar eða veitinga- hús eftir þá messu. Nýútkomin bók Auðar, Afleggj- arinn, er ástarsaga ungs manns sem fer til útlanda með þrjá rós- arafleggjara. „Rósin er mikilvæg í kaþólskri trú en hún er aldagamalt tákn Maríu meyjar. Einnig er mikið í bókinni um þrenningar og ljósið og persónur heita biblíunöfnum. Þar er líka að finna klausturgarð, tólf munka og ein mikilvægasta auka- persóna bókarinnar er kaþólskur prestur í kaðla peysu,“ segir Auður en bætir við: „Það hefur verið bent á trúarlegan undirtón sögunnar en bókin hefst á dauða og upprisu söguhetju. Það þarf þó í sjálfu sér ekki að skilja öll trúarlegu táknin í bókinni en ég fer frjálslega með þau. Táknin eru ýmiss konar en síðast en ekki síst er það hinn eini sanni afleggjari bókarinnar sem er lítið stúlkubarn sem ungi strák- urinn eignast með eins konar vin- konu vinar síns,“ segir Auður en litla stúlkan er undrabarn eins og börn hafa áður verið í skáldsögum Auðar. Bókin er ástarsaga sem fjall- ar um óvænta vinkla ástarinnar og ófyrirsjáanleg samskipti kynjanna. Auður telur að kaþólikkar lesi kannski bókina öðruvísi en aðrir. „Þeir finna í henni fleiri tákn en það gerist oft þegar fólk skiptir um trú að það hefur þörf fyrir að tjá sig einhvern veginn tengt trúnni. Tákn- in sem ég nota hafa líka verið mjög stór þáttur í mínu lífi sem listfræð- ingur en ég lifi og hrærist í tákn- heimi myndlistarinnar. Afleggjar- inn er sjálfsagt að einhverju leyti mín kaþólska Maríuvísa,“ segir Auður kímin. - hs Mín mæta Maríuvísa ● Sinn er siður í landi hverju en oftast eru þeir þó fleiri en einn. Auður A. Ólafsdóttir, listfræðingur og rithöfundur, tók nýlega kaþólska trú og var að gefa út nýja bók. Ef styttir upp fyrir jól ætlar Auður að klifra upp í tré og hengja upp kaþólska jólaser- íu. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR í uppáhaldi um jólin ● TEKUR TIL MEÐ DOLLY PARTON „Uppáhaldsjólalagið mitt er Gleði og friðarjól í flutningi Ragnheiðar Gröndal,“ segir Sigríður Árdal, nemi við Menntaskólann á Akureyri og mjaltakona úr Dæli í Fnjóskadal. Hún segir flutning Ragnheiðar á laginu alveg einstakan. „Lagið er svo fallegt og friðsælt og kemur manni í jólaskap. Annars hlusta ég oftast á Winter Wonderland með Dolly Parton þegar ég er að gera jólahrein- gerninguna.“ ● ARNALD INDRIÐASON Í JÓLAPAKKANN „Ég gæti hugs- að mér að fá Arnald Indriðason í jólapakkann,“ segir Jóhanna Gunn- arsdóttir skrifstofumaður. „Ég á margar af hinum bókunum hans og hef gaman af þeim.“ Spurð um sitt uppáhalds jólalag segir hún Hvít jól koma sér í mikið hátíðarskap. WWW.GAP.IS BRETTI & BINDINGAR KONUR BRETTI LUX OG FEATHER BINDINGAR STILETTO BRETTI & BINDINGAR KARLAR BRETTI CLASH, DOMINANT & CUSTOM BINDINGAR CUSTOM BURTON ÚLPUR BURTON BUXUR ANON GLERAUGU OPIÐ ALLA DAGA TIL J ÓLA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.