Fréttablaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 86
46 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR
menning@frettabladid.is
Ekki eru allir á eitt sáttir hvað varðar skyldur fyrir-
tækja gagnvart almenningi. Það er í það minnsta
víst að fyrirtækin sjálf standa sig misvel þegar
kemur að því að deila auðæfunum með sam-
félaginu og því eru það ávallt ánægjulegar fréttir
að heyra af slíkum gjörningum. Bankinn Glitnir
hefur staðið sig með prýði í þessum efnum og
sinnt andlegri og líkamlegri heilsu viðskiptavina
sinna, núverandi og mögulegra, með glæsibrag.
Nýverið hélt Glitnir gjafmildi sinni áfram með
því að gefa Listasafni Reykjanesbæjar fallegt
málverk eftir Gunnlaug Blöndal í tilefni af opnun
nýs bankaútibús í Reykjanesbæ. Málverkið sýnir
konur við saltfiskvinnslu og hefur verið í eigu
bankans um áraraðir. Málverkið hekk uppi í hús-
næði bankans að Hafnargötu 60 frá árinu 1963,
en hefur nú verið flutt í Listasalinn í Duushúsum
þar sem jólasýning Listasafns Reykjanesbæjar
stendur yfir fram til 13. janúar næstkomandi.
Glitnir í Reykjanesbæ hefur frá fyrstu tíð átt í
góðu samstarfi við Listasafn Reykjanesbæjar. Sem
dæmi um það má nefna að nú er í gildi samn-
ingur milli safnsins og bankans þar sem Glitnir
greiðir aðgangseyri þannig að ókeypis er fyrir
gesti á sýningar í Duushúsum. Því má með sanni
segja að Glitnir og Listasafn Reykjanesbæjar séu
til fyrirmyndar þegar kemur að samstarfi fyrirtækja
og menningarstofnana í þágu almennings.
- vþ
Tækifæriskveðskapur og lausavís-
ur frá 30 ára tímaskeiði, allt frá
heimilislegum stílæfingum skóla-
bekkjar að stórhátíðarlofgerðar óði
fyrir kór og hljómsveit, rímaðar og
ríkulega stuðlaðar vangaveltur um
hvaðeina sem hugur og hjarta
kveikir; ástina, börnin, vistina og
ljóðið. Kvæðin einkennast af form-
festu og lærdómi; bóklegar hand-
unnar tilraunir með hátt og brag,
orð, straum og stefnu – réttherm-
dar sonnettur og réttfeðruð atóm-
ljóð á víxl sem skína eins og gáfna-
ljós í heiði en eru þó í raun dálitlir
ofvitar. Ófrumlegur skáldskapur
og víða ögn tilgerðarlegur, röddin
ósjálfstæð og þiggjandi, sammála
síðasta ræðumanni. Inntakið fer
víða ansi halloka eða beinlínis
tapar átt og mætti í ættstórum ytri
skrautbúningi.
En augljósir ágallarnir eru vita-
skuld ekki meginmálið – þetta eru
kvæði, vísur og hugrenningar þjóð-
kunnrar konu sem vel er hagmælt
og vel að sér í allri ljóðagerð, siða-
vönd og dyggðug og kýs að deila
tómstundaiðju sinni með þjóðinni
að sígildum höfðingajasið. Ekkert
upp á það að klaga. Þetta eru kvæð-
in Ólínu og kveðin af ærlegum hug,
vitnisburður um djörfung og dug,
dagbókarblogg í einkar prúðbúnu
formati, skáldskapur sem „fýsir
inngöngu til fundar við menn“ (59),
ekki ljóðabók skáldkonu sem ætlar
sér heildstæða lýríska áeggjan
eða endurskoðun á ljóðmáli
feðranna og reynir ekkert að
fela þann undanslátt. Og
móðurást ljóðanna er vissu-
lega máttug og hrífandi
orka sem rífur sig lausa frá
öllum lánsfjöðrunum og
skartar stolt eigin ævarandi
gildi, frjáls af íþrótt karls
og hefðar.
Ljóð eru „orð
sem hrynja af
sálarhvarmi
á hvíta papp-
írsörk“
segir í Ljóði á bls. 40 (sem byrjar
vel en botninn lakari eins og víðar
eru dæmi) og rímar við þá æva-
fornu rómantík að skáldskapur sé
einhvers konar neisti að handan og
vitundinni jafnvel óviðkomandi.
Kveðskapur bókarinnar er hins
vegar vitnisburður um hið gagn-
stæða, ekki yfirskilvitleg rödd eða
hugboð innri dulsálar heldur
áþreifanleg handavinna iðins bók-
menntafræðings sem setið hefur
við og raðað saman orðum upp úr
gamalkunnum kistli og fellt þau
fimlega að höfuðstaf eigin ævi.
Eins og ritgerð upp á 9,5 í „skap-
andi skriftir 101“ – námfús og
nákvæm eftirlíking.
Og það er ekki bragarháttunum
sjálfum að kenna að orð eins og
„þrælrímuð og þrautbundin“ sækja
stundum á hugann við lestur kvæð-
anna (enda eiga þau ekki síður við
um atómljóðin), heldur þeim óhjá-
kvæmilegu eftirköstum sem sam-
tímaljóð í sýnilegum lánsfötum
feðranna ávallt hafa; draga tjaldið
fyrir um leið og ljóðinu lýkur –
botna inntakið með sjálfvirku
handafli formsins eða færa það í
kaf með tilskipuðu skrúði. Það er
harðsótt að leita efnis kjarna í
kvæði sem lesandinn hefur á til-
finningunni að nærist á þeirri
íþrótt öðru fremur að hnoða eigið
deig – og þá jafnvel þótt uppskrift-
in liggi fyrir. Allt um það; víða vel
kveðið.
En frjálsræði sem
treystir í blindni á for-
ræði eigin sköpunar og
sleppir hönd af hand-
riði gærdagsins hefur
sýnt slíka yfirburði yfir
höft og haldreipi sem
raunsönn tjáning ljóðs á
okkar afhelguðu tímum,
að sonnettur og önnur
endurreisnardjásn sem eiga sér þá
innri forsendu að sanna festu heil-
agrar lífskeðju eru máttvana í
saman burði, komast ekki yfir
þröskuldinn og spóla í eigin upp-
safnaðri fegurð; daga uppi í fölnuð-
um fífilbrekkum. Reglubundnir
bragliðir í ljóði glata merkingu ef
öldin sjálf er hrokkin úr liði. Og
tíðin er á spani, atómið sprungið
líka og krefur ljóðið enn á ný um
viðeigandi úrræði.
En bókin hefur hnarreista sál og
hnakkakerrtan búning – þar sem
öldin er forstöndug eins og í vestr-
inu Ólínar gilda væntanlega bönd-
in og því allt í réttu samræmi, þótt
frekur dómarinn heimti annað svar
við sama dæmi og sé obbo pu.
Sigurður Hróarsson
Hnarreist ljóð í hraustum vindi
BÓKMENNTIR
Vestanvindur
Ljóð og lausir endar
Ólína Þorvarðardóttir
★★
Samtímaljóð í sýnilegum lánsfötum
BÓKMENNTIR Ólína
Þorvarðardóttir
sendir frá sér
ljóðabók.
KONUR AÐ VERKA FISK Glitnir gaf Listasafni Reykja-
nesbæjar þetta glæsilega málverk.
Farsælt samstarf banka og safns
Kl. 14
Grálista-hópurinn opnar
sýninguna „Grálist með
smálist“ í DaLí Gallery á
Akureyri í dag kl. 14. Hópur-
inn verður með smálistagjörn-
ing á myndbandi og þekur
veggi gallerísins með smá-
myndum.
> Ekki missa af...
Árlegum jólatónleikum
Kvartetts Kristjönu Stefáns
sem haldnir verða á Riverside
á Hótel Selfossi í kvöld. Húsið
opnar kl. 21 en tónleikarnir
hefjast stundvíslega kl. 22.
Kvartettinn er að vanda
skipaður þeim Kristjönu Stef-
ánsdóttur, Vigni Þór Stefáns-
syni, Smára Kristjánssyni og
Gunnari Jónssyni. Sérstakur
gestur hljómsveitarinnar er
söngvarinn Gísli Stefánsson.
Leikritið eldfima Svartur fugl
var sýnt í Hafnarfjarðarleikhús-
inu í haust við góðar undirtektir
gagnrýnenda og áhorfenda. Nú
getur landsbyggðin fagnað þar
sem Kvenfélagið Garpur, Hafnar-
fjarðarleikhúsið og Flugfélag
Íslands hafa ljáð verkinu vængi
og gert leikhópnum kleift að
ferðast um landið í janúar næst-
komandi. Verkið verður sýnt á
Egilsstöðum, á Ísafirði og í Vest-
mannaeyjum og verður sett upp
tvisvar á hverjum stað.
Leikritið Svartur fugl er eftir
leikskáldið David Harrower, en
er sýnt hér á landi í íslenskri
þýðingu Hávars Sigurjónssonar.
Leikritið segir frá þeim Unu og
Ray. Þau áttu í forboðnu ástar-
sambandi fyrir fimmtán árum
en hafa ekki séð hvort annað
síðan sambandinu lauk. Ray er
því brugðið þegar Una hefur
uppi á honum. Hún leitar svara
varðandi fortíðina og samband
þeirra og endurnýjuð kynni
þeirra leiða óhjákvæmilega til
uppgjörs. Viðfangsefni sýningar-
innar er ögrandi, þó að ekki verði
farið nánar út í það hér, og
stykkið vekur upp áleitnar
spurningar um sakleysi, vald,
sekt og kynlíf.
Leikhúsunnendur á lands-
byggðinni geta því farið að hugsa
sér gott til glóðarinnar, en taka
skal fram að verkið er ekki ætlað
börnum yngri en 14 ára. Verkið
verður sýnt 12. og 13. janúar í
Sláturhúsinu – Menningarsetri á
Egilsstöðum, 19. og 20. janúar í
Edinborgarhúsinu á Ísafirði og
26. og 27. janúar í Leikhúsinu í
Vestmannaeyjum. Miðaverð er
2.900 kr. og miðasala fer fram á
miðavefnum www.midi.is og við
innganginn.
- vþ
Svartur fugl
á ferð og flugi
FORBOÐIN ÁST Leikritið Svartur fugl
tekst á við ögrandi mál.
Íslenskir tónlistarmenn eiga merkilegri velgengni að
fagna úti í hinum stóra heimi, stundum svo mikilli að
maður hlýtur að spyrja sig hvort Íslendingar séu
hugsanlega meiri og betri tónlistarhæfileikum gæddir
en flestar aðrar þjóðir.
Þrátt fyrir að kenningar í þá veru hafi hvorki verið
sannaðar né hraktar breytir það ekki þeirri staðreynd
að útlendingar um heim allan virðast kunna vel að
meta hinn ferska og frumlega íslenska hljóm.
Píanóleikarinn Gunnar Gunnarsson hefur nú bæst í
hóp þeirra tónlistarmanna sem heillað hafa fólk í fjar-
lægum löndum. Tveir geisladiskar með píanóleik
hans komu á dögunum út hjá tónlistarútgáfunni Star
Search Media í Suður-Kóreu, en fyrirtækið sér einnig
um dreifingu og sölu í Kína og Japan. Annar af disk-
unum tveimur er tvöfaldur og hefur að geyma 40 lög,
úrval efnis sem upphaflega kom út hér heima á geisla-
diskunum Skálm, Stef og Húm. Á þessum innihalds-
ríka diski er íslenskt og norrænt efni í fyrirrúmi.
Hinn diskurinn sem Gunnar gefur út í Asíu er jóla-
diskur sem kom áður út hérlendis undir nafninu Des,
en hefur verið endurnefnur fyrir asískan markað og
ber nú hinn framandi titil X-mas Gift.
Fyrir þá sem ekki vita skal upplýst að Gunnar
Gunnarsson er píanóleikari og organisti. Hann hefur
verið afkastamikill á útgáfusviðinu og sent frá sér
átta geislaplötur alls, þar á meðal þrjár hljóðritanir
ásamt Sigurði Flosasyni saxófónleikara, Sálma lífs-
ins, Sálma jólanna og Draumalandið.
En útrás íslenskra tónlistarmanna er tæpast lokið
með þessarri útgáfu Gunnars þar sem áðurnefndur
útgefandi í Suður-Kóreu, Star Search Media, hefur
gert heildarsamning við tónlistar- og bókaútgáfuna
íslensku Dimmu ehf. Samningurinn felur í sér útgáfu
á fleiri íslenskum geisladiskum á næstunni og því
verður spennandi að fylgjast með því hvernig Íslend-
ingum vegnar á asískum markaði. vigdis@frettabladid.is
Gunnar gefur út á asískri grundu
GUNNAR GUNNARSSON Herjar nú á asískan tónlistarmarkað.
GERÐUBERG
www.gerduberg.is
Óskum listafólki, samstarfsaðilum og gestum hússins
gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
með þökk fyrir frábært samstarf á liðnum árum.
Starfsfólk Gerðubergs
Gerðuberg verður lokað 24. - 27. des, 31. des og 1. jan.
Sýningar verða opnar virka daga frá kl. 11-17 og um helgar frá 13-16.
7. og 8. des uppselt
30. des