Fréttablaðið - 21.12.2007, Side 112

Fréttablaðið - 21.12.2007, Side 112
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórgunnar Oddsdóttur Í dag er föstudagurinn 21. desember, 355. dagur ársins. 11.21 13.26 15.30 11.37 13.10 14.43 Á aðfangadag árið 1930 varð afi minn næstum því úti í stór- hríð á Laxárdal í Húnavatnssýslu. Hann var ellefu ára gamall og hafði farið fótgangandi á milli bæja til að útvega lampaglas í olíulampann á bænum svo ekki yrði ljóslaust í baðstofunni á aðfangadagskvöld. Glasið fékk hann hjá hreppstjóranum en á bakaleiðinni skall á blindbylur svo drengurinn ætlaði aldrei að rata heim enda ekkert ljós í baðstofu- glugganum heima til að vísa veg- inn. MÉR varð hugsað til þessarar sögu um daginn þar sem ég stóð fyrir framan fjall af jólaseríum í Húsasmiðjunni og valdi jólaljós í stofugluggann. Í allsnægtum nútímans virtist sagan af afa með lampaglasið næstum jafn forn og frásögnin af þunguðu konunni sem fékk hvergi gistingu og leit- aði skjóls í fjárhúsi til að ala barn sitt. ÉG sá fljótt að för mín í búðina til að sækja jólaljós á tilboði og akstur inn heim í heitum bílnum yrði aldrei efni í góða sögu. Satt að segja varð ég frekar sorgmædd þegar ég áttaði mig á því að lífið á Íslandi væri hreinlega orðið of þægilegt til að spennandi jóla- sögur eins og sagan af afa mínum gætu átt sér stað. Það háskaleg- asta sem mér datt í hug að gæti hent mig við jólaundirbúninginn var ef það liði yfir mig í æstri bið- röðinni við kassann í Toys „R“ Us eða að ég slasaði mig á hlaupa- brettinu í ræktinni í öllum hama- ganginum sem fylgir því að kom- ast í kjólinn fyrir jólin. ÞÓTT lífsstílsblöðin þreytist ekki á að sýna okkur hvernig við getum átt fullkomin jól er það nú yfirleitt þannig að bestu jólaminningarnar eru frá þeim jólum þegar eitthvað misheppnast. Ekki síst þegar lífs- gæði okkar skerðast á einhvern hátt svo við þurfum að sætta okkur við fátæklegra jólahald en ella. Í flestum fjölskyldum eru til klass- ískar jólasögur af slíkum hrakför- um. Eins og þegar eldavélin bilaði á aðfangadag og elda þurfti ham- borgarhrygginn á prímus eða sagan frá árinu sem jólatrén seld- ust upp og stærstu pottaplöntunni á heimilinu var í skyndi breytt í jólatré. ÞAÐ má því hiklaust mæla með því að fólk gleymi jólastressinu og reyni í staðinn að klúðra einhverju um jólin. Kannski verður það ekki efni í sögu upp á líf og dauða eins og í tilfelli afa míns en það verður ábyggilega skemmtilegra frásagn- ar en angurvær lýsing á fullkomn- um jólum. Jólasögur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.