Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 2
2 11. janúar 2008 FÖSTUDAGUR DÓMSMÁL Bandarískur saksóknari, sem sótti Aron Pálma Ágústsson til saka fyrir kynferðisbrot gegn barni, heldur því fram að Aron Pálmi sé sekur um fleiri og alvar- legri brot en hann var ákærður og sakfelldur fyrir. Þetta kemur fram á vefmiðlinum visir.is. Hér á landi væri algerlega frá- leitt að saksóknari segði mann sekan um brot sem hann hefði ekki verið ákærður eða dæmdur fyrir. Slíkt væri brot gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála, segir Björg Thorarensen, forseti laga- deildar Háskóla Íslands. Aron Pálmi var sakfelldur fyrir brot gegn sex ára dreng sem hann framdi ellefu ára gamall, og dæmd- ur í tíu ára fangelsi í Texas í Banda- ríkjunum árið 1997. Mike Trent, saksóknari í Harris- sýslu í Texas, skrifar um málið á vefinn icelandweatherreport.com, og segir þar brot Arons gegn drengnum umfangsmeira en hann hafi verið dæmdur fyrir. Hann heldur því einnig fram að Aron Pálmi hafi brotið gróflega gegn þremur öðrum drengjum, og hótað að myrða fjölskyldu eins þeirra. Fram kemur á visir.is að Trent hafi staðfest símleiðis að hann hafi skrifað umræddan pistil. „Hér á landi [...] er almennt litið svo á að maður sé saklaus uns sekt er sönnuð fyrir dómstólum,“ segir Björg Thorarensen. „Það er afar óábyrgt af saksóknara að lýsa yfir sekt manns um eitthvað. Hér á landi myndi það brjóta gegn bæði stjórnarskrá og mannréttindasátt- mála Evrópu að ákæruvaldið lýsti yfir sekt manns um eitthvað sem ekki hefur verið rannsakað til hlítar og ekki ákært eða dæmt fyrir.“ Hún bendir á að Bandaríkin séu aðilar að samningi Sameinuðu þjóðana um borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi, þar sem friðhelgi einkalífs og réttur manns til að teljast saklaus uns sekt er sönnuð er varinn. „Svona gera menn í opinberum embættum ekki, og þykir mér sem hann gangi ekki heill til skógar,“ segir Bragi Guðbrandsson, for- stjóri Barnaverndarstofu. Bragi fór tvisvar til Texas vegna máls Arons Pálma, og þekkir vel til. Bragi segir þær ásakanir sem Trent setur fram nú ekki réttar samkvæmt því sem hann best viti. Ekki náðist í Aron Pálma vegna málsins í gær. Í samtali við visir.is segist hann staðráðinn í því að sækja Trent til saka fyrir ofsóknir gegn sér. „Þessi maður hefur hótað því að gera líf mitt að lifandi helvíti og ég get ekki setið undir því. Ég verð að grípa til varna fyrir mig og fjöl- skyldu mína,“ er haft eftir Aroni Pálma á visir.is. brjann@frettabladid.is/karen@frettabladid.is Svona gera menn í opin- berum embættum ekki, og þykir mér sem hann gangi ekki heill til skógar. BRAGI GUÐBRANDSSON FORSTJÓRI BARNAVERNDARSTOFU Baldvin, hvernig verður maður ókrýndur skemmtistaða- kóngur? „Það krefst mikillar bar-áráttu.“ Baldvin Samúelsson, hefur eignast skemmtistaðinn Óliver við Laugaveg en fyrir á hann Q-bar og Barinn. Eftir nýjustu kaup hans á Óliver hefur því verið fleygt að hann sé orðinn ókrýndur skemmtana- kóngur í Reykjavík. NÝ KENNSLUBÓK Í ÍTÖLSKU ÍTALSKA FYRIR ALLA EFTIR PAOLO TURCHI BUON ANNO! D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Skráning á lingva.is eða í s. 561 0315. D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Námske ið í ítölsku hjá Málask ólanum Lingva hefjast 22. janú ar. Aðgengileg bók fyrir byrjendur sem lengra komna eftir Paolo Turchi. JERÚSALEM, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti segist ætla að gera allt sem í hans valdi standi til að friðarsamkomulag milli Ísraels og Palestínu náist fyrir árslok þegar forsetatíð hans lýkur. Í þriggja daga heimsókn sinni í Jerúsalem, sem lýkur í dag, hefur Bush fundað með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Eftir fundina sagði hann ljóst að friðarsamkomulag fæli í sér „sársaukafullar pólitískar málamiðlanir“ af beggja hálfu. Bush gaf í gær ítarlegustu lýsinguna hingað til á hvað friðarsamkomulag þyrfti að fela í sér og var beinskeyttari í máli en áður. Meðal atriða nefndi hann öryggi Ísraels, samliggjandi ríki Palestínu og að breytingar þyrfti að gera á landamærum Ísraels sem mörkuð voru með vopnahléssamningunum 1949. Vísaði hann þar til landnemabyggða Ísraela á umdeildum svæðum sem Ísrael vill halda þegar ríki Palestínu verður myndað. Bush gerði sér far um að nota orðið „hernám“ til að lýsa stjórn Ísraela á landi sem ætti að tilheyra sjálfstæðu ríki Palestínu. „Binda á enda á her- námið sem hófst árið 1967. Samkomulagið þarf að koma á fót Palestínu sem heimalandi Palestínu- manna alveg eins og Ísrael er heimaland gyðinga.“ - sdg George W. Bush Bandaríkjaforseti setur aukinn þrýsting á Ísrael og Palestínu: Friðarsamkomulag náist innan árs GEORGE W. BUSH BANDARÍKJAFORSETI Heimsótti kirkju Grísku rétttrúnaðarkirkjunnar þar sem prestar tóku á móti honum. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Sex karlmenn hafa verið ákærðir í svokölluðu Pólstjörnu- máli, þar sem reynt var að smygla tugum kílóa af amfetamíni til landsins með skútu. Þetta staðfestir Kolbrún Sævarsdóttir, saksóknari hjá Ríkissaksóknara. Gæsluvarðhald yfir einum sexmenninganna var framlengt í gær, en alls sitja fimm af sex sakborningum í varðhaldi. Að auki situr sjöundi maðurinn í gæsluvarðhaldi í Færeyjum, en lögregla telur að skútumenn hafi skilið eftir rúmlega eitt kíló af fíkniefnum þar. Kolbrún segir að yfirvöld í Færeyjum muni taka ákvörðun um ákæru á hendur þeim einstaklingi. - bj Sakaðir um fíkniefnasmygl: Sex ákærðir í Pólstjörnumáli VIÐSKIPTI Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands, sem mælir verðmæti stærstu skráðra fyrirtækja í Kauphöll Íslands, hækkaði um 1,18 prósent í gær. Er þetta fyrsti dagurinn á árinu sem vísitalan hækkar. Mikil hækkun var í byrjun dags, eða tæp fimm prósent, en svo lækkaði vísitalan rólega þegar leið á daginn. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins voru fjármála- fyrirtæki og lífeyrissjóðir stærstu kaupendur hlutabréfa í gær. Frá áramótum hefur úrvalsvísi- talan lækkað um rúm tólf prósent. Aðeins Marel hefur hækkað það sem af er ári, um tvö prósent. - bg Viðsnúningur í Kauphöllinni: Fyrsta hækkun ársins í gær STJÓRARNIR HJÁ MAREL Marel er eina félagið sem hefur hækkað frá ára- mótum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ásakanir saksóknara brot á mannréttindum Bandarískur saksóknari segir Aron Pálma sekan um kynferðisbrot gegn fleiri börnum. Mannréttindi að teljast saklaus uns sekt er sönnuð segir lagaprófessor. Aron Pálmi sakar saksóknarann um ofsóknir og boðar málsókn gegn honum. ARON PÁLMI ÁGÚSTSSON „Þessi maður hefur hótað því að gera líf mitt að lifandi helvíti og ég get ekki setið undir því. Ég verð að grípa til varna fyrir mig og fjölskyldu mína,“ er haft eftir Aroni Pálma á visir.is. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR VIÐSKIPTI VBS fjárfestingarbanki hefur fyrir hönd óstofnaðs félags keypt Blikastaðaland í Mosfellsbæ af Íslenskum aðalverktökum og Blikastöðum ehf. Óstofnað dótturfélag Holtasels ehf., móðurfélags Eyktar hf., mun taka við eignarhaldinu og standa fyrir frekari þróun og uppbygg- ingu, að því er fram kemur í bréfi VBS til Mosfellsbæjar. Þar er tilkynnt um eigendaskipti á landinu og óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið um uppbygg- ingu. Í tilkynningu kemur fram að ætlunin sé að hefja framkvæmdir á næsta ári. Í skipulagi er gert ráð fyrir 1.800 íbúðum á svæðinu. - bj Óstofnað systurfélag Eyktar: Hefur keypt Blikastaðaland REYKJAVÍK Mikilvægt er að Borgarleikhúsið, sem rekið er fyrir skattfé borgarbúa, gæti jafnræðis gagnvart leiklistar- gagnrýnendum varðandi aðgang að frumsýningum, jafnvel þótt stjórnendur kunni að vera ósáttir við skrif einstakra manna. Þetta segir í bókun sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar lögðu fram á fundi ráðsins í gær. Fulltrúarnir lýsa undrun sinni á því að einn helsti leiklistargagn- rýnandi landsins hafi verið tekinn af boðslista frumsýningargesta í kjölfar gagnrýni á sýningu. - bj Sjálfstæðismenn í borginni: Borgarleikhúsið gæti jafnræðis Kerry styður Barack Obama John Kerry, fyrrverandi forsetafram- bjóðandi í Bandaríkjunum, hefur lýst yfir stuðningi við framboð Baracks Obama til forsetaefnis Demókrata- flokksins. BANDARÍKIN DÓMSMÁL Mannréttindanefnd Sam- einuðu þjóðanna hefur dæmt tveimur íslenskum sjómönnum í vil í máli þeirra gegn íslenskum stjórn- völdum vegna kvótalausra veiða. Í úrskurðinum segir að stjórnvöld- um beri að veita sjómönnunum full- ar bætur og koma á fót fiskveiði- stjórnunarkerfi sem uppfylli alþjóðalög. Í úrskurðinum kemur fram að kvótakerfið hygli þeim sem upphaflega fengu úthlutað kvóta, sem byggist ekki á sann- girni, en jafnframt að markmið lag- anna, að vernda fiskistofna, sé lög- mætt. Lúðvík Kaaber, lögmaður mann- anna, segir að í niðurstöðu nefndar- innar segi að íslenskum stjórnvöld- um sé skylt að rétta hlut kærenda að fullu og veita þeim fullnægjandi bætur. „Eins segir þar að endur- skoða skuli fiskveiðistjórnunar- kerfið. Þetta liggur skýrt fyrir. Hæstiréttur felldi úrskurð gegn sjómönnunum sem þá sendu mál sitt til mannréttindanefndarinnar, en íslensk stjórnvöld hafa skuld- bundið sig til að virða úrskurðar- vald nefndarinnar.“ Umræddir sjómenn keyptu kvótalausan bát og ákváðu að halda til veiða kvótalausir. Það var gert til að reyna á 75. grein stjórnar- skárinnar um að hverjum manni sé frjálst að stunda þá atvinnu sem hann kýs. Þeir töldu það mannrétt- indabrot að fá ekki úthlutað kvóta og geta stundað sjómennsku á atvinnutæki sínu. - shá Mannréttindanefnd SÞ úrskurðar gegn ríkinu vegna kvótalausra veiða við landið: Endurskoða skal kvótakerfið LÖNDUN Úrskurður mannréttinda- nefndarinnar er þvert á rökstuðning fyrir lögmæti fiskveiðistjórnunarkerfisins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BJÖRGUN Fullvaxta labrador- hundur komst í hann krappann við Rauðavatn um fimmleytið í gær eftir að hafa hlaupið út á þunnan ísinn. Ísinn gaf sig undan þunga hans og úr vökinni komst hvutti ekki. Slökkvilið höfuðborgarsvæðis- ins brást skjótt við og komu björgunarmenn ásamt sérútbúnum ísbjörgunarbát til bjargar. Segir Ólafur Ingi Grettisson aðstoðar- varðstjóri björgunarmenn ekki hafa hikað við að nota hann við björgunina. Hundi og björgunar- mönnum heilsast vel. - kdk Slökkviliðið höfuðborgarinnar: Hundsbjörg varð SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.