Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 8
8 11. janúar 2008 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, segir ekki óeðli- legt að stjórnarmenn í SPRON hafi selt stofnfjárbréf sín á óskráð- um markaði áður en félagið var skráð á markað. Ferlið hafi allt verið gagnsætt og lögum sam- kvæmt. „Við settum alveg skýrar reglur um markaðinn sem var til með stofnfjárbréf í SPRON. Samkvæmt þeim reglum gátu þeir sem töldust innherjar ekki verið að kaupa og selja bréf ef þeir bjuggu yfir upp- lýsingum, til dæmis um rekstur- inn, sem aðrir höfðu ekki. Reglun- um var stranglega framfylgt og það var farið eftir þeim í einu og öllu,“ sagði Guðmundur. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu í gær hefur Saga Capital fjárfestingarbanki gert tilkall til þess að fá yfirráð yfir eignarhalds- félaginu Insolidum sem er í eigu Daggar Pálsdóttur, hæstaréttar- lögmanns og varaþingmanns Sjálf- stæðisflokksins, og Páls Ágústs Ólafssonar sonar hennar. Er það gert þar sem félagið skuldar bank- anum vegna láns upp á 560 millj- ónir sem það tók á sumarmánuð- um í fyrra til þess að fjármagna kaup á stofnfjárbréfum í SPRON. Bréfin hafa lækkað gríðarlega. Þegar félagið var skráð á markað var upphafsgengið 18,9 en í lok dags í gær var gengið 8. Greint var frá því í Fréttablaðinu í október að stofnfjárbréf í SPRON hefðu gengið kaupum og sölum á geng- inu 24 til 30 áður en það var skráð á markað. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa tugir fjárfesta tapað milljónum, jafnvel tugum og hundruðum, vegna mikilla lækk- ana á bréfum í SPRON að undan- förnu. Í málflutningi í dómsmáli Saga Capital gegn Insolidum sagði Jóhannes Karl Sveinsson, hæsta- réttarlögmaður og lögmaður Insol- idum, að stjórnarmaður í SPRON, Gunnar Þór Gíslason, hefði verið að „nota banka, sem hann ætti stór- an hlut í, til að selja hluti sína á grundvelli leynilegs verðmats“. Capacent verðmat SPRON á 60 milljarða króna en stofnfjárbréfin voru seld til Insolidum miðað við að verðið á SPRON væri rúmlega 100 milljarðar. Sundagarðar hf., sem Gunnar stýrir, á rúmlega ell- efu prósent í Saga Capital. Gunnar Þór neitaði þessu í Fréttablaðinu í gær og sagði eðli- lega hafa verið staðið að sölunni en Saga Capital keypti bréfin. Guðmundur segir það alveg ljóst að verðmatið hafi ekki verið leyni- legt heldur þvert á móti verið gert opinbert og um það fjallað í fjöl- miðlum í kjölfarið. „Verðmatið fór ekki leynt, síður en svo, og var aldrei í leynilegri meðferð stjórnar- manna. Allir fjölmiðlar fjölluðu um það og við sendum einnig frá okkur fréttatilkynningu um verð- matið þegar það var tilbúið,“ sagði Guðmundur. magnush@frettabladid.is Reglunum var stranglega framfylgt og það var farið eftir þeim í einu og öllu. GUÐMUNDUR HAUKSSON FORSTJÓRI SPRON 1. Um hvaða hús á Lauga- veginum er deilt um þessar mundir? 2. Hvað heitir formaður Starfs- greinasambandsins? 3. Hver var rekinn sem fram- kvæmdastjóri enska úrvals- deildarliðsins Newcastle United í vikunni? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46 Skrifstofuvörur - á janúartilboði RV U N IQ U E 01 08 02 Katrín Edda Svansdóttir, sölumaður í þjónustuveri RV Á tilboðií janúar 2008 Bréfabindi, ljósritunarpappír, töflutússar og skurðarhnífur 1.398 kr. ks. 5 x 500 blöð í ks. Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is 148 kr. stk. Bréfabindi A4, 8 cm kjölur Ásökunum um svik neitað Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, segir innherjaviðskipti með stofnfjárbréf í SPRON ekki hafa stangast á við reglur. Lögmaður greindi frá meintum innherjasvikum stjórnarmanns SPRON. KENÍA, AP Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur tekið við af John Kufuor, forseta Gana og sitjandi leiðtoga Afríkusambandsins (AU), sem sáttasemjari í deilu vegna forsetakosninganna í Kenía sem fram fóru 27. desember síðastlið- inn. Í tilkynningu frá AU sagði að Kufour hefði tekist að fá Mwai Kibaki, forseta Kenía, og stjórnar- andstöðuleiðtogann Raila Odinga til að fallast á að vinna með hópi sáttasemjara undir handleiðslu Annans. Alþjóðlegir eftirlitsmenn hafa staðfest að kosningasvindl átti sér stað og hefur kosningastjóri Kibaki jafnvel viðurkennt að hann geti ekki verið viss um hver vann í raun og veru. Samkvæmt upplýs- ingum á vef kenísku stjórnarinnar vann Kibaki kosningarnar með 47 prósentum atkvæða. Odinga er sagður hafa fengið 44 prósent. Bandamenn Kibaki voru í gær svarnir í embætti sem ráðherrar í nýrri ríkisstjórn. Í ræðu á mið- vikudaginn sagði Kibaki kosning- unum „lokið, og hver sá sem telur að hann geti breytt einhverju þar um ætti að gera sér grein fyrir að það er ekki hægt og verður aldrei hægt“. Vísaði Kibaki frekari kvörtunum til dómstóla sem eru nánast alfarið skipaðir banda- mönnum Kibakis eftir fimm ára valdatíð hans. - sdg Átök í Kenía í kjölfar umdeildra forsetakosninga: Annan tekur að sér hlutverk sáttasemjara HLAUPIÐ FRÁ TÁRAGASI Mótmæli kvenkyns stuðningsmanna Odinga í Naíróbí, höfuðborg Kenía, í gær voru leyst upp af lögreglu. NORDICPHOTOS/AFP SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur hafnað erindi Samtaka hernaðarandstæð- inga um að lýsa sveitarfélagið kjarnorkuvopnalaust. „Reykjanesbær telur málið ekki vera á sínu forræði þar sem innan bæjarmarkanna er meðal annars flugverndarsvæði sem er á forræði Utanríkisráðuneytisins og vísar í fyrri afstöðu,“ segir bæjarráðið. Bæjarfulltrúi VG sagðist styðja erindi hernaðar- andstæðinga en sat þó hjá. Í bréfi hernaðarandstæðinga til Reykjanesbæjar kemur fram að svars hafi verið beðið frá bænum frá því 1. júní 2006. Reykjanes- bær sé eitt af aðeins fimm íslenskum sveitarfélögum sem ekki hafi lýst sig laus við kjarnorkuvopn. - gar Kjarnavopn í Reykjanesbæ: Ekki á forræði bæjaryfirvalda KJARNORKUSPRENGING Bæjarráð Reykjanesbæjar hafnar því að lýsa bæinn kjarnorkuvopnalausan. DÖGG PÁLSDÓTTIR GUÐMUNDUR HAUKSSON UTANRÍKISMÁL Allir íslenskir friðar- gæsluliðar á Srí Lanka munu fara frá landinu í síðasta lagi 16. janúar næstkomandi. Nú er unnið hörð- um höndum að því að tryggja öryggi heimamanna sem starfað hafa með íslenskum og norskum friðargæsluliðum. Anna Jóhannsdóttir, forstöðu- maður Íslensku friðargæslunnar, segir að verið sé að skoða hvort aðrar stöður finnist fyrir þá sem unnið hafa með samnorrænu eftir- litssveitunum, SLMM, til dæmis innan stofnana Sameinuðu þjóð- anna sem starfa áfram í landinu. Allir friðargæsluliðar SLMM þurfa að yfirgefa Srí Lanka í síð- asta lagi 16. janúar, í kjölfar þess að þarlend stjórnvöld sögðu upp vopnahléssamkomulagi frá 2002. Um 50 heimamenn starfa fyrir sveitirnar, og er talið að þeir geti verið í hættu eftir að friðar- gæsluliðarnir yfirgefa landið. Anna segir að meta þurfi stöðu hvers og eins, þeir hafi gegnt mis- munandi störfum fyrir SLMM, einhverjir hafi verið við störf í höfuðstöðvunum meðan aðrir hafi farið um átakasvæði. Nú starfi hópur fólks að því að tryggja öryggi þessara einstaklinga. Níu íslenskir friðargæsluliðar hafa verið í landinu. Anna segir að þeir fari heim í síðasta lagi 16. jan- úar. Þó gætu nokkrir þeirra ílengst eitthvað til að ganga frá, en það verði ekki nema öryggi þeirra verði tryggt. - bj Íslenskir friðargæsluliðar á Srí Lanka vinna að því að tryggja öryggi heimamanna: Koma heim í næstu viku HERMENN Ófriðlegt hefur verið á Srí Lanka undanfarið. Stjórnvöld sögðu hinn 3. janúar síðastliðinn upp vopna- hléssamkomulagi frá árinu 2002. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUR Fella verður niður gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum og hefja þarf strax framkvæmdir við Sundabraut. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. „Nú eru teikn á lofti að sambærileg göng á Norðurlandi um Vaðlaheiði verði fjármögnuð af ríkinu og skattgreiðendum öllum,“ segir í ályktuninni. Samtökin hvetja til þess að framkvæmdir við Sundabraut hefjist að norðanverðu frá Kjalarnesi, að vegurinn um Kjalarnes verði tvöfaldaður og Hvalfjarðargöng sömuleiðis. - sgj Sveitarfélög á Vesturlandi: Vilja gjaldfrjáls Hvalfjarðargöng SPRON Guðmundur Hauksson forstjóri segir SPRON hafa sett skýrar reglur um mark- aðinn sem var til með stofnfjárbréf. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.