Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 36
BLS. 8 | sirkus | 11. JANÚAR 2008
É g er mikið fyrir að vera í stíl og hef alla tíð verið þannig. Ef ég næ ekki að tengja saman
liti í „outfittinu“ líður mér hálf undarlega,“ segir
Ellen Loftsdóttir sem sker sig úr hvar sem hún
kemur. Ellen blandar saman stílum úr ólíkum
áttum svo úr verður hennar eigin stíll, sem er í
senn skemmtilegur, litríkur og óhefðbundinn.
Hún segist sækja innblásturinn héðan og þaðan
en fatastíllinn mótast af fólkinu og umhverfinu
sem hún er í hverju sinni. Í haust flutti Ellen til
Lundúna og hóf nám í tísku, almannatengslum
og markaðsfræðum í London College of Fashion.
„Námið er mjög fjölbreytt og skapandi. Það fók-
us erar ekki bara á eitthvað eitt innan tískubrans-
ans heldur á allt það sem tengist tískuheimin-
um, en það hentar mér mjög vel þar sem ég er
ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að verða
þegar ég verð stór,“ segir Ellen sem mælir hik-
laust með náminu fyrir þá sem hafa brennandi
áhuga á tísku. „Ég kann rosalega vel við mig í
London og fíla allt það fjölskrúðuga mannhaf
sem hér er að finna en fólkið gerir borgina að því
litríka samfélagi sem hún er,“ segir Ellen um lífið
í stórborginni sem veitir henni mikinn innblást-
ur. „Fyrir mér er London borg
tækifæranna. Maður þarf bara að
finna út hvar þau leynast og vera
óhræddur við að grípa þau þegar
færi gefst,“ segir Ellen en í haust
starfaði Ellen fyrir hönnuðinn
Richard Nicoll og hefur nú boðist
lærlingsstaða hjá fatahönnuðinum
Peter Jensen. „Það er stórhættulegt
fyrir „shopalcoholic“ eins og mig að
búa í London. Hér er alltof mikið af
freistingum, dálítið eins og fyrir
barn að búa í sælgætislandi. Ég
slysast oft inn í hinar og þessar
búðir og áður en ég veit af stend
ég við kassann tilbúin með vísa-
kortið,“ segir hún en bætir því
við að fyrir þann sem kann á
borgina og þekkir búðirnar er
oft hægt að fá mikið fyrir lítið
og því sérlega hentugt fyrir
fátæka námsmenn. Bestu
kaup síðasta árs gerði hún
einmitt í London fyrir jól.
„Ég fór á svokallaða „sample-
sale“ hjá hönnuðinum Peter Jen-
sen sem hann hélt í stúdíóinu
sínu, þar keypti ég tvo fal-
lega kjóla og eina þunga
ullar peysu fyrir rúman
20 þúsund kall sem er nátt-
úrulega bara gefins. Ég elska
þegar ég fæ það á tilfinn-
inguna að ég sé að græða
þegar ég kaupi mér föt,“
bætir hún við. Hún
segist vera mjög
veik fyrir flottum
og dýrum hlut-
um sem hún
hafi ekki efni
á. „Þegar ég
skoða dýra
hönnun
sem ég
veit fyr-
irfram
að ég hef
ekki efni á lít ég á það sem svo að ég sé að velja
mér hluti fyrir framtíðina,“ bætir Ellen við og
brosir út í annað enda er það sérsvið þeirra sem
hrærast í tískuheiminum að réttlæta peninga-
eyðsluna. Hún er þó ekki bara svag fyrir fatnaði,
hún elskar líka skó. „Ég dýrka að eiga flotta skó.
Það er bara eitthvað við skó sem gerir mann
ánægðari og þeir setja einhvern veginn alltaf
punktinn yfir i-ið. Útlitið er fullkomnað með
flottum skóm,“ segir hún. Þegar skókaupin eru
rædd nánar kemur í ljós að hún hefur ekki farið
varhluta af helstu tískustraumum því fyrir all-
mörgum árum átti hún Buffalo-skósafn. „Ég var
á símalista verslunarinnar Bossanova á Lauga-
vegi en þeir seldu Buffalo-skóna. Ég fékk hring-
ingu í hvert skipti sem ný sending kom í hús til
að vera viss um að ég myndi ekki missa af neinu.“
Umrætt Buffalo-tímabil er þó eitt það svartasta
sem hún hefur upplifað hvað varðar tískuna. „Í
dag hefur þó tískuslysunum farið fækkandi sem
betur fer því ég er orðinn svo mikill atvinnumað-
ur í greininni,“ segir Ellen hlæjandi.
Ellen á marga uppáhaldshönnuði og á erfitt
með að gera upp á milli þeirra. „Yfirleitt skipti ég
reg
dál
hve
hve
ekk
nok
ast
að
ére
Vib
Pra
Nic
Sci
dái
sam
„Ísl
og
við
haf
ver
ing
að
list
ELLEN LOFTSDÓTTIR, NEMI Í TÍSKU, ALMANNATENGSLUM OG MARKAÐSFRÆÐI, ER BÚSET
ELLEN OG ERNA EN Á TÍMABILI VORU ÞÆR STÖLLUR MEÐ SJÓNVARPSÞÁTTINN Á BAK VIÐ
UNUM OG FÉKK AÐ SKYGGNAST INN Í LÍF HENNAR SEM EINKENNIST AF TÍSKU MEÐ ÖRLIT
BORG TÆKIFÆRANNA
LIFIR DRAUMINN Í
VINTAGE KJÓLL SEM ELLEN FÉKK
AÐ GJÖF EN NÆLAN VAR Í
KJÓLNUM ÞEGAR ELLEN FÉKK
HANN Í SÍNAR HENDUR. KANNKSI
HEFUR SÁ SEM ÁTTI KJÓLLINN
VERÐIR Í HINU KONUNGLEGA
BRÚÐKAUPI Á SÍNUM TÍMA OG
SELT HANN EFTIR SKILNAÐINN.