Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 40
11. JANÚAR 2008 FÖSTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● heilsa & lífsstíll
Í nýlegri grein í The New York
Times er rætt um heilsusamleg
áhrif hunda. Þessi besti vinur
mannsins hefur lengi verið ná-
tengdur heilbrigðisgeiranum.
Hann sér fyrir blinda, heyrir
fyrir heyrnarlausa, hreyfir hluti
fyrir hreyfihamlaða og er al-
mennt hjálparkokkur fatlaðra.
En hundar virðast vera mun
meira en fjórfættir heilbrigð-
isstarfsmenn. Japönsk rann-
sókn sýndi fram á að gæludýra-
eigendur fóru þriðjungi sjaldn-
ar til læknis en aðrir. Rannsókn
í Melbourne á sex þúsund mönn-
um sýndi að hundaeigendur og
aðrir gæludýraeigendur hefðu
lægra kólestról, lægri blóðþrýst-
ing og minni líkur á hjartaáfalli
en aðrir.
Auðvitað væri hægt að útskýra
betri heilsu gæludýraeigenda á
ýmsan hátt en margir sérfræð-
ingar telja hins vegar að nærvera
dýra geti bætt heilsu í það minnsta
með því að minnka stress.
Hundar hafa þótt hafa sér-
staklega góð áhrif á heilsu eig-
enda sinna. Til eru sögur af hund-
um sem hafa varað eigendur sína
við hættum. Árið 2003 birtu rann-
sakendur frá háskólanum í Flór-
ída skýrslu þar sem kom fram
að sumir hundar virðast finna á
sér þegar eigendur þeirra eiga á
hættu að fá heilablóðfall.
Nýlega hafa nokkrar rannsókn-
ir bent til þess að hundar geti
greint sumar gerðir krabbameina
með því einu að lykta af andar-
drætti fólks.
Heilsusamleg
áhrif hunda
Hundar virðast hafa jákvæð áhrif á heilsu eldra fólks og annarra. NORDICPHOTOS/GETTY
Nú býðst íslenskum börnum hið frábæra Fit-Kid
kerfi í Hreyfilandi, en það hentar krökkum af öllum
stærðum og gerðum.
„Við byrjuðum með Fit-Kid í september og hefur gengið
afskaplega vel,“ segir Krisztina G. Agueda, fulltrúi Inter-
national Fitness Federation (IFF) á Íslandi.
„Fit-Kid er alþjóðlegt æfinga- og keppniskerfi með þau
markmið að hvetja börn og unglinga til heilbrigðra lífs-
hátta og að sem flest börn njóti sín í íþróttum, en Fit-Kid
er skráð vörumerki með tíu ára reynslu og er notað í átján
löndum með frábærum árangri,“ segir Krisztina um Fit-
Kid sem ætlað er börnum á aldrinum 7 til 15 ára.
„Börnin æfa þrisvar í viku. Æfingar samanstanda af dansi,
fimleikum og þolfimi og þeir sem sýna hæfileika á öllum
þremur sviðum fá tækifæri til að keppa. Á síðasta ári átti Ís-
land fulltrúa á Evrópu- og heimsmeistaramótinu sem kom-
ust á verðlaunapall á báðum mótum,“ segir Krisztina, sem í
ár skipuleggur Íslandsmeistaramót Fit-Kid krakka, þar sem
þeir bestu verða sendir á næsta Evrópumeistaramót á Spáni.
„Hins vegar er engin pressa á keppni meðal barnanna,
en þau börn sem búa yfir keppnisskapi og vilja stefna á
mót hafa til þess úrvals tækifæri í Fit-Kid. Það er stað-
reynd að börn öðlast mikið sjálfstraust við ástundun
Fit-Kid og mörg dæmi eru um krakka sem voru of feit-
ir í byrjun og latir við að hreyfa sig sem nú njóta þess að
dansa og stunda hreyfingu í betra formi og með góðum ár-
angri,“ segir Krisztina og tekur fram að árangur byggi
ekki á staðlaðri líkamsmynd, heldur geti allir náð árangri
hvort sem þeir eru langir, stuttir, þybbnir eða mjóir.
„Fyrir framtíðina er IFF að undirbúa sambærilegt fitn-
esskerfi fyrir fullorðna og þá geta börn sem taka þátt í Fit
Kid haldið áfram í Fit Man eða Woman þegar fram líða
stundir,“ segir Krisztina og hvetur aðrar líkamsræktar-
stöðvar að taka upp Fit-Kid kerfið.
„Stöðvarnar fá fullþróað æfingakerfi inn í sinn rekst-
ur um leið og þær gefa börnum í sínu hverfi tækifæri til
að taka þátt í þessari spennandi íþrótt. Því fylgir svo þátt-
tökuréttur í keppnum innanlands- og utan, sem og í alþjóð-
legum þjálfunarbúðum.“
Sjá nánar um Fit-Kid á www.fitkid.is og www.hreyfil-
and.is/sporterobik/ - þlg
Árangur fyrir öll börn
Fit-Kid kerfið mætir þörfum allra barna, burtséð frá holdafari, en þau börn sem stundað hafa Fit-Kid síðan í
september hafa náð góðum árangri.
Krisztina G. Agueda er fulltrúi Fit-Kid á Íslandi, en kerfið er alþjóðlegt og sérsniðið fyrir alla krakka á aldrin-
um 7 til 15 ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON