Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 40
 11. JANÚAR 2008 FÖSTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● heilsa & lífsstíll Í nýlegri grein í The New York Times er rætt um heilsusamleg áhrif hunda. Þessi besti vinur mannsins hefur lengi verið ná- tengdur heilbrigðisgeiranum. Hann sér fyrir blinda, heyrir fyrir heyrnarlausa, hreyfir hluti fyrir hreyfihamlaða og er al- mennt hjálparkokkur fatlaðra. En hundar virðast vera mun meira en fjórfættir heilbrigð- isstarfsmenn. Japönsk rann- sókn sýndi fram á að gæludýra- eigendur fóru þriðjungi sjaldn- ar til læknis en aðrir. Rannsókn í Melbourne á sex þúsund mönn- um sýndi að hundaeigendur og aðrir gæludýraeigendur hefðu lægra kólestról, lægri blóðþrýst- ing og minni líkur á hjartaáfalli en aðrir. Auðvitað væri hægt að útskýra betri heilsu gæludýraeigenda á ýmsan hátt en margir sérfræð- ingar telja hins vegar að nærvera dýra geti bætt heilsu í það minnsta með því að minnka stress. Hundar hafa þótt hafa sér- staklega góð áhrif á heilsu eig- enda sinna. Til eru sögur af hund- um sem hafa varað eigendur sína við hættum. Árið 2003 birtu rann- sakendur frá háskólanum í Flór- ída skýrslu þar sem kom fram að sumir hundar virðast finna á sér þegar eigendur þeirra eiga á hættu að fá heilablóðfall. Nýlega hafa nokkrar rannsókn- ir bent til þess að hundar geti greint sumar gerðir krabbameina með því einu að lykta af andar- drætti fólks. Heilsusamleg áhrif hunda Hundar virðast hafa jákvæð áhrif á heilsu eldra fólks og annarra. NORDICPHOTOS/GETTY Nú býðst íslenskum börnum hið frábæra Fit-Kid kerfi í Hreyfilandi, en það hentar krökkum af öllum stærðum og gerðum. „Við byrjuðum með Fit-Kid í september og hefur gengið afskaplega vel,“ segir Krisztina G. Agueda, fulltrúi Inter- national Fitness Federation (IFF) á Íslandi. „Fit-Kid er alþjóðlegt æfinga- og keppniskerfi með þau markmið að hvetja börn og unglinga til heilbrigðra lífs- hátta og að sem flest börn njóti sín í íþróttum, en Fit-Kid er skráð vörumerki með tíu ára reynslu og er notað í átján löndum með frábærum árangri,“ segir Krisztina um Fit- Kid sem ætlað er börnum á aldrinum 7 til 15 ára. „Börnin æfa þrisvar í viku. Æfingar samanstanda af dansi, fimleikum og þolfimi og þeir sem sýna hæfileika á öllum þremur sviðum fá tækifæri til að keppa. Á síðasta ári átti Ís- land fulltrúa á Evrópu- og heimsmeistaramótinu sem kom- ust á verðlaunapall á báðum mótum,“ segir Krisztina, sem í ár skipuleggur Íslandsmeistaramót Fit-Kid krakka, þar sem þeir bestu verða sendir á næsta Evrópumeistaramót á Spáni. „Hins vegar er engin pressa á keppni meðal barnanna, en þau börn sem búa yfir keppnisskapi og vilja stefna á mót hafa til þess úrvals tækifæri í Fit-Kid. Það er stað- reynd að börn öðlast mikið sjálfstraust við ástundun Fit-Kid og mörg dæmi eru um krakka sem voru of feit- ir í byrjun og latir við að hreyfa sig sem nú njóta þess að dansa og stunda hreyfingu í betra formi og með góðum ár- angri,“ segir Krisztina og tekur fram að árangur byggi ekki á staðlaðri líkamsmynd, heldur geti allir náð árangri hvort sem þeir eru langir, stuttir, þybbnir eða mjóir. „Fyrir framtíðina er IFF að undirbúa sambærilegt fitn- esskerfi fyrir fullorðna og þá geta börn sem taka þátt í Fit Kid haldið áfram í Fit Man eða Woman þegar fram líða stundir,“ segir Krisztina og hvetur aðrar líkamsræktar- stöðvar að taka upp Fit-Kid kerfið. „Stöðvarnar fá fullþróað æfingakerfi inn í sinn rekst- ur um leið og þær gefa börnum í sínu hverfi tækifæri til að taka þátt í þessari spennandi íþrótt. Því fylgir svo þátt- tökuréttur í keppnum innanlands- og utan, sem og í alþjóð- legum þjálfunarbúðum.“ Sjá nánar um Fit-Kid á www.fitkid.is og www.hreyfil- and.is/sporterobik/ - þlg Árangur fyrir öll börn Fit-Kid kerfið mætir þörfum allra barna, burtséð frá holdafari, en þau börn sem stundað hafa Fit-Kid síðan í september hafa náð góðum árangri. Krisztina G. Agueda er fulltrúi Fit-Kid á Íslandi, en kerfið er alþjóðlegt og sérsniðið fyrir alla krakka á aldrin- um 7 til 15 ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.