Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 38
 11. JANÚAR 2008 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● heilsa & lífsstíll Vaxtarhormón hafa um nokkurt skeið verið notuð í lækningaskyni en vitað er til þess að þau hafi einnig verið misnotuð af íþróttamönnum. Að mati Ragnars Bjarnasonar, sérfræðings í innkirtlasjúk- dómum barna, er ekki ósenni- legt að slík misnotkun eigi sér stað hérlendis miðað við hversu algeng steranotkun er. Flestir einstaklingar framleiða svokölluð vaxtarhormón í heila- dingli sínum, en vaxtarhormón er safnheiti próteinhormóna sem stjórna eðlilegum vexti lífvera og hafa áhrif á heilastarfsemi þeirra. Þekkt eru tilfelli þar sem skortur er á framleiðslu slíkra hormóna, en hann getur leitt til hægs lengdarvaxtar, ósamræmis í líkamanum, aukinnar fitusöfn- unar, minni vöðvamassa og fram- taksleysis svo fátt eitt sé nefnt. Upp úr 1950 fóru menn að nota vaxtarhormón úr heiladinglum látins fólks til að sprauta í ein- staklinga með lága framleiðslu slíkra hormóna. Meðferðin gekk vel í nokkra áratugi, þótt fram- boð væri lítið, eða þar til árið 1985 þegar sjúkdómurinn Creutz- feldt-Jakobs (oft nefndur í sam- bandi við kúariðu) var tengd- ur þessari meðferð. Í kjölfarið braust út sjúkdómsfaraldur sem lagði fjölda barna að velli og því var lagt bann við meðferðinni til að ná stjórn á ástandinu. Árið 1986 var framleitt vaxt- arhormón, þar sem genið fyrir vaxtarhormóni var sett inn í gerla og bruggað meðal annars til að koma í veg fyrir sjúkdómasmit. Eftir það hefur aðgengi að vaxt- arhormónum verið ótakmarkað, þótt verðið sé hátt. Notkun þeirra hefur þar með aukist, einkum hjá fullorðnum sem höfðu þangað til mætt afgangi, meðan börn gengu fyrir. Mikill áhugi varð á undra- lyfinu, einkum meðal íþrótta- manna, þar sem það jók vöðva- styrk, og brátt leiddi það til út- breiddrar misnotkunar á lyfinu að sögn Ragnars Bjarnasonar, sérfræðings í innkirtlasjúkdóm- um barna. „Notkun vaxtarhormóna er ólögleg innan íþrótta rétt eins og steranoktun,“ segir hann. „Frjáls íþrótta- og lyftingamenn hafa orðið uppvísir að misnotk- un þeirra og fyrir nokkrum árum fór sænska pressan mikinn í máli þar sem þekktur íþróttamaður var staðinn að verki.“ Hann bætir við að sumir noti líka hormónin sem yngingarlyf. „Til eru læknar í Bandaríkjunum sem gefa sig út fyrir að hindra elli með því að gefa sjúklingum sínum vaxtarhormón, en fram- leiðsla þeirra er mest á unglings- árunum en tekur að dvína strax upp úr tvítugu. Hormónin eiga að stemma stigu við fylgifiskum elli, svo sem vöðvarýrnun og fitu- aukningu. Hins vegar er lítið af rannsóknum sem sanna það og því hægt að segja að þarna séu sannfærandi sölumenn á ferð.“ Ragnar segir hins vegar vitað að ofnotkun hormónanna geti haft alvarlegar afleiðingar, en sú þekking sé fengin út frá sjúk- dómum. „Hún getur orsakað út- litsbreytingar hjá börnum og full- orðnum. Í síðara tilviki stækkun á höndum, fótum, höku og grófu andliti. Þá hefur hún slæm áhrif á efnaskipti og æðakölkun, sem valdið getur hjartaáfalli. Þá eru grunsemdir um að ofskammtur þeirra geti leitt til krabbameins, einkum í ristli, og bjúgsöfnunar, svo sem við heila. Ragnar þekkir ekki dæmi þess að vaxtarhormón hafi verið mis- notuð hérlendis, en telur að Ís- land eigi ekki að vera undantekn- ing frá öðrum löndum, miðað við hversu útbreidd steramisnotk- un er hérlendis. „Ástæðan gæti verið sú að erfitt hefur verið að sanna misnotkun þeirra. Sprautu- för og lyf þurfa bókstaflega að finnast á viðkomandi til að stað- festa hana. Þó er vitað að notkun þeirra bælir eðlilega líkamsfram- leiðslu vaxtarhormóns. Hitt er svo annað mál að aðeins innkirtla- læknar hafa leyfi til að skrifa upp á þessi lyf og því er hægt að fylgj- ast töluvert með notkun þeirra, þótt þau geti auðvitað verið í um- ferð á svörtum markaði.“ Ragnar segist hafa meiri áhyggj- ur af misnotkun á vaxtarhormón- um sem ekki eru framleiddir með nútímaaðferðum. „Uppi hefur verið sá orðrómur að á markaðin- um séu vaxtarhormónar frá Rúss- landi, framleiddir úr heiladingl- inum á látnu fólki þar sem ekki er farið eftir bestu stöðlum. Það eykur líkur á smithættu ýmislegra hættulegra sjúkdóma, svo sem al- næmis, lifrarbólgu og Creutzfeldt- Jakobs, sem smitast með blóð af- urðum.“ - rve Yngingarlyf eða ógnvaldur? Mörgum þykir sem Madonna hafi snúið á Elli kerlingu miðað við hversu ung- leg söngkonan er, en hún verður fimm- tug á árinu. Sögusagnir eru uppi um að hún hafi fengið smá hjálp í glímunni og noti meðal annars vaxtar- hormón til að viðhalda æsku sinni. Þótt Pamela Anderson sé grænmetisæta og dýravinur veigrar hún sér víst ekki við að beita ýmsum miður heilsusamlegum aðferðum við að varðveita þokka sinn, meðal ann- ars með því að láta sprauta í sig vaxtarhormónum með reglulegu millibili. Leikkonan Demi Moore viðurkennir að hafa varið fúlgu fjár í fegrunarað- gerðir og því ætti ekki að koma á óvart að orðrómur sé á kreiki um að hún noti vaxtar- hormón. Til marks um það þykir sumum sem haka Moore hafi stækkað í tímans rás, sem er eitt merki um notkun vaxtarhorm- óna. Leikarinn Sylvester Stallone var á dög- unum gripinn í tolli með vaxtarhormón og viðurkenndi að hann neytti þeirra til að varðveita vöðvastæltan líkama sinn, sem gerði hann frægan á níunda áratugnum. Stallone þótti ekki veita af þar sem hann vildi líta sem best út í væntanlegri Rambomynd. Það er löngu vitað mál að hollt mataræði og hreyfing eru ekki það eina sem stjörnurnar beita til að halda sér unglegum. Fegrunaraðgerðir ýmiss konar hafa um langt skeið nýst fræga fólkinu til að varðveita æskublóma sinn, þótt fæstar vilji þær viðurkenna það, og þar á meðal eru vaxtar- hormón talin hafa reynst góð hjálparmeðul. Hér eru myndir af nokkrum frægum einstaklingum sem eru annaðhvort grunaðir um notkun vaxtar- hormóna eða vitað er að neyta þeirra. Fegurð beint í æð Þótt Britney Spears sé ung að árum er hún talin nota vaxtarhormón, enda vitað að það dregur úr eðlilegri framleiðslu þeirra strax upp úr tvítugu. Ekki voru það leikhæfileikarnir sem skutu ríkisstjóra Kaliforníu upphaflega á stjörnu- himininn, þótt honum hafi síðar tekist að sanna getu sína sem hasarmyndahetju. Nei það var fagurskapaður og að margra mati ýktur líkaminn með öllum sínum vöðvum, sem talið er að Arnie hafi stækk- að með vaxtarhormónum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.