Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 50
BLS. 14 | sirkus | 11. JANÚAR 2008
Verður í rosalegu formi 2008
Sigríður Klingenberg spáir í Sirkus
www.klingenberg.is
leiðir...
SPURNINGAKEPPNI sirkuss
■ Jóel Pálsson
1. Konur og takkaskór.
2. Ólafur Stefánsson.
3. Man það ekki.
4. Fló á skinni.
5. Anthony Hopkins.
6. Margrét Lára.
Jóel Pálsson og Torfi Frans hlutu fimm stig hvor og munu því mætast aftur að viku liðinni.
1. Hvaða heitir bók hjartaknúsarans Þorgríms
Þráinssonar sem kom út fyrir jól?
2. Hver er fyrirliði íslenska landsliðsins í hand-
bolta?
3. Ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins var á
dögunum sæmdur stórriddarakrossi forsetans,
hvað heitir hann?
4. Hvaða gamanleik frumsýnir Leikfélag Akureyrar
8. febrúar?
5. Hvaða stórleikari fer með hlutverk vísinda-
mannsins Lord Asriel í kvikmyndinni „Gyllti
áttavitinn”?
6. Hver var kosin(n) Íþróttamaður ársins?
7. Hverjir ritstýra DV?
8. Söngkonan ástsæla Ellen Kristjánsdóttir sendi
frá sér plötu fyrir jól, hvað heitir hún?
9. Hvaða breska súpermódel tók nýverið viðtal við
forseta Venesúela, Hugo Chavez, fyrir breska
tímaritið GQ?
10.Hvað heitir forsætisráðherra Breta?
5 RÉTT SVÖR. 5 RÉTT SVÖR.■ Torfi F. Ólafsson
1. Hvernig á að stunda kynlíf eins
og ég.
2. Ólafur Stefánsson.
3. Man það ekki.
4. Veit það ekki.
5. Daniel Craig.
6. Margrét Lára.
7. Reynir Traustason.
8. Einhversstaðar
einhverntímann... aftur.
9. Jordan.
10. Gordon Brown
7. Reynir Traustason
og Mikael Torfason.
8. Einhversstaðar
einhverntímann... aftur.
9. Davíð Þór Jónsson.
10. Gordon Brown.
SPURNINGAKEPPNIN HELDUR GÖNGU SINNI ÁFRAM. HÉR MÆTIR TÓNLISTARMAÐURINN JÓEL
PÁLSSON SÍNUM FIMMTA MÓTHERJA, TÖLVUGÚRÚINUM TORFA FRANS ÓLAFSSYNI.
Rétt svör: 1. Hvernig gerir þú konuna þína hamingjusama. 2.
Ólafur Stefánsson. 3. Bolli Þór Bollason. 4. Fló á skinni. 5. Daniel
Craig. 6. Knattspyrnukonan Margrét Lára Viðarsdóttir. 7. Feðgarnir
Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson. 8. Einhversstaðar
einhverntímann... aftur. 9. Naomi Campbell. 10.Gordon Brown.
R óbert Wessman forstjóri Actavis er fæddur 04.10.1969. Sigríður
Klingenberg segir að hann sé mjög
næmur maður og hafi vit á mann-
fólkinu en þessi hæfileiki hefur reynst
honum ofurvel í gegnum tíðina.
„Hann er afar góður við starfsfólkið
sitt og hann hjálpar því mikið,“ segir
Sigríður en þá á hún við að hann sé
alltaf tilbúinn til að greiða leið
starfsfólksins, sem geri það að
verkum að það sé honum afar
hliðhollt. „Róbert er geðgóður og
brosmildur. Þótt hann hafi notið
mikillar kvenhylli í gegnum tíðina er
hann alltaf viss um hvernig hann vill
hafa sín mál og hefur bara verið
ástfanginn af einni konu. Róbert vill
hafa mikið fjör í kringum sig og
finnst gaman að koma fólki á óvart.
Hann á eftir að hjálpa mörgum á
toppinn og hans aðalmottó gæti
verið, sælla er að gefa en þiggja.
Hann hefur mikið flæði í kringum sig
og passar sig á því hverja hann
umgengst. Hann eyðir ekki tíma í þá
sem honum finnst halda sér niðri
heldur umvefur sig hirð sinni. Hann
hefur komið á óvart á Íslandi en hans
verður getið í bókunum sem eins
gjafmildasta manns Íslands. Róbert
hefur lífstöluna þrjá en sú tala táknar
gott hugmyndaflug, sköpunarkraft og
gleði. Hann nýtir tímann sinn vel og
er að fara inn á sína háandlegu tölu
sjö. Hann verður í svo gífurlegu formi
þetta árið að Þorgrímur Þráinsson
gæti þurft að fara að vara sig,“ segir
Sigríður um Róbert.
RÓBERT WESSMAN NENNIR EKKI AÐ
UMGANGAST LEIÐINLEGT FÓLK
„Hann verður í svo gífurlegu formi þetta
árið að Þorgrímur Þráinsson gæti þurft
að fara að vara sig,“ segir Sigríður
Klingenberg.
Búðu í tjaldi úti í garði heima hjá þér,
hringdu síðan beint í Kastljósið og segðu
þeim frá uppátækinu. Næsta innslag
Kastljósins verður bókað um þig.
Skráðu þig í
spurningaleikinn
Ertu skarpari en
skólakrakki,
mættu í
mörgæsabún-
ingi í útsending-
una og það
munu allir muna
eftir þér. Tímarit
og dagblöð
munu hafa
samband við þig
og birta mynd
af þér í
búningnum. Aðgerð sem ætti ekki að
klikka - sama hvað...
Opnaðu bloggsíðu og dissaðu Egil
Helgason fyrir að vera karlremba. Áður
en þú veist af hringir hann í þig og boðar
þig í Silfur Egils, þátt sem hálf þjóðin
horfir á.
Gefðu út bók sem
heitir „Hvernig áttu að
fullnægja þér?“.
Íslendingar er
uppfullir af sjálfum
sér og eru til í að
kaupa allt sem færir
þeim ennþá meiri
sjálfselsku og
gervihamingju. Bók
sem gæti hæglega
orðið metsölubók
og fært höfundinum
ekki einungis landsfrægð heldur líka fullt
af peningum.
Keyptu þér poodle-hund og týndu honum
svo. Bloggaðu um að einhver ónefndur
dýraóvinur hafi sett hundinn í Bónuspoka
og látið hann hverfa sporlaust. Tryllt
blogghjörðin mun gera þig að
þjóðhetju á hálfum
sólarhring.
■ sem færa þér
frægð og frama
V or og sumarlína E-label kemur á markað í lok febrúar,“ segir Ásgrímur
Már Friðriksson fatahönnuður, betur þekkt-
ur sem Ási. En E-Label er samstarfsverkefni hans,
Ástu Kristjánsdóttur ljósmyndara og Andreu Bra-
bin. Fyrsta fatalína E-Label kom á markað í haust
en fötin eru eingöngu seld á netinu. „Við höfum
fengið frábærar viðtökur, línan hefur gengið
vonum framar og er við það að seljast upp. Við
ákváðum að selja fatnaðinn á netinu til að halda
verðinu í lágmarki og fyrir vikið getum við selt
fötin á 40-50% lægra verði en ef við værum að
selja þau í verslun,“ upplýsir Ási ánægður með vel-
gengnina. „Í vor- og sumarlínunni höldum við
áfram að vinna á svipuðum nótum og líkt og við
gerðum í vetrarlínunni en notum léttari
efni,“ segir Ási en E-label leggur mikið
upp úr því að bjóða upp á þægileg föt úr
góðum efnum. „Í sumarlínunni verður meira af
kjólum og toppum. Við höldum áfram með slárn-
ar og hettupeysurnar úr vetrarlínunni sem verða
með aðeins breyttu sniði. Við erum aðeins að
prófa okkur með að nota ljósa liti með svarta litn-
um en svarti liturinn heldur engu að síður áfram
að vera ríkjandi hjá okkur enda eru Íslendingar
svartir,“ bætir Ási við að lokum. Þeir sem ekki hafa
ennþá tryggt sér E-label flík geta gert það í dag en
þá verður útsala á því litla sem eftir er af vetrar-
línunni í Skúlatúni 4, frá kl. 14-16.
bergthora@frettabladid.is
VOR-OG SUMARLÍNA E-LABEL VÆNTANLEG Á MARKAÐINN
Mögnuð viðbrögð
ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR OG ÁSGRÍMUR MÁR