Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 34
BLS. 6 | sirkus | 11. JANÚAR 2008
Vegna þess að...
1. þú hefur gefist upp á
karlmönnum.
2. Þú ert of upptekin af
því að ganga út.
3. þú ert einfaldlega of
fullkomin til að einhver
karlmaður leggi í þig.
4. Þú grætur á fyrsta
deiti yfir því hvað allir
hafa endalaust hætt með
þér og þú eigir erfitt
með að treysta karl-
mönnum.
5. Þú mætir í brúðarkjól á
„blind date“, því hver veit nema
þetta sé sá eini rétti.
6. Þú ert alltaf í megrun og
missir tökin eftir eitt hvítvíns-
glas og ferð á ótæpilegt trúnó
þar sem allir fyrrverandi eru
tíundaðir.
7. Þú getur ekki hætt að tala
um barnið þitt og hversu
mikið þú hlakkar til að deit-
ið hitti barnið.
8. Þú ert með tattóveraðar
augabrúnir og varablýants-
línu á vörunum.
9. Þú sefur með bangsa upp
í rúmi hjá þér sem þú kyss-
ir góða nótt á hverju ein-
asta kvöldi.
10. Eftir viku kynni ertu
farin að plana Flórída-
ferð með deitinu.
11. Þú tilkynnir deit-
inu með tár í
augum að þú
sért búin að bíða eftir því allt
þitt líf.
12. Þú gengur ennþá í nærföt-
um með myndum af Mínu mús
sem hefðu betur verið skilin
eftir í Disneylandinu á sínum
tíma.
13. Daginn eftir deitið mætir
þú með flutningabíl heim til
hans, með alla búslóðina
þína.
14. Eftir fyrstu samfar-
irnar segir þú ástmanni
þínum að þú sért ekki á
pillunni því þig langi
svo að eignast barn
með honum sem fyrst.
15. Þú mætir með spá-
konuna Sigríði Kling-
enberg með þér á
„blind date“ og lætur
hana spá fyrir ykkur og
framtíð ykkar saman.
16. Þú heldur úti blogg-
síðu þar sem þú tjáir þig um
allt og þar eru samfarirnar,
brátt sáðlát eða of lítill getn-
aðarlimur ekki skilið
undan.
17. Þú gefur honum
stóra andlits-
mynd af þér í
gylltum
ramma á
fyrsta stefnumóti.
18. Þú mætir með „dótakass-
ann“ eins og hann leggur sig í
fyrstu heimsóknina og rífur
upp handjárn og „strap on-
dildo“ eins og ekkert sé sjálf-
sagðara.
19. Þér finnst sopinn of góður
eftir að þú reyndir kampavíns-
kúrinn á gullaldarárunum og
ert alltaf í því, þú drepst ofan í
súpuskálar og í miðjum ástar-
lotum.
20. Þú tilkynnir deitinu að þú
getir ekki hitt það nema þú fáir
að sjá afrit af skattaskýrslu
þess.
21. Þú bíður honum upp í sum-
arbústað með tilvonandi
tengdaforeldrum eftir viku
kynni.
22. Þú bíður honum í náttafa-
tapartí heim til þín og tekur á
móti honum í Snobby-náttföt-
um og með pela í annarri hendi
sem þú viðurkennir að hafa
aldrei geta vanið þig af.
23. Þú tilkynnir deitinu að
þú sért að leita þér að
karlmanni til að sjá
fyrir þér.
24. Þú stingur upp á
því við deitið hvort
að þið ættuð ekki að
hafa samband við
tímaritið Vik-
una og deila
ástarsögu
ykkar með
þjóðinni.
25. Þú tjáir
honum að þú
viljir að hann
syngi lagið
„Þú full-
komnar mig“
með Sálinni í
brúðkaupinu
ykkar.
Vegna þess að...
1. Í hvert skipti sem þú hittir
kvenmann í fyrsta
sinn þarftu að
segja henni að þú
elskir hana.
2. Stafsetning er
ekki þín sterka
hlið en samt send-
ir þú sms-skilaboð í
gríð og erg, morandi í
stafsetningarvillum
þegar það er hvort sem
er miklu meira kúl að hringja.
3. Eftir fyrsta deit sendir þú 20
rauðar rósir og kort með
bangsa heim til hennar.
4. Þú býður deitinu í bílalúg-
una á MacDonalds og pantar
„super-size“ máltíð fyrir tvo.
5. Þú talar um þínar fyrrver-
andi út í eitt og ert í daglegu
sambandi við þær.
6. Þú hefur tilhneigingu til að
ofsækja konur og í hvert skipti
sem kvenmann ber á fjörur
þínar, eltir þú hana, send-
ir henni skilaboð og
hringir í hana á nótt-
unni.
7. Þú kallar kynfæri
kvenna rottu og brjóstin
júllur.
8. Þú deilir því með
henni að uppáhaldslag-
ið þitt sé „Undir blá-
himni“.
9. Þú eyðir öllum
frítíma þínum
fyrir framan
tölvuna og
spilar
tölvuleiki
við net-
vini þína.
10. Þú
segir
dömunni
að þú eigir
erfitt með að stunda kynlíf án
skuldbindinga.
11. Þú ert of upptekinn af
útlitinu, Hvaða
kona vill karl-
mann með plokk-
aðar augabrúnir,
appelsínugult hör-
und og rakaða
bringu?
12. Þú hefur ekki
ennþá tekið af þér
sandalana sem þú not-
aðir á Benidorm 1999 og hefur
aðlagað þá íslenskri veðráttu
með því að nota ullarsokka við
þá.
13. Þú talar um peninga út í
eitt.
14. Þú ert snobbaður og getur
ekki hætt að tala um Epal-sóf-
ann sem þú ætlar að kaupa
þér.
15. Þú neitar að stunda
kynlíf fyrr en á
brúðkaupsnótt-
inni.
16. Þú sefur
með uppblásna
dúkku upp í
rúmi hjá þér.
17. Þú getur ekki hætt að tala
um hvað þú sért frábær elsk-
hugi og hversu mörgum konum
þú hafir fullnægt.
18. Þú kallar litla félagann ein-
hverju gælunafni.
19. Þú hringir í mömmu í hvert
skipti sem þú hefur notið ásta.
20. Á fyrsta deiti segir þú henni
hvað þið eigið eftir að eignast
falleg börn.
21. Þú ferð hvorki úr sokkun-
um né tekur af þér derhúfuna
uppi í rúmi.
22. Þú tilkynnir deitinu að nú
séu dagar þess á barnum taldir
eftir að hafa hitt þig.
23. Þú mætir með demants-
hring á fyrsta deit og tilkynnir
dömunni að þú hafir ekki tíma
í neitt rugl.
24. Þú gengur um íbúðina þína
með deitinu (sem þú ert búinn
að þekkja í viku) og segir því
hvar þarf að þrífa og montar
þig í leiðinni yfir lofthæð og
fermetrafjölda.
25. Þú ert upptekinn af því að
konur eigi að vera í kjörþyngd
og spyrð því undantekning-
arlaust alltaf um þyngd og
hæð á fyrsta deiti og reiknar
þyngdarstuðull hennar á
gsm-símanum þegar hún sér
ekki til. Ef þú efast
um að hún sé að segja
satt þá gengur þú
alltaf með málband-
ið í vasanum.
50 ÁSTÆÐUR
fyrir því að þú ert
EINHLEYP(UR)
HANN HÚN
E in ástsælasta leikkona þjóðarinn-ar, Guðrún Ásmundsdóttir, mun
taka sýningu sína, Ævintýri í Iðnó,
aftur til sýninga næsta sunnudag. Í
sýningunni gerir hún upp 50 ára leik-
feril sinn og spinnur saman við 110
ára afmæli Iðnó. Hún starfaði í Iðnó
frá árinu 1958 og kynntist þar mörg-
um kynslóðum leikara og öðrum goð-
sagnakenndum persónum. Þeir sem
misstu af sýningunni ættu að grípa
tækifærið núna enda fékk sýningin
frábæra dóma í fjölmiðlum.
Ævintýrið heldur áfram
SJARMERANDI SAGA Ævintýrið í Iðnó
hefur fengið ákaflega góða dóma. Á
sunnudaginn byrjar sýningin aftur.
ÁSTSÆLASTA LEIKKONA ÞJÓÐARINNAR Guðrún þekkir Iðnó afar vel en hún hóf leikferil
sinn þar árið 1958.