Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 24
24 11. janúar 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki UMRÆÐAN Skipulagsmál Málflutningur bæði Torfusamtak-anna og Húsafriðunarnefndar hefur verið á þá leið að einsýnt þótti að reist yrði bygging sem tæki ekki mið af götumynd. Vegna þess var það í raun örþrifaráð að leggja til friðun núver- andi bygginga. Það hefði verið ákjósan- legra að Reykjavíkurborg hefði haft frumkvæði að því sjálf að vinna með þá götumynd sem fyrir er. Það er auð- vitað súrt að það þurfi nauðsynlega að friða hús til þess að koma í veg fyrir skipulagsmistök en það er klár afleiðing af stefnu R-listans sáluga. Reykja- víkurborg ber því ábyrgð á því hvernig komið er. Það verður að hafa í huga að Húsafriðunar- nefnd hefur ekki tekið fyrir það endanlega að til greina komi að vinna töluvert með húsin, lyfta þeim upp, byggja í skarðið á milli húsanna þar sem nú eru skúrabyggingar og á baklóðinni. Ef spurt er hvort reisa eigi nýjar byggingar á lóðunum sem taki frekar mið af núverandi götumynd, þá er nokkuð ljóst að margir þeirra sem svara þessari spurningu játandi eru fylgjandi tillögum Torfusamtakanna að því hvernig vinna mætti með götu- myndina. Það er einnig ljóst að ef húsin verða ekki friðuð leikur enginn vafi á því að byggt verður samkvæmt núverandi teikningum, bygging sem könnun Fréttablaðsins leiddi í ljós að stór hluti þjóðarinnar er ósáttur við. Eins er það ljóst að ef húsin verða friðuð kemur það vel til greina að byggja samkvæmt nýjum teikningum að stórum hluta. Þar með er það villandi eða beinlínis rangt að taka þau tvö sjónarmið, annars vegar það að byggja samkvæmt fyrirliggjandi teikningum og hins vegar byggja samkvæmt nýjum teikningum, og tefla þeim saman gegn friðun hússins þegar þetta ætti í raun að vera öfugt: Þrír af hverjum fjórum vilja ekki að byggt verði samkvæmt fyrirliggjandi teikningum. Höfundur er talsmaður Torfusamtakanna. Fyrirliggjandi teikningum hafnað ÞÓRÐUR MAGNÚSSON Endurskoðunar- og ráðgjafar-fyrirtækið Deloitte hélt árlegan skattadag sinn miðviku- dagsmorguninn 9. janúar. Þar voru flutt mörg fróðleg erindi, en ég staldra við tvö. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra hélt því fram, að á Íslandi hefði kenning Arthurs Laffers sannast um, að skatttekjur ríkisins geti við tiltekin skilyrði aukist með minnkaðri skattheimtu: 18% skattur kann að gefa meira af sér en 45% skattur. Þetta gerðist einmitt á Íslandi síðustu sextán ár. Tekjuskattur á fyrirtæki var lækkaður úr 45% í 18%, en skatttekjurnar ruku upp. Lítil sneið af stórri köku getur verið stærri en stór sneið af lítilli köku. Svipað er að segja um tekjuskatt á einstaklinga. Hann var lækkað- ur um 8% á tíu árum, en tekjur ríkisins af honum hækkuðu samt. Meiri skatttekjur með minni skatt- heimtu Fleiri íslensk dæmi staðfesta kenningu Laffers. Eitt er húsaleigutekjur. Áður fyrr voru þær skattlagðar eins og atvinnu- tekjur og báru um 40% skatt. Þá töldu fæstir þær fram. Þegar ákveðið var að skattleggja þær sem fjármagnstekjur, en þær bera 10% skatt, snarhækkuðu skatttekjur af þeim. Ástæðurnar voru tvær: Í fyrsta lagi jókst framboð á leiguhúsnæði, þar sem það borgaði sig allt í einu að leigja það út. Í öðru lagi bötnuðu skattskil, því að menn telja fúslega fram tekjur, sem bera 10% skatt, en miklu síður tekjur, sem bera 40% skatt. Annað dæmi er erfðafjárskattur, sem áður gat orðið mjög hár, en er nú oftast aðeins 5%. Skatttekjur ríkisins af honum hafa einnig snarhækkað. Enn eru skýringarnar tvær: Með blómlegu atvinnulífi eykst erfðafé, og í öðru lagi nenna menn ekki að koma sér á ýmsan löglegan hátt hjá skattgreiðslum af slíku fé, sé skatturinn hóflegur. Eina athugasemdin, sem ég geri við ræðu Árna M. Mathie- sens á skattadeginum, er, hversu hógvær hann var. Sannleikurinn er sá, að skattabreytingar síðustu sextán ára hafa skilað stórkost- legum árangri. Við búum við miklu betri skattkerfi en hinar Norðurlandaþjóðirnar, meðal annars vegna þess að tekjuskatt- ur á einstaklinga er flatur ofan skattleysismarka. Hitt er annað mál, að gera má betur, og um það var fróðlegt erindi prófessors Richards Teathers frá Stóra- Bretlandi. Hann er sérfræðingur um skattamál og ráðgjafi þingsins í Jersey, en hún er lítil eyja í Ermarsundi, sem orðið hefur stórauðug á því að laða að sér fjármagn með lágum sköttum og veita margvíslega fjármála- þjónustu. Skattasamkeppni til góðs Í bókinni The Benefits of Tax Competition (Skattasamkeppni til góðs), sem Teather gaf út fyrir tveimur árum, bendir hann á, að skattasamkeppni milli ríkja hefur ýmsar æskilegar afleiðingar. Ein blasir við. Slík samkeppni heldur í skefjum tilhneigingu stjórn- málamanna til að hækka skatta, sem renna síðan í misjafnlega skynsamleg verkefni. Önnur er ekki eins augljós. Lágskattalönd eða fjármálamiðstöðvar eins og Lúxemborg, Írland, Jersey og Liechtenstein stuðla að aukinni hagkvæmni í alþjóðahagkerfinu með því að lækka kostnað við fjárfestingar og fjármagnsflutn- inga. Teather bendir á, að slíkar fjármálamiðstöðvar soga ekki sjálfar til sín fjármagn. Þar er ekki fjárfest, heldur eru þar teknar ákvarðanir um, hvar fjárfest skuli, til dæmis hvort féð renni í tölvuver í Kína eða skóverksmiðju á Indlandi. Teather telur, að Ísland hafi mikla möguleika sem fjármála- miðstöð, ekki síst vegna þess að það stendur utan Evrópusam- bandsins, sem leitast því miður við að takmarka skattasam- keppni. Hann bendir á, að tekjuskattur á fyrirtæki er nú aðeins 12,5% á Írlandi (sem situr raunar undir ámæli fyrir það innan Evrópusambandsins). Ef Ísland lækkar tekjuskatt á fyrirtæki úr 18% í 10% og býr á ýmsan annan hátt vel að fjár- málafélögum stórfyrirtækja, þá getur landið laðað slík félög að sér, en það myndar feikilegar beinar og óbeinar tekjur fyrir ríkissjóð. Framkvæmum góðar hugmyndir Í bókinni Uppreisn frjálshyggj- unnar, sem kom út 1979, varpaði Geir H. Haarde, sem þá var ungur hagfræðingur í Seðlabanka Íslands, fram þeirri hugmynd, að Ísland yrði alþjóðleg fjármála- miðstöð. Með því að lækka skatta á fyrirtæki voru stigin mikilvæg skref í þá átt í forsætisráðherra- tíð Davíðs Oddssonar, og á meðan Halldór Ásgrímsson var forsætis- ráðherra, skipaði hann nefnd til að skoða málið undir forystu Sigurðar Einarssonar í Kaup- þingi. Skilaði sú nefnd vandaðri skýrslu með ýmsum góðum hugmyndum. Um þessar mundir syrtir að í atvinnulífinu. Þess vegna er nú rétti tíminn til að framkvæma þessar hugmyndir. Við höfum engu að tapa og allt að vinna á því að reyna að gera Ísland að öflugri, alþjóðlegri fjármála- miðstöð. Boðskapur Teathers HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | Efnahagsmál Málefnasamningurinn Meirihluti borgarstjórnar er alltaf annað slagið minntur á að hann hefur ekki gert samning um þau verk sem hann hyggst vinna á kjörtímabilinu en slíkt er jafnan siður samsteypustjórna, hvort heldur er í ríki eða sveit. Síðast nefndi Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, það í grein í Frétta- blaðinu í gær. Henni og öðrum til upprifjunar fylgja hér orð Dags B. Eggertssonar borgar- stjóra um eðli og inntak meirihlutans. Þau féllu á Tjarnarbakk- anum 11. október. „Þessi nýi meirihluti er félagshyggjustjórn sem er stofnuð um almannahagsmuni í orkumálum, um öfluga opinbera þjónustu, um fum laus vinnubrögð, fagleg vinnu- brögð og lýðræðisleg vinnubrögð.“ Stundum Svo sem þekkt er telur Árni M. Mathiesen mikla og góða reynslu fel- ast í því að hafa gegnt starfi aðstoð- armanns ráðherra. Ár Þorsteins Davíðssonar sem hægri hönd Björns Bjarnasonar í dóms- málaráðuneytinu hafi veitt honum reynslu af öllum hliðum lögfræði sem, ásamt öðru, geri hann hæfastan umsækj- enda til að verða dómari. Hér verður ekki efast um þá skoðun ráðherrans en á það bent að samráðherrar hans og flokksbræður, Björn Bjarnason og Geir H. Haarde, virðast ekki meta slíka reynslu jafn þungt. Stundum ekki Í tvígang hefur nefnilega Eiríkur Tómasson lagaprófessor sótt um embætti hæstaréttardómara. Í fyrra sinnið árið 2003 þegar Björn valdi Ólaf Börk Þorvaldsson til starfsins og aftur ári síðar þegar Geir valdi Jón Steinar Gunnlaugsson. Eiríkur var jú aðstoðarmaður tveggja dómsmálaráðherra, þeirra Ólafs Jóhannessonar og Steingríms Hermannsonar. Þrátt fyrir það hlaut umsókn hans ekki náð fyrir augum ráðherranna. Hvernig ætli standi á því? bjorn@frettabladid.isT raust almennings á dómstólum skiptir miklu. Því er afar mikilvægt að vel takist til um skipan í embætti dómara. Engar ákvarðanatökur eru óumdeilan legar og ævin- lega munu skoðanir fólks vera mismunandi, og jafnvel skiptar, á hæfni og eiginleikum þeirra sem sækjast eftir störfum eins og embætti dómara. Ábyrgð þeirra sem koma að ráðningu dómara er því mikil, ekki síst þeirra sem hafa lokaorðið. Það er því afar brýnt að ráðningar- ferli í embætti dómara sé skýrt og gegnsætt. Á það höfum við verið minnt nokkrum sinnum á undanförnum árum þegar ráðn- ir hafa verið til starfa, bæði sem héraðsdómarar og hæstarétt- ardómarar, menn sem samkvæmt röðun matsnefnda eru ekki þeir hæfustu til að gegna starfinu. Engum er greiði gerður með slíkum ráðningum, allra síst þeim sem embættin hljóta. Fámennið á Íslandi getur vissulega gert mönnum erfitt fyrir og gæta verður þess að að sjá ekki skrattann í hverju horni. Það kann að vera að umsækjandinn með flokks- og/eða fjölskyldu- tenginguna sé hreinlega sá hæfasti til að gegna stöðunni og þá er bagalegt að tengslin geri ráðninguna ótrúverðuga. Vænlegasta leiðin til að koma í veg fyrir slíkt er vitanlega að málefnaleg og gegnsæ vinnubrögð séu viðhöfð. Í baksviði blaðsins í dag kemur fram að þverpólitískur vilji er til að breyta fyrirkomulagi við dómaraskipan. Hugmyndir þeirra þingmanna og ráðherra sem fyrir svörum verða í grein- inni eru þó mismunandi. Björn Bjarnason telur þó fortakslaust að dómsmálaráðherra eigi að taka lokaákvörðun um skipan dóm- ara en þingmenn annarra flokka eru allir á því að gera þurfi róttækar breytingar á fyrirkomulagi við skipun í embætti bæði hæstaréttar- og héraðsdómara. Lúðvík Bergvinsson hefur ásamt fleiri þingmönnum í Sam- fylkingunni og Frjálslynda flokknum lagt fram frumvarp til Alþingis þar sem gert er ráð fyrir að forseti Íslands skipi dóm- ara samkvæmt tilnefningu forsætisráðherra að fengnu sam- þykki 2/3 hluta atkvæða á Alþingi. Í baksviðinu kemur fram að Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, og Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, eru sammála frumvarpinu í megindráttum. Frumvarpið nær eingöngu til skipanar hæsta- réttadómara en þingmennirnir eru sammála um að einnig beri að endurskoða lög um skipan héraðsdómara. Víst er að ráðningar í embætti verða aldrei óumdeilanlegar. Jafnvíst er að þær geta orðið mun minna umdeilanlegar en þær eru nú, sé það tryggt að ómálefnaleg sjónarmið ráði ekki um stöðuveitingar. Settur dómsmálaráðherra sem á dögunum réði Þorstein Davíðsson til starfa við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands hefur í rökstuðningi sínum ekki sýnt fram á að ráðningin hafi verið málefnaleg þegar þrír menn töldust hæfari að mati sérstaklega skipaðrar matsnefndar. Við slík vinnubrögð verður ekki unað. Mikilvægt er að friður ríki um ráðningar í embætti dómara. Deilt um dómarann STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.